Vinsamlegast athugið:

Hönnuðir, byggingastjórar og iðnmeistarar skulu skrá sig inn í þjónustugáttina á sínum persónulegu rafrænu skilríkjum, ekki fyrirtækjaskilríkjum.

 

Byggingarmál – Leiðbeiningar fyrir eigendur

Byggingarmál – Leiðbeiningar fyrir fagaðila 

(hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara)

Skipulags- og lóðamál – Eyðublöðin ættu að skýra sig sjálf

1

1

Athugið að stjörnumerkta reiti í umsókn verður að fylla út til að geta skilað inn umsókninni.

Mjög mikilvægt er að netfang umsækjanda/umsækjenda sé rétt útfyllt þar sem samskipti embættisins við umsækjanda/umsækjendur fara að mestu fram með tölvupóstum.

Umsækjandi/umsækjendur á byggingarleyfismálum verða að vera þinglýstir eigendur eða umráðendur lóðar samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands eða hönnuður í þeirra umboði. Að öðrum kosti er umsókn ekki tekin gild.

Öllum gögnum frá umsækjanda, hönnuðum eða hlutaðeigandi aðilum skal jafnframt skilað inn í gegnum þjónustugáttina.

 

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eru alla jafna haldnir á miðvikudögum í 1. og 3. viku mánaðar utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi í lok þriðjudags í vikunni fyrir fund til að mál verði tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Fundir skipulagsnefndar eru alla jafna haldnir á miðvikudögum í 2. og 4. viku mánaðar utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi kl. 13 á mánudegi í vikunni fyrir fund til að mál verði tekið fyrir á skipulagsnefndarfundi.

Sjá má dagsetningu afgreiðslufunda byggingarfulltrúa annars vegar og fundi skipulagsnefndar hins vegar á dagatali á forsíðu heimasíðunnar.

 

Ef vandræði eru í útfyllingu rafrænna eyðublaða getur vandamálið legið í vafranum sem notaður er. Mögulega þarf að framkvæma eftirfarandi aðgerð til að laga þetta:

Í Chrome:

  1. Með Chrome vafrann opinn – ýtið á lóðréttu hnappana þrjá efst í hægra horni.
  2. Veljið „More Tools“
  3. Veljið „Clear browsing data“
  4. Í „Time range“ veljið „All time“ og hakið í boxin; „Cookies and other site data“ og „Cached images and files“
  5. Ýtið á „Clear data“ hnappinn

Í Edge:

  1. Með Edge vafrann opinn – ýtið á lóðréttu hnappana þrjá efst í hægra horni.
  2. Veljið „Privacy &services“
  3. Undir „Clear browsing data“ – veljið „Choose what to clear“
  4. Hakið í boxin „Cached images and files“ og „Cookies and other site data“
  5. Ýtið á „Clear“ hnappinn
Síða uppfærð: 22.04.2024