Skipulagsauglýsing sem birtist 9.september 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. og 40.gr Skipulagslaga nr.123/2010 er kynnt skipulags- og matslýsing eftirfarandi skipulagsáætlana.

 1. Skálabrekka – Lýsing aðalskipulagsbreytingar – Landbúnaðarsvæði í frístundabyggð

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20.ágúst að kynna lýsingu fyrirhugaðrar breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst skilgreining á 25 ha. svæði fyrir frístundabyggð innan jarðarinnar Skálabrekku L170163. Samhliða er lögð fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags.

Lýsing 

 1. Skálabrekka – Lýsing deiliskipulags – Frístundasvæði í landi Skálabrekku

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20.ágúst að kynna lýsingu deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í landi Skálabrekku L170163. Innan lýsingar er gert grein fyrir umfangi og helstu áherslum verkefnisins.

 Lýsing 

 1. Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1 – Lýsing aðalskipulagsbreytingar – Frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21.ágúst að kynna fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Bjarnastaða 1 í kringum lóðir Heiðarbrúnar 2-10. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins er breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.

Uppdráttur

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:

 1. Vatnsholt 1 L166395 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19.ágúst 2020 deiliskipulag fyrir Vatnsholt 1 L166395 og að það væri kynnt á grundvelli 4.mgr.40.gr.skipulagslaga. Í deiliskipulaginu felst sem felst skilgreiningu byggingarheimilda fyrir útihús, skemmu og gestahús. Markmið skipulagsins er að styrkja búsetu og atvinnu svæðisins .

Greinargerð

Uppdráttur 


Samkvæmt 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum/breytingum:

 1. Brúarhvammur lóð 1 L167225 og Brúarhvammur lóð 2 L174434 – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20.ágúst 2020 breytingu á deiliskipulagi að Brúarhvammi lóð 1 L167225 og Brúarhvammi lóð 2 L174434. Í breytingunni felst að felld er út byggingarheimild fyrir 30 fm geymsluskúr innan byggingarreits í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 112/2019 auk þess sem gert er ráð fyrir breyttri skiptingu lóða innbyrðis auk þess sem byggingarheimild er skilgreind á nýjan hátt án þess að heildar fm fjöldi sé aukinn. Samkvæmt núverandi skipulagi er gert ráð fyrir 500 fm gistiheimili á lóð 2. Með breyttu skipulagi verður heimild fyrir 10 smáhýsum allt að 50 fm að stærð innan lóðar.

Uppdráttur 

 1. Kjaransstaðir 2 L200839 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20.8.2020 deiliskipulag að Kjaranstöðum 2, L200839. Gert er ráð fyrir því að með samþykkt skipulagsins muni eldra skipulag falla úr gildi. Í nýju deiliskipulagi felst m.a. að notkun lóða breytist úr frístundalóðum í landbúnaðarlóðir, lóðum fækkar úr 7 í 6 og skilgreindir eru nýir byggingarskilmálar .

Uppdráttur 

 1. Þóroddsstaðir L168295, Langirimi – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21.8.2020 breytingu á deiliskipulagi að Þóroddsstöðum L168295. Í breytingunni felst stækkun svæðisins og samræming götuheita og númerakerfis innan þess.

Uppdráttur 

 1. Breiðanes L201727 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19.8.2020 deiliskipulag að Breiðanesi L201727. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, gestahús, vélaskemmu, gróðurhúsi og hesthúsi.

Greinargerð

Uppdráttur 

 1. Tjarnarhólar – Deiliskipulag – Útivistar og göngusvæði

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21.8.2020 deiliskipulag að Tjarnhólum eftir kynningu. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar.

Uppdráttur 

 1. Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L16765 – Deiliskipulag – Skipting landsvæðis
  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2.9.2020 tillögu að deiliskipulagi Efra-Apavatni, Rollutanga. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarheimilda innan svæðisins. Lýsing deiliskipulags var kynnt frá 10. júní – 1. júlí 2020.Uppdráttur
 2. Skálabrekkugata 1 L203318, deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2.9.2020 breytingu á deiliskipulagi fyrir Skálabrekkugötu 1 L203318. Í breytingunni felst að skilgreindir eru breyttir byggingarskilmálar innan lóðarinnar vegna mikils landhalla innan byggingarreits. Mænis- og vegghæð mun miðist við hæsta punkt lóðar. Leyfilegt verði að byggja kjallara undir húsið allt að 200 m2 og að grafa frá húsinu til að skapa aðkomu fyrir bæði sumarhús og kjallara. Gert er ráð fyrir að umsótt breyting nái eingöngu til lóðar Skálabrekkugötu 1 vegna sérstakra aðstæðna innan hennar.

Skýringarmynd

 1. Laugarás L167381 – Deiliskipulagsbreyting – Lauftún garðyrkjustöð
  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2.9.2020 breytingu á deiliskipulagi fyrir Lauftún Garðyrkjustöð að Laugarári L167381. Í breytingunni felst að skipulagi lóðar er breytt þar sem komið er fyrir þremur gróðurhúsum, pökkunaraðstöðu, véla- og áhaldageymslu/bílskúr og tveimur starfsmannahúsum. Fyrir á lóðinni eru tvö íbúðarhús. Skilmálar deiliskipulags svæðisins frá 29. des. 2011 halda sér óbreyttir að öðru leiti. Málið var tekið fyrir á 195.fundi skipulagsnefndar þar sem það var samþykkt til kynningar. Skipulagið var kynnt frá 8.júlí til 29.júli. Engar athugasemdir bárust.Uppdráttur 

 

Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 1. Vaðstígur 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912; Land Kringlu II; Breyting úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2007051

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21.8.2020 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á grundvelli 2.mgr.36.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í breytingunni felst að 5,5 ha svæði á jörðinni Kringlu 2 er breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.blaskogabyggd.is/, https://www.gogg.is, https://www.floahreppur.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Skipulagslýsingar og tillaga deiliskipulags eru í kynningu frá 9.9.2020 til og með 30.9.2020 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 30.9.2020

Skipulagstillögur og breytingar eru auglýstar með athugasemdafrest frá 9.9.2020 til og með 22.október 2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 22.október 2020.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU