Varðandi ferla um lóðamál mælum við með að þú kynnir þér eftirfarandi gögn:

Samkvæmt skipulagslögum er óheimilt að skipta, jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðarmörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til. Byggðasamlagið sér um framkvæmd mála sem varða stofnun nýrra lóða eða breytingar á þeim og eru slík mál lögð fyrir skipulagsnefnd til samþykktar.

Ef óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar að þá þarf að skila inn eftirfarandi gögnum:

Umsókn um stofnun lóðar EBL-101, eða

Umsókn um breytingu á skráningu lóðar EBL-102

Hnitsett lóðablað sem sýnir afmörkun og stærð lóðar.

Umsóknareyðublað þjóðskrár – F-550 Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá.

 

Upplýsingar um gjaldtöku vegna lóðamála er að finna í 5. gr. gjaldskrár embættisins.