Skipulagsauglýsing sem birtist 31.mars 2021

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur


Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana.

 1. Hróarsholt spilda F1 L197221 – Malarnáma – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. mars 2021 að kynna skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar á lóð Hróarsholts spildu F1, L197221. Í breytingunni felst skilgreining á námu á viðkomandi svæði. Efnistakan tæki til um 2,4 ha svæðis þar sem ætlunin væri að vinna allt að 49.000 m3 af efni.

Lýsing 

 1. Sogsvirkjanir H20 og H22 – Breytt landnotkun – Aðalskipulagsbreyting Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. mars 2021 að kynna skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Sogsvirkjanir. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, falla stöðvarnar þrjár og háspennulína að þeim og frá undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Innan aðalskipulagsbreytingar er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðarsvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi, þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum.

Lýsing 

 1. Þórisstaðir land L220557 – Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 3.mars  2021 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar landbúnaðarsvæðis. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði í stað landbúnaðarsvæðis innan lóðar Þórisstaða land L220557. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum.

Lýsing 

 1. Námur og efnislosunarsvæði við Þórisós – Aðalskipulagsbreyting

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna námu og efnislosunarsvæðis við Þórisós. Í breytingunni felst skilgreining á fjórum nýjum efnistökusvæðum og einu efnislosunarsvæði í nágrenni við Þórisós.

Greinargerð og uppdráttur 

 1. Skálabrekka-Eystri L224848 – Breytt lega frístundasvæðis – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. mars 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna breytinga á legu frístundasvæðis í landi Skálabrekku-Eystri, L224848. Í breytingunni felst að skilgreindir frístundasvæðis flákar innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Stærð svæðisins helst óbreytt.

Uppdráttur 

 1. Skálabrekka L170163 – Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. mars 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar í landi Skálabrekku, L170163. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði.

Uppdráttur 

 1. Úthlíð 2 L167181 – Frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. mars 2021 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar í landi Úthlíðar, L167181. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði í stað frístundasvæðis á afmörkuðu svæði innan Úthlíðar 2 L167181.

Lýsing 

 1. Borg í Grímsnesi – Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar að Borg í Grímsnesi. Breytingin tilheyrir þéttbýlinu á Borg norðan Biskupstungnabrautar (nr. 35) og felur í sér að fella niður

íbúðarsvæði (ÍB2) og breyta í útivistarsvæði (Ú7) og landbúnaðarland. Þá er blönduð byggð merkt A1/ÍB3 sameinað íbúðarbyggð merkt ÍB1 og afmarkað er nýtt svæði fyrir athafnasvæði merkt A1. Settir eru skýrari skilmálar fyrir aðra landnotkunarflokka og stærð svæða leiðrétt svo sem tjaldsvæði, iðnaðarsvæði, verslunar- og þjónustusvæði og svæði fyrir þjónustustofnanir

Greinargerð og uppdráttur 

 1. Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. mars 2021 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breytinga á skilmálum aðalskipulags. Í tillögunni felst að breyting er gerð á lið 2.3.2 sem tekur til frístundabyggðar innan aðalskipulags er varðar nýtingarhlutfall frístundalóða.

 Lýsing 


Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

 1. Skálabrekka-Eystri L224848 – Frístundasvæði F10 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. mars 2021 að kynna tillögu deiliskipulags að Skálabrekku-Eystri, L224848. Svæði sem um ræðir er um 38,6 ha að stærð og er gert ráð fyrir 28 frístundalóðum innan þess á stærðarbilinu 0,5-1 ha Umrætt svæði er á hverfisverndarsvæði HV1 og er einnig sérstök vatnsvernd á svæðinu (lög nr. 85/2005). Hluti svæðisins er nú þegar í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreindur sem frístundabyggð F(10). Aðkoma að svæðinu er um Þingvallaveg og aðkomuveg í gegnum land Skálabrekku. Samhliða er unnið að tillögu aðalskipulagsbreytingar.

Uppdráttur 

 1. Gunnbjarnarholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. mars 2021 að kynna skipulagslýsingu deiliskipulags sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis í landi Gunnbjarnarholts, VÞ8. Innan skipulagslýsingar kemur fram að gert er ráð fyrir uppbyggingu eldsneytisafgreiðslu, en einnig verði boðið upp á fjölbreyttari orkugjafa s.s. hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Þá verði gert ráð fyrir uppbyggingu þjónustubyggingar m.a. til veitingaafgreiðslu og upplýsinga/kynningamála.

Lýsing 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

 1. Geldingafell – Fjallaskáli – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. mars 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaskála að Geldingafelli. Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns. Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul. Stærð svæðisins er um 2 ha Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunnar um matsskyldu. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var sú að fyrirhuguð framkvæmd sé

ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Greinargerð

Uppdráttur

 1. Árbúðir – Fjallaskáli – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. mars 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaskála að Árbúðum. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gistingu og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 manns. Stærð svæðis er um 2 ha Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunnar um matsskyldu. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var sú að fyrirhuguð framkvæmd sé

ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Greinargerð

Uppdráttur 

 1. Kelduland L228225; Vélaskemma; Íbúðarhús; Vegtenging; Deiliskipulag Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. mars 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags að Keldulandi, L228225 í Flóahreppi. Innan deiliskipulag er gert ráð fyrir heimild fyrir byggingu vélaskemmu og íbúðarhúsi auk þess sem lögð er til varanlegri vegtenging frá þjóðvegi.

Greinargerð

Uppdráttur

 1. Vatnsholt 2 L166398 Hrútholt Deiliskipulag

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. mars 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags í landi Vatnsholts 2, L166398. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru lóðir og byggingarheimildir fyrir uppbyggingu allt að 15 íbúðarhúsalóða sem hver um sig er 10.000 fm að stærð. Nýtingarhlutafall lóðar er skilgreint allt að 0,05. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi Flóahrepps.

Uppdráttur

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.asahreppur.is/, https://www.blaskogabyggd.is/, https://www.Floahreppur.is ,  https://www.gogg.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Skipulagstillögur og lýsingar mál nr. 1 – 11 eru í kynningu frá 31. 3. 2021 til og með 23. 4. 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 23. 4. 2021. Deiliskipulagstillögur í liðum 12 – 15 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 31. 3. 2021 til og með 14. 5. 2021.

Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu berast eigi síðar en 14. 5. 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU