Sameiginleg skipulagsnefnd aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins fer með skipulagsmál undir yfirstjórn viðkomandi sveitarstjórna ásamt skipulagsfulltrúa og fjallar um svæðis-, aðal- og deiliskipulagsmál.

Ef óskað er eftir breytingu á aðal- eða deiliskipulagi eða samþykkt á nýju deiliskipulagi skal senda inn umsókn þess efnis til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd fundar almennt á tveggja vikna fresti og eru fundir að jafnaði að morgni fimmtudags. Frestur til að skila inn gögnum fyrir fund er í lok fimmtudags vikuna á undan.

Leiðbeiningar varðandi gerð skipulags og málsmeðferð skipulagsmála má finna  hér á heimasíðu Skipulagsstofnunar og á kortasjá embættisins má finna flestar gildandi aðal- og deiliskipulagsáætlanir.

Helstu lög og reglugerðir sem varða skipulagsmál
Skipulagslög nr. 123/2010
Skipulagsreglugerð nr. 90/2013
Lög um umhverfismat áætlana