ALGENGAR SPURNINGAR

 

Hvað er staðfang landeignar?

Staðfang landeignar er heiti landeignarinnar og aðrir þættir sem skilgreina hana frá öðrum landeignum. Staðfang er því meira en bara heimilisfang því það inniheldur upplýsingar um nákvæma staðsetningu mannvirkja og annarra áfangastaða, s.s. heimila, fyrirtækja, frístundahúsa og fjarskiptamastra.

Staðfang er eitt af því sem huga þarf að við umsókn um stofnun nýrrar landeignar og koma þarf fram á lóðablaði þar sem hún mun fá það „staðfang“ við stofnunina.  Gæta þarf þess að sama staðfang (heiti) sé ekki þegar til á sama póstnúmerasvæði.

Gott er að skoða handbók Þjóðskrár um skráningu staðfanga til að átta sig á hvað átt er við með því og sjá notkunardæmi. Handbókinni er skipt í tvennt: