Samkvæmt 9. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 er óheimilt að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa.

Mannvirkjastofnun veitir þó byggingarleyfi vegna framkvæmda við eftirtalin mannvirki:
a. Mannvirki á hafi utan sveitarfélagamarka. Sé mannvirki á hafi eigi fjær ytri mörkum netlaga en eina sjómílu skal leita umsagnar næsta sveitarfélags, eins eða fleiri eftir atvikum, við umfjöllun um byggingarleyfisumsókn.
b. Mannvirki á varnar- og öryggissvæðum.

Umsókn um byggingarleyfi skal send hlutaðeigandi byggingarfulltrúa ásamt hönnunargögnum og öðrum nauðsynlegum gögnum, þ.m.t. tilkynningu um hver verði hönnunarstjóri mannvirkisins og samþykki meðeigenda samkvæmt ákvæðum laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994. Hægt er að fylla umsóknareyðblaðið út rafrænt nema undirskrift, hún skal vera gerð með eigin hendi umsækjanda eftir að hann hefur prentað út útfyllt eyðublað.

Umsókn um byggingarleyfi EBL-200

Gjald vegna útgáfu byggingarleyfis og eftirlits með byggingarframkvæmdum er í samræmi við gjaldskrá embættisins.

Gjaldskrá 2017

Helstu lög og reglugerðir sem varða útgáfu byggingarleyfis

Mannvirkjalög nr. 160/2010

Byggingarreglugerð nr. 112/2012

Önnur eyðublöð sem tengjast útgáfu byggingarleyfis og eftirliti með framkvæmdum er að finna undir flipanum Eyðublöð