Skipulagsauglýsing sem birtist 24.júlí 2019

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál.

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum: 

  1. Breyting á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Launrétt L167386 og Laugargerði L167146 í Laugarási.

Breytingartillagan felur í sér að lóðinni Launrétt 1 L167386 í Laugarási, er breytt úr reit sem merktur er í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samfélagsreitur, í verslunar- og þjónustureit, þannig að heimilt verði að gefa út rekstraleyfi í fl. II á lóðinni vegna sölu á gistingu.Þá er gerð breyting á lóðinni Laugargerði L167146, þar sem landnotkun lóðar verði breytt úr landbúnaðarlóð í verslunar- og þjónustulóð þar sem heimilt verði að vera með garðyrkjustöð auk veitingarekstur og veitingasölu.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Leynir Rimatjörn L207855, breytt landnotkun.

Aðalskipulagsbreytingin fellst í að svæði frístundabyggðar (F42) er minnkað um 9 ha, og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland. Samhliða breytingunni er auglýst samsvarandi breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Greinargerð

Uppdráttur

  1. Breyting á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Hnaus 2 L192333. Breytt landnotkun. Íbúðar- og frístundasvæði.

Auglýst er tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2019, sem fellst í breyttri landnotkun á um 1,5 ha svæði úr landbúnaðar- og skógræktarsvæði yfir í íbúðarsvæði. Þá verður frístundasvæði (F16) sem í núgildandi aðalskipulagi, þ.e.  norðurhluti þess svæðis um 2 ha fellt niður og gert að landbúnaðarlandi. Frístundahúsasvæði sem eru syðst á svæði SL-6 eru nú færð inn skv. gildandi deiliskipulagi. Þá verði einnig heimiluð stök lóð um 0,4 ha norðarlega innan skógræktarsvæðis SL-6.

Greinargerð og uppdráttur 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulagslýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

  1. Lýsing deiliskipulags. Fosslækur. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Fosslæk, fjallaskáli/fjallasel í Hrunamannahreppi.
Afmörkuð verður um 14 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból og vatnsleiðsla frá því að húsunum. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

Lýsing

  1. Lýsing deiliskipulags. Leppistungur. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Leppistungur, sem mun taka til svæðis um 5 ha að stærð. Afmörkuð verður um 5 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti.  Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

Lýsing

  1. Lýsing deiliskipulags. Miklöldubotnar. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Miklöldubotna í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 5ha lóðar. Innan hennar eru núverandi mannvirki og gerði fyrir fé/hross. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Gisting verður fyrir allt að 30 gesti. Einnig er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

 Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulags. Frægðarver. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Frægðarver í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 2 ha lóð umhverfis núverandi mannvirki. Á staðnum er torfkofi og er gert ráð fyrir viðhaldi og endurbótum á honum. Verður það gert í samráði við Minjastofnun Íslands. Einungis verður um áningarstað að ræða en ekki gistingu. Ekki er gert ráð fyrir akstri að staðnum. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar og ferðamanna­svæði.

 Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulags. Rofshólar. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Rofshóla í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á  um 1 ha lóð umhverfis núverandi mannvirki. Á staðnum er torfkofi og er gert ráð fyrir viðhaldi og endurbótum á honum. Verður það gert í samráði við Minjastofnun Íslands. Einungis verður um áningarstað að ræða en ekki gistingu. Ekki er gert ráð fyrir akstri að staðnum. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

 Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulags. Heiðará. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Heiðará í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 10 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki. Staðurinn er hugsaður sem áningarstaður á göngu- og reiðleið með Stóru-Laxá. Ekki er gisting á staðnum. Heimilar eru endurbætur/viðhald á núverandi mannvirki. Þá er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli.  Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032   er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

Lýsing

  1. Lýsing deiliskipulags. Helgaskáli. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Helgaskála í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 20 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði, vatnsból og fráveita. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

 Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulags. Efri-Kisubotnar. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Efri-Kistubotna í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um rúmlega 4 ha lóð. Innan hennar er núverandi hús. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gert er ráð fyrir salerni í húsinu. Gerð verður grein fyrir fráveitu og vatnsbóli.  Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032  er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði

 Lýsing

  1. Lýsing deiliskipulags. Grákollur. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Grákoll í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 8 ha lóð. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu, vatnsbóli og aðkomu. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulags. Svínárnes. Fjallaskáli/skálasvæði á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir Svínárnes í Hrunamannahreppi.
Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 9 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki. Heimilt er að stækka/fjölga húsum fyrir gistingu, veitingasölu og vera með tjaldsvæði. Hámarks byggingamagn á svæðinu verður allt að 950 m2. Heimilt er að vera með gistingu fyrir 85 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu, vatnsbóli og aðkomu.  Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem skálasvæði á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

 Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulagsbreytingar í Kerlingafjöllum. Afmörkun lóðar við hesthús hjá hálendismiðstöð á Hrunamannaafrétti.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð utan um hesthús í Kerlingafjöllum í Hrunamannahreppi. Deiliskipulagsbreytingin mun taka til afmörkunar á um 1 ha lóð fyrir núverandi hesthús. Heimilt verður að stækka núverandi hesthús í allt að 150 m2.
Á staðnum er rekin ferða­þjón­usta og eru mannvirki í eigu rekstraraðila fyrir utan hesthús sem er í eigu Hrunamannahrepps. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem hálendismiðstöð á afþreying­ar- og ferðamanna­svæði.

Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulags. Bjarkarlækur L224049, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Íbúðarhús, gestahús og skemma.

Kynnt er skipulagslýsing á deiliskipulagi fyrir spilduna Bjarkarlæk. Deiliskipulagssvæðið tekur til alls lands Bjarkalækjar sem er um 9,5 ha að stærð. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum undir íbúðarhús, bílskúr og gesthús auk skemmu og hesthúss.
Aðkoma er af Biskupstungnabraut um Bjarkarveg (nr. 3759) og er gert ráð fyrir nýrri vegtengingu af honum um 100 m norðan við Lækjarbraut (nr. 3759).

Lýsing 

  1. Lýsing deiliskipulags. Snæfoksstaðir frístundabyggð. Endurskoðun deiliskipulags.

Kynnt er skipulagslýsing vegna endurskoðunar á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða gamalt deiliskipulag (1999) sem tók til um 76 ha svæðis frístundabyggðar og 47 lóða. Deiliskipulagið mun verða endurskoðað í heild sinni, og uppfært að núgildandi lögum og reglugerðum, auk þess sem lóðir verðar hnitsettar, vegheiti verða uppfærð auk þess sem hugað verður að öryggisþáttum, svo sem flóttaleiðum vegna neyðartilfella.

 Lýsing 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagstillaga fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

  1. Deiliskipulag 1904036-Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Frá Haki að Leirum. Bláskógabyggð.

Svæðið sem deiliskipulagið nær til er vestan megin í þjóðgarðinum og nær svæðið yfir meginaðkomusvæði ferðamanna, þinghelgina og þjónustusvæði frá Haki að Leirum. Skipulagssvæðið er 4,2 km2. Vegna síaukinnar ásóknar ferðamanna er þörf á að bæta aðstöðu ferðamanna á Þingvöllum. Í deiliskipulagi verður nýrri þjónustumiðstöð fundinn staður og útfært hvernig flæði ferðmanna um þjóðgarðinn er best háttað til framtíðar.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

  1. Deiliskipulag, Þingvellir, Bratti í Botnsúlum, fjallaskáli í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til Bratta í Súlnadal í Botnssúlum.  Á staðnum var lítill skáli sem hefur verið fjarlægður. Til stendur að reisa nýjan skála allt að 80m2 að stærð fyrir allt að 30 manns í gistingu.  Ekki er vegur að staðnum og ekki heimilt að aka að skálanum. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð

Uppdráttur

  1. Deiliskipulag, Svartárbotnar (Gíslaskáli) fjallaskáli, afréttur norðan vatna í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til Svartárbotna (Gíslaskála) á Kili í Bláskógabyggð.  Á staðnum er rekin þjónusta við ferðamenn þar er einnig gangnamannahús og aðstaða til að taka á móti hestahópum. Í Gíslaskála er gistipláss fyrir 45-50 manns. Til stendur að stækka skálann fyrir allt að 70 manns í gistingu.  Einnig stendur til að bæta aðstöðu fyrir hesta.  Aðkoma er af Kjalvegi.  Á svæðinu er núverandi 270 m2 svefnskáli, 96 m2 hesthús og 20 m2 starfsmannahús. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Deiliskipulag, Geldingafell, fjallaskálar, framafréttur í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til skálasvæðis í Geldingafelli á Kili vestan við Bláfell.  Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul.  Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns.  Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul.  Stærð svæðisins er um 2 ha. Geldingafell er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Deiliskipulag, Árbúðir, fjallaskáli ofl, afréttur norðan vatna í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til Árbúða sem eru við Svartá, skammt norðan við Hvítá á Kili, og er aðkoma af Kjalvegi. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gisti- og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús.  Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 manns. Stærð svæðis er um 2 ha. Árbúðir eru í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Deiliskipulag, Skálpanes, fjallaskáli, framafréttur í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til Skálpaness sem er við Langjökul, nokkuð vestan Geldingafells. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg.  Á svæðinu eru alls 2 byggingar, fyrir ferðaþjónustu og starfsfólk. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha.  Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Deiliskipulag, Fremstaver, fjallaskáli, framafréttur í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til Fremstavers sem er sunnan við Bláfell, vestan Hvítár. Aðkoma er af Kjalvegi. Nokkur gróður er umhverfis húsið og einnig hafa verið útbúin áningarhólf fyrir hesta. Á svæðinu eru alls 3 byggingar, ýmist fyrir ferðaþjónustu, salernishús og hesthús. Gistipláss er fyrir 30 manns. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns og bæta aðstöðu reiðhópa. Stærð svæðis er um 2 ha. Fremstaver er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Deiliskipulag fyrir Kjarnholt Ferðaþjónustu, frístundabyggð og íbúðarhús. Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til frístundabyggðar auk gisti- og ferðaþjónustu. Um er að ræða 20 ha svæði á jörðinni Kjarnholt í Bláskógabyggð. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum undir þjónustu og gistihús, einni lóð undir íbúðarhús, 11 lóðum undir frístundabyggð og 14 lóðum undir smáhýsi.

Uppdráttur

  1. Launrétt 1 lnr. 167386 Laugarási. Bláskógabyggð.

Breytingin felur í sér að lóðinni Launrétt 1 í Laugarási (landnr. 167386) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði þannig að heimilt verði sala gistingar í atvinnuskyni.

Uppdráttur 

  1. Laugargerði L167146 í laugarási. Bláskógabyggð.

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að skilgreindir eru 3 byggingarreitir. Íbúðarhúsareitur, spennistöðvarreitur og reitur þar sem veitt er heimild fyrir verslun og þjónustu vegna reksturs veitinga- og kaffihúss.

Uppdráttur  

  1. Deiliskipulag Hvönn L227468. Íbúðarhús, skemma, hesthús, ylræktarhús. Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið tekur til 3,1 ha spildu, lögbýlinu Hvönn, L227468, sem er nýbýli út úr jörðinni  Torfastaðir í Bláskógabyggð. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu, hesthúss og ylræktarhúss. Aðkoma verður um Miklaholtsveg inn á land Hvannar. +

Uppdráttur 

  1. Deiliskipulag Hellnaholt, Fossnesi. Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Deiliskipulagið tekur til um 21 ha svæðis, átta frístundalóða og einnar landbúnaðarlóðar, auk byggingarreita fyrir íbúðarhúss og hesthúss. Aðkoma að jörðinni er af Gnúpverjavegi nr. 325 og um núverandi aðkomuveg að frístundahúsum norðan hans. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast lýsingar og tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna.

Skipulagslýsingar og tillögur nr. 4 – 17 eru í kynningu frá 24. júlí  til 14. ágúst 2019 en tillögur nr. 1 – 3 og nr. 18 – 28 eru í auglýsingu frá 24. júlí  til 4. september 2019.  Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 4 – 17  og þurfa að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 14. ágúst 2019, en fyrir tillögur nr. nr.1 – 3 og 18 – 28, eigi síðar en  4. september 2019.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

runar@utu.is