Áfangaúttektir

Áfangaúttektar skal óskað við eftirlitsaðila með minnst sólarhrings fyrirvara. Eftirtaldir verkþættir mannvirkjagerðar skulu teknir út með áfangaúttektum:

     a. Jarðvegsgrunnur, áður en byrjað er á mótauppslætti eða fyllingu í slíkan grunn, þ.m.t. plötupróf.

     b. Uppsláttur og bending undirstöðuveggja.

     c. Lagnir í grunni, þ.m.t. rör fyrir heimtaugar rafmagns- og fjarskiptakerfa áður en þær eru huldar.

     d. Frágangur raka- og vindvarnarlaga.

     e. Grunnur, áður en botnplata er steypt.

     f. Uppsláttur og bending allra steyptra byggingarhluta.

     g. Uppbygging veggjagrinda burðarveggja, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er.

     h. Uppbygging léttra gólfa og festingar þeirra áður en klætt er.

     i. Uppbygging þaka, loftun, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er.

     j. Frágangur klæðningar þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum, þ.m.t. festingar, negling þakjárns og annar tilsvarandi frágangur.

     k. Frágangur ystu klæðningar veggja, þ.m.t. festingar og loftun.

     l. Uppbygging og frágangur eldvarnarveggja.

     m. Uppbygging og frágangur niðurhengdra lofta og frágangur vegna eldvarna.

     n. Frágangur, gerð og þykkt varmaeinangrunar.

     o. Frágangur vegna hljóðeinangrunar.

     p. Neysluvatns-, hitavatns-, hita-, gas-, gufu-, þrýsti- og kælikerfi ásamt einangrun þeirra, þrýstiprófun og frágangur vegna eldvarna.

     q. Frárennslislagnir innanhúss ásamt eldvörnum og hljóðeinangrun þeirra.

     r. Frárennslis-, regnvatns- og þerrikerfi utanhúss.

     s. Stokkalagnir og íhlutar þeirra fyrir loftræsi- og lofthitunarkerfi ásamt varma- og eldvarnareinangrun og allur tilheyrandi frágangur vegna eldvarna og hljóðeinangrunar.

     t. Tæki og búnaður loftræsi- og lofthitunarkerfa.

     u. Þættir er varða eldvarnir sem verða huldir þannig að úttekt þeirra sé ekki framkvæmanleg við öryggis- eða lokaúttekt.

Eigin úttektir byggingarstjóra:  Leggi eigandi mannvirkis fram skriflega greinargerð um innra eftirlit byggingarstjóra getur leyfisveitandi heimilað byggingarstjóra að gera sjálfur einstakar áfangaúttektir. Skilyrði er að byggingarstjórinn hafi gæðakerfi sem uppfyllir kröfur reglugerðar þessarar.

Áður en leyfi skv. 1. mgr. er veitt skal liggja fyrir verkáætlun af hálfu byggingarstjóra og skriflegt samkomulag milli byggingarstjóra og leyfisveitanda um framkvæmd úttektanna. Í samkomulaginu skal koma fram hvenær, hve oft og hvernig byggingarstjóra ber að tilkynna leyfisveitanda um að tilskilin úttekt hafi  farið fram. Jafnframt skal þar vera ákvæði um að leyfisveitanda sé tilkynnt um verklok þess verkþáttar sem heimildin tekur til svo og að byggingarstjóra beri að tilkynna um tafir á framkvæmd eða ef vinnu við framkvæmdina er hætt tímabundið. Gögn um eigin úttektir byggingarstjóra skulu varðveitt á byggingarstað þannig að leyfisveitandi geti haft eftirlit með því að allar úttektir hafi farið fram.

Starfi byggingarstjóri ekki í samræmi við samkomulag hans við leyfisveitanda um eigin úttektir er leyfisveitanda heimilt að rifta því án frekari viðvarana.

 

Lokaúttekt

Áður en viðbygging eða nýbygging er tekin í notkun, þarf að kalla eftir öryggisúttekt hjá byggingarfulltrúa, en óheimilt er að taka byggingu í notkun án þess.
Þegar framkvæmdinni er að fullu lokið í samræmi við staðal ÍST51/2001 og búið að ganga frá húsi/viðbyggingu og lóð, á byggingarstjóri að kalla eftir lokaúttekt. Eigandi eða byggingarfulltrúi geta líka kallað eftir lokaúttekt. Við lokaúttekt þarf allt að vera tilbúið og byggt í samræmi við samþykkta uppdrætti. Ef ekki  þarf að leiðrétta uppdrætti og sækja um breytingu á byggingarleyfinu með tilheyrandi kostnaði.

Byggingarstjóri og meistarar bera 5 ára ábyrgð á verkþáttum frá og með dagsetningu á lokaúttektarvottorði. Við verklok biður húseigandi um fullnaðar- eða brunabótamati hjá Þjóðskrá Íslands-fasteignaskrá. Við matið leggst skipulagsgjald á allar nýframkvæmdir sem greiðist í eitt skipti. Hafi eitthvað komið uppá á byggingartíma eða gallar eru á framkvæmdinni, á ekki að bíða með að kvarta eða benda á gallann. Það skal gera skriflega og senda á byggingarstjórann.   Hægt er að kalla eftir úttekt byggingarfulltrúa eða fengið óháðan matsmann til að taka framkvæmdina út.

Hvað er lokaúttekt ?  Hún er staðfesting með úttekt byggingarfulltrúa á að byggingu mannvirkis sé lokið og það reist í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Þegar mannvirki er fulllokið og innan þriggja ára frá því að það var tekið í notkun og öryggisúttekt gerð skal gera lokaúttekt á því. Úttektinni er ætlað að ganga úr skugga um að mannvirkið hafi verið reist í samræmi við samþykkta aðal- og séruppdrætti og uppfylli ákvæði mannvirkjalaga og þeirra reglugerða sem framkvæmdina varðar. Hafi mannvirkið ekki verið tekið í notkun fyrir lokaúttekt er hún jafnframt öryggisúttekt. Uppfylli mannvirkið fyrirliggjandi kröfur gefur byggingarfulltrúi út vottorð um lokaúttekt.

Hverjir óska eftir lokaúttekt ? Byggingarstjóri fyrir hönd eiganda mannvirkis og eftir atvikum eigandi þess geta óskað eftir henni.

Forsendur málsmeðferðar:

Sá sem óskar eftir lokaúttekt útfyllir

EBL 220 – Beiðni um öryggis- eða lokaúttekt – Yfirlýsing byggingarstjóra.

EBL 221 – Yfirlýsing um verklok á raforkuvirki vegna öryggis- eða lokaúttektar.

EBL 222 – Yfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja vegna öryggis- eða lokaúttektar.

 Útfylltu eyðublaðinu er skilað til embættis byggingarfulltrúa ásamt

Geri embætti byggingarfulltrúa ekki athugasemd við móttekna úttektarbeiðni og getur úttektin farið fram.

Famkvæmd úttektar:  Byggingarfulltrúi í samráði við beiðenda ákveður úttektartíma. Viðstaddir úttektina auk byggingarfulltrúa skulu vera fulltrúar slökkviliðs og byggingarstjóri. Byggingarstjóri skal tilkynna iðnmeisturum og hönnuði mannvirkisins um lokaúttektina og gefa þeim kost á að vera viðstaddir. Byggingarstjóri skal jafnframt leggja fram frumrit eða afrit samþykktra uppdrátta sem nota skal við úttektina.

Vottorð um lokaúttekt:  Fullnægi mannvirkið þeim kröfum sem gerðar eru lögum samkvæmt og byggt hefur verið í samræmi við samþykkta uppdrætti gefur byggingarfulltrúi út lokaúttektarvottorð sem hann afhendir byggingarstjóra. Niðurstöðu úttektar skráir byggingarfulltrúi í málakerfi sitt.

 

Öryggisúttekt

Hún er staðfesting með úttekt byggingarfulltrúa á að heimilt sé að taka mannvirki í notkun. Áður en mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess og hollustuháttum. Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur sem settar eru í lögum um mannvirki og öðrum lögum og reglugerðum sem málið varða. Uppfylli mannvirkið við úttekt kröfur um öryggis- og hollustuhætti gefur byggingarfulltrúi út vottorð um úttektina. Við skráningu öryggisúttektar í fasteignaskrá fer fram brunavirðing mannvirkis.

Hverjir geta óskað eftir öryggisúttekt?  Byggingarstjóri fyrir hönd eiganda mannvirkis og eftir atvikum eigandi þess geta óskað eftir henni.

Forsenda málsmeðferðar:

Sá sem óskar eftir lokaúttekt útfyllir

EBL 220 – Beiðni um öryggis- eða lokaúttekt – Yfirlýsing byggingarstjóra.

EBL 221 – Yfirlýsing um verklok á raforkuvirki vegna öryggis- eða lokaúttektar.

EBL 222 – Yfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja vegna öryggis- eða lokaúttektar.

 Útfylltu eyðublaðinu er skilað til embættis byggingarfulltrúa ásamt

Geri embætti byggingarfulltrúa ekki athugasemd við móttekna úttektarbeiðni og getur úttektin farið fram.

 

Framkvæmd úttektar:  Byggingarfulltrúi í samráði við beiðenda ákveður úttektartíma. Viðstaddir úttektina, auk byggingarfulltrúa og fulltrúa slökkviliðs, skulu vera byggingarstjóri og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða byggingarstjóri eða byggingarfulltrúi hafa boðað. Byggingarstjóri skal jafnframt leggja fram frumrit eða afrit samþykktra uppdrátta sem nota skal við úttektina.

Vottorð um öryggisúttekt:  Fullnægi bygging þeim öryggiskröfum sem gerðar eru gefur byggingarfulltrúi út vottorð sem hann afhendir byggingarstjóra eða eiganda. Niðurstöðu úttektar skráir byggingarfulltrúi í málakerfi sitt.