Má jörðin mín / lóðin mín heita það sem ég vil?

Sveitarfélög bera ábyrgð á nafngiftum innan sinna staðarmarka. Ef breyta á heiti eða skrá ný þarf að sækja um það hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Sú breyting hefur tekið gildi á jarðalögum að ekki þarf álit Örnefnanefndar fyrirfram við upptöku nýrra eða breyttra heita. Sveitarfélög eru þó hvött til að leita álits hjá Stofnun Árna Magnússonar við nafngiftir og er það gert í mörgum tilvikum. Við nafngiftir eru umsækjendur hvattir til að styðjast við leiðbeiningar Örnefnanefndar. Við stafsetningu, beygingu, notkun greinamerkja, há- og lágstafa skal styðjast við almennar ritreglur Íslenskrar málnefndar.

Heiti sem ekki samræmast reglum um nafngiftir má vísa til Örnefnanefndar til úrskurðar.

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. sinnir beiðnum um breytingar á nafngiftum jarða og lóða fyrir eftirtalin sveitarfélög:

  • Ásahrepp
  • Bláskógabyggð
  • Grímsnes- og Grafningshrepp
  • Flóahrepp
  • Hrunamannahrepp
  • Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Ef óskað er eftir stofnun lóðar sem mun fá sérstakt heiti við stofnun skal fylla út rafræna eyðublaðið „Umsókn um stofnun lóðar“ undir yfirflokk „07 Skipulags- og lóðamál“ á Þjónustugátt UTU. Á eyðublaðinu skal skrá nýtt heiti í athugasemd eyðublaðsins sem og í fylgigögnum.

Ef óskað er eftir breytingu á heiti lóðar sem þegar hefur verið stofnuð skal fylla út rafræna eyðublaðið „Umsókn um breytingu á skráningu lóðar“ undir yfirflokk „07 Skipulags- og lóðamál“ á Þjónustugátt UTU. Á eyðublaðinu skal haka við „Breyting á heiti“.

Hvað er staðfang landeignar?

Staðfang landeignar er heiti landeignarinnar og aðrir þættir sem skilgreina hana frá öðrum landeignum. Staðfang er því meira en bara heimilisfang því það inniheldur upplýsingar um nákvæma staðsetningu mannvirkja og annarra áfangastaða, s.s. heimila, fyrirtækja, frístundahúsa og fjarskiptamastra.

Staðfang er eitt af því sem huga þarf að við umsókn um stofnun nýrrar landeignar og koma þarf fram á lóðablaði þar sem hún mun fá það „staðfang“ við stofnunina.  Gæta þarf þess að sama staðfang (heiti) sé ekki þegar til á sama póstnúmerasvæði.

Gott er að skoða handbók Þjóðskrár um skráningu staðfanga til að átta sig á hvað átt er við með því og sjá notkunardæmi. Handbókinni er skipt í tvennt:

Hvernig breyti ég eignarhaldi nýrrar lóðar?

Þegar ný lóð er stofnuð eru eigendur upprunalandsins sjálfkrafa skráðir eigendur og umráðendur nýju lóðarinnar ásamt þeim mannvirkjum sem kunna að vera skráð á hana.

Ef ætlunin er að breyta eignarhaldi á nýju lóðinni er að sjálfsögðu nauðsynlegt að þinglýsa skjölum þess efnis.

Þegar þinglýsa á breyttu eignarhaldi á lóð í fyrsta skipti er nauðsynlegt að fyrir liggi svo kölluð „staðfesting landskipta„, skv. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Eigendur upprunalandsins sækja um þessa staðfestingu landskipta til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og þarf að þingslýsa þessu skjali samhliða – eða á undan – kaupsamningi/afsali á nýju lóðinni. Ef þessi staðfesting landskipta liggur ekki fyrir þá mun sýslumaður ekki þinglýsa skjölum um breytt eignarhald.

Hægt er að fara í að sækja um staðfestingu landskipta þegar búið er að stofna lóðina og landupplýsingadeild Þjóðskrár er búin að afgreiða málið áfram frá sér athugasemdalaust því þá liggur fyrir að ekki þarf að breyta neinu í skráningu eða á lóðablaði.

Gott væri að láta koma fram í umsókninni um stofnun lóðar til UTU hvort fyrirhugað sé að þinglýsa nýjum eiganda á viðkomandi landeign/ir  til að einfalda það ferli þegar fram í sækir.

Ef lóðin á að vera leigulóð þá þarf að þinglýsa lóðarleigusamningi til að umráðamaður lóðarinnar verði skráður á hana og geti veðsett fasteignir sínar á lóðinni ef nauðsyn krefur. Ekki er þörf á staðfestingu landskipta þegar um leigulóðir er að ræða.

Hvar get ég nálgast upplýsingar um staðföng í mínu sveitarfélagi?

Staðfangaskrá er aðgengileg gjaldfrjálst til niðurhals á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Þá skrá er hægt að færa inn í landupplýsingakerfi eða töfluforrit eins og Excel. Einnig er hægt að fletta upp staðföngum í fasteignaleitinni á forsíðu Þjóðskrár. Þá er hægt að skoða staðföng í samhengi við skráningu landeigna í Vefsjá landeigna.

Lista yfir ákveðin svæði er hægt að panta sem sérvinnslu, en umsóknir um slíkt er að finna á skra.is undir „Eyðublöð / Vottorð / Umsóknir“ og fylla þar út „Umsókn um sérvinnslu Z-853″.

Nánari upplýsingar veitir upplýsinga- og samskiptadeild Þjóðskrár Íslands.