Samkvæmt skipulagslögun að þá skal afla framkvæmdaleyfis vegna meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Þó þarf ekki að afla slíks leyfis vegna framkvæmda sem háðar eru byggingarleyfi samkvæmt lögum um mannvirki.

Sem dæmi að þá er öll efnistaka á landi, úr ám, vötnum og af eða úr hafsbotni innan netlaga er háð framkvæmdaleyfi þar sem gerð er grein fyrir stærð efnistökusvæðis, vinnsludýpi, magni og gerð efnis, vinnslutíma og frágangi á efnistökusvæði.

Sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi skal senda inn skriflega umsókn ásamt nauðsynlegum gögnum í samræmi við kröfur reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Sjá sérstaklega gr. 7 í reglugerð þar sem fjallað er um gögn.

Reglugerð um framkvæmdaleyfi

Umsókn um framkvæmdaleyfi – EBL 103

Sveitarstjórn er heimilt að innheimta framkvæmdaleyfisgjald fyrir framkvæmdir sem afla þarf framkvæmdaleyfis fyrir, svo og fyrir eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum. Gjaldið má ekki nema hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins og eftirlitið, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.