Skipulagsauglýsing sem birtist 9. febrúar 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt  40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt tillaga deiliskipulagsáætlunar og skipulagslýsing eftirfarandi skipulagsáætlana:

 

  1. Heiðarbær Stórholt L166345, Heiðarbær Litlaholt L204983 og Smáholt L208386; Deiliskipulag – 1907022

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2022 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til nýs deiliskipulags sem tekur til smábýlislóða úr landi Heiðarbæjar. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti innan þeirra. Landeigendur hafa í hyggju að sameina ofangreindar jarðir og skipta niður í 10-12 ha smábýli / jarðir. Innan smábýlisjarðanna verði m.a.

gert ráð fyrir heimildum sem taka til uppbyggingar á íbúðarhúsum og útihúsum. Gert er ráð fyrir því að innan jarðanna megi stunda landbúnað og minni háttar atvinnurekstur í samræmi við heimildir aðalskipulags er varðar landbúnaðarsvæði.

Skipulagslýsing

 

  1. Útey 2; Frístundasvæði í Mýrarskógi; Deiliskipulag – 2201011

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. janúar 2022 að kynna tillögu nýs deiliskipulags vegna frístundasvæðis í Mýrarskógi í landi Úteyjar 2. Í tillögunni felst skipulagning 8 ha frístundahúsasvæðis í Mýrarskógi. Innan svæðisins hafa nú þegar verið byggð 6 frístundahús og nær deiliskipulagið yfir þær lóðir auk þess sem bætt er við 4 lóðum innan reitsins svo lóðirnar verða 10 samtals.

Deiliskipulagstillaga

 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Krókur L166243; Deiliskipulag – 2112033

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2022 að auglýsinga tillögu sem tekur deiliskipulags fyrir jörðina Krók, L166243. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan jarðarinnar. Innan skipulagsins er m.a. gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, skemmu, geymslu og gestahúsum.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

 

  1. Hróarsholt spilda G L197225; Deiliskipulag – 2201050

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2022 að auglýsinga tillögu sem tekur deiliskipulags innan jarðarspildunnar Hróarsholt spilda G, L197225. Markmið deiliskipulagsins er að afmarka byggingareit fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, útihúss og skilgreina nýja aðkomu að landinu.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

 

  1. Írafoss- og Ljósafossvirkjanir L168922 og L168926: Sogið: Deiliskipulag – 1804008

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til Írafoss- og Ljósafossvirkjana. Í deiliskipulaginu felst m.a. staðfesting núverandi landnotkun svæðisins auk þess sem að hún gerir ráð fyrir byggingu yfir hluta tengivirkis við Írafossstöð og stöðvarhúsi fyrir vetnisstöð. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Steingrímsstöð. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðvarnar og eru settir skilmálar fyrir mannvirki í tengslum við hana.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

 

  1. Steingrímsstöð L170935: Sogið: Deiliskipulag – 1804009

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til Steingrímsstöðvar. Í deiliskipulaginu felst staðfesting á núverandi landnotkun svæðisins. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Írafoss- og Ljósafossstöðvar. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og eru settir skilmálar í tengslum við hana. Þá hefur deiliskráning fornminja verið gerð.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

 

  1. Syðri-Reykir 2 L167163; Deiliskipulag – 2101037

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til jarðar Syðri-Reykja 2, L167163. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gróðurhúsi, vélaskemmu og byggingar sem ætluð er fyrir ferðaþjónustu.

Deiliskipulagstillaga

 

  1. Kringla 2 og 9; Kringlugil 1 og 2; Deiliskipulag – 2107009

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til Kringlu 2 og 9. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhús og útihús.

Deiliskipulagstillaga

 

  1. Markalækur L192476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2112047

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Markalæks, L192476. Deiliskipulagsbreytingin nær til 2 ha lands, Markalæks L192476, og gerir ráð fyrir sameiningu tveggja lóða í eina lóð ásamt breyttum byggingarheimildum innan svæðisins.

Deiliskipuagsbreyting

 

  1. Framnes; Nes 1 L230551 og Nes 2 L230552; Deiliskipulag – 2109063

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. janúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til lóð úr landi Framnes. Deiliskipulagið tekur til lóða fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu.

Deiliskipulagstillaga

 

  1. Hrunamannaafréttur L223267; Kerlingarfjöll; Landvarðaskáli, Deiliskipulag – 2110001

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til landvarðarskála í Kerlingarfjöllum. Í deiliskipulaginu felst að skilgreind er lóð fyrir landvarðarskála í Kerlingarfjöllum. Innan lóðar verður heimilt að byggja allt að 150 fm skálahús á einni til tveimur hæðum. Samhliða gildistöku þessa skipulags verður svæði fellt úr gildandi skipulagi svæðisins frá 2014.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

 

  1. Öndverðarnes; Réttarhólsvegur 46; Deiliskipulag – 2201042

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til Réttarhólsvegar 46 í landi Öndverðarness.  Í deiliskipulaginu felst skilgreining á 3000 fm lóð ásamt byggingarheimildum fyrir íbúðarhús og geymslu allt að 300 fm í heild sinni.

Deiliskipulagstillaga

 

  1. Klausturhólar L168258; Bæjartorfa; Deiliskipulag – 2201053

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til bæjartorfunnar að Klausturhólum. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 7 lóðum og 8 byggingarreitum. Innan svæðisins er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, skemma og hesthúss.

Deiliskipulagstillaga

 

  1. Kerhólar svæði A, B og C; Frístundabyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2201063

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til frístundasvæðis að Kerhólum, svæði A, B og C. Tillagan er sett fram sem nýtt deiliskipulag og tekur til allra þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á upprunalegu deiliskipulagi svæðisins. Við gildistöku deiliskipulags falla úr gildi öll ákvæði eldra deiliskipulags. Tilgangur skipulagsgerðarinnar er að uppfæra eldra skipulag í samræmi við núgildandi lög og skilgreina helstu bygginga- og framkvæmdaskilmála innan svæðisins með skýrum hætti.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

 

  1. Böðmóðsstaðir; Frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2201041

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu sem tekur til hluta frístundabyggðar að Böðmóðsstöðum. Í deiliskipulagsbreytingunni felst breyting á byggingarskilmálum innan svæðisins sem taka til lóðar 8 a-b-c-d, 10 a-b og 11 a-b-c. Samkvæmt núverandi skipulagi er gert ráð fyrir því að sumarhúsin séu ekki stærri en 60 fm, þakhalli sé á bilinu 13-45°og hámarkshæð mænis skuli vera 4,5 m frá gólfi. Með breyttum skilmálum er gert ráð fyrir að heimild fyrir byggingu allt að 200 fm frístundahúss auk 40 fm aukahúss innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03. Heimilaður þakhalli verði á bilinu 0-45° og mænishæð 5,5 m frá gólfi.

Deiliskipuagsbreyting

 

  1. Búrfellsvirkjun; Endurskoðað deiliskipulag – 2112064

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022 að auglýsa tillögu endurskoðaðs deiliskipulags fyrir Búrfellsvirkjun. Þar sem virkjun er fullbyggð og rekstur hennar hafinn snýr breytt skipulag að því að skilgreina núverandi stöðu svæðisins með Búrfellsvirkjun í fullum rekstri. Því tekur tillagan til núverandi stöðu svæðisins og til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru frá gildandi skipulagi.

Deiliskipuagsbreyting

Greinargerð

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.asahreppur.is, www.blaskogabyggd.is , www.floahreppur.is, www.fludir.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is

 

Mál nr. 1 – 2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 9. febrúar 2022 til og með 3. mars 2022.

Mál nr. 3 – 16 innan auglýsingar eru auglýst frá 9. febrúar 2022 til og með 25. mars 2022.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU