Aðal- og deiliskipulagsmál falla undir sameiginlega skipulagsnefnd aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins undir yfirstjórn viðkomandi sveitarstjórna. Skipulagsfulltrúi starfar með skipulagsnefnd og hefur umsjón með skipulagsgerð ásamt eftirliti með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.
Ef óskað er eftir breytingu á aðal- eða deiliskipulagi eða samþykktar á nýju deiliskipulagi skal senda inn umsókn þess efnis til skipulagsnefndar.
Ráðlegt er að umsækjandi sæki um heimild til að hefja nýtt skipulagsferli áður en lagt er í hönnunarkostnað, slíkt getur umsækjandi sótt um með útfyllingu á eyðublaðinu EBL_104.
Skipulagsnefnd fundar almennt tvisvar í mánuði á miðvikudögum, þ.e. í annarri og fjórðu viku mánaðarins, að undanskildum júlímánuði þegar fundir falla niður.
Frestur til að skila inn gögnum fyrir fund er til kl. 13 á mánudegi í vikunni á undan fundardegi.
Leiðbeiningar varðandi gerð skipulags og málsmeðferð skipulagsmála má finna hér á síðunni og á kortasjá embættisins má finna flestar gildandi aðal- og deiliskipulagsáætlanir.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. er Vigfús Þór Hróbjartsson og veitir hann ásamt riturum sínum nánari upplýsingar í tölvupósti, utu@utu.is eða í síma á símatíma milli kl. 9.00 og 12.00 alla virka daga – nema miðvikudaga.
Helstu lög og reglugerðir sem varða skipulagsmál:
Skipulagslög nr. 123/2010
Skipulagsreglugerð nr. 90/2013
Lög um umhverfismat áætlana
Síða uppfærð: 18.08.2020