Ný gjaldskrá Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. vegna útgáfu byggingarheimilda, byggingarleyfa og þjónustu byggingarfulltrúa tók gildi þann 7. mars 2022 við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Gjaldskrá Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. vegna skipulagsmála, lóðamála og framkvæmdaleyfa hefur verið uppfærð miðað við 1. janúar 2022 – og tekur mið af launavísitölu nóvembermánaðar 2021 – 805,9 stig.
Athugið að embættið innheimtir afgreiðslugjald sem er óafturkræft, hvort sem umsókn er samþykkt eða henni synjað, enda hefur embættið lagt fram vinnu til að komast að niðurstöðu málsins.
Gjaldskrá Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. er tvískipt:
Prentvæn útgáfa | |
Prentvæn útgáfa |
Embættið gefur út gjaldskrár í samræmi við heimild 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til áréttingar:
Gjöld embættisins skv. þessum gjaldskrám bera ekki virðisaukaskatt með tilvísun í 4. tölulið 3. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 sem segir efnislega að ríki, bæjar- og sveitarfélög eða fyrirtæki og stofnanir á þeirra vegum skuli aðeins innheimta virðisaukaskatt af vörum og skattskyldri þjónustu sem teljast vera í samkeppnisrekstri en ekki að öðru leyti.