Skipulagsauglýsing sem birtist 27.nóvember 2019

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál.

 

Samkvæmt  1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt lýsing að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

  1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Árgil, L167054, Bláskógabyggð.

Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna Árgils, L167054, í Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að hluti verslunar- og þjónustusvæðis (VÞ18) sem er um 11 ha að stærð, verði minnkað um 2 ha og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland.

Lýsing

 

Samkvæmt  2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

  1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Ósbakki, L165463, Flóahreppi.

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem tekur til 2 ha lands Ósbakka, L165463, sem í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps er skilgreint sem frístundasvæði (F36) og er áætlað að breyta landnotkun í landbúnaðarland. Áætlað er að byggja upp nýtt íbúðarhús og hesthús/skemmu. Samhliða kynningu á aðalskipulagsbreytingu er kynnt tillaga vegna deiliskipulags á svæðinu.

Greinargerð 

Samkvæmt  1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi aðalskipulagsbreyting:

  1. Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022. Miðmundarholt 1-6, Ásahreppi.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti þann 18. september 2019, að auglýsa tillögu/uppdrátt og greinargerð, þ.m.t. umhverfisskýrslu, að breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 vegna breytingar á landnotkun í landi Miðmundarholts. Breytingin fellst í að svæði  sem tekur til 7 íbúðarlóða sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði, er breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Greinargerð

Uppdráttur 

Deiliskipulagsmál

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulagslýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

  1. Deiliskipulag Sultartangavirkjunar. Ásahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

(auk Rangárþings ytra)

Kynnt er skipulagslýsing dags. 25. september 2019, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir deiliskipulagi Sultartangavirkjunar, L191624, og svæði tengd henni. Deiliskipulagið mun ná til þriggja sveitarfélaga, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra.
Deiliskipulagið tekur til Sultartangastöðvar og mannvirkja hennar. Stöðin var tekin í notkun árið 1999 og nýtir vatn Tungnaár og Þjórsár sem sameinast í Sultartangalóni, sem er miðlunarlón stöðvarinnar.
Sultartangalón var myndað með 6,1 km langri stíflu skammt ofan ármóta Þjórsár og Tungnaár. Mesta hæð stíflunnar er 22 m. Úr Sultartangalóni er vatni veitt um 3,4 km löng aðrennslisgöng í gegnum Sandafell, að jöfnunarþró suðvestan í fellinu. Við enda þróarinnar er inntak og þaðan liggja tvær stálpípur að hverflum í stöðvarhúsinu. Frá Sultartangastöð liggur um 7 km langur frárennslisskurður sem veitir vatninu aftur í farveg Þjórsár, skammt fyrir ofan Ísakot. Yfirfall Sultartangalóns er austast í stíflunni og fer í farveg Tungnaár. Núverandi virkjunarleyfi er fyrir virkjun með uppsettu afli 125 MW. Landsvirkjun vinnur að umsókn um breytingu á virkjunarleyfi til Orkustofnunar þannig að virkjunarleyfið verði fyrir uppsett afl allt að 133 MW. Umsóknin byggir á úrskurði Skipulagsstofnunar frá apríl 2019 um að aflaukning Sultartangastöðvar um allt að 8 MW væri  er ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tengivirki Landsnets er vestan stöðvarhússins. Þangað liggja nokkrar háspennulínur frá Hrauneyjafoss- og Sigöldustöðvum. Frá tengivirkinu liggja háspennulínur í Búrfellsstöð og tengivirki við Brennimel.

 Lýsing 

  1. Nesjar – Nesjaskógur, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Kynnt er skipulagslýsing dags. 10. október 2019, sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar Nesjar-Nesjaskógur (F1), í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ástæða breytingarinnar er að fá allar fyrri breytingar skipulags inn á sama uppdrátt ásamt skilmálum auk eftirfarandi áhersluþátta: Deiliskipulagssvæðið er stækkað úr 45 ha í 48 ha. Lóðir teiknaðar inn á hnitasettan loftmyndagrunn eftir mælingum á staðnum og núverandi deiliskipulagi m.s.br.. Deiliskipulagsskilmálar verða uppfærðir, þannig að þeir uppfylli nútíma kröfur. Lóðir hnita- og málsettar. Flóttaleiðir verða skipulagðar og gerð grein fyrir vatnstöku slökkviliðs. Áætluð skipulagsbreyting er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Allar eldri deiliskipulagsbreytingar munu falla úr gildi við gildistöku væntanlegs deiliskipulags.

Lýsing

  1. Þóroddsstaðir L168295, Langirimi. Grímsnes- og Grafningshreppi.

Kynnt er skipulagslýsing, dags. 15. október 2019, sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar (F44) í landi Þóroddsstaða. Deiliskipulagsbreytingin tekur til um 50 ha svæðis og mun meginmarkið með breytingunni auk stækkunar vera að uppfæra fyrri breytingar til samræmis við nútíma kröfur. Þá verður horft til eftirfarandi þátta: Lóðir teiknaðar inn á hnitasettan loftmyndagrunn eftir mælingum á staðnum og núverandi deiliskipulagi m.s.br.. Deiliskipulagsskilmálar verða uppfærðir, þannig að þeir uppfylli nútíma kröfur. Lóðir hnita- og málsettar. Lóðir í nýju deiliskipulagi munu hafa eitt samræmt götu og númerakerfi. Að svæðið fái heitið Langirimi. Flóttaleiðir verða skipulagðar og gerð grein fyrir vatnstöku slökkviliðs. Áætluð skipulagsbreyting er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Allar eldri deiliskipulagsbreytingar munu falla úr gildi við gildistöku væntanlegs deiliskipulags.

Lýsing 

  1. Tjarnarhólar. Útivistar og göngusvæði, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Kynnt er skipulags- og matslýsing, dags. 1. október 2019, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu deiliskipulagi við Tjarnarhóla og Kerhól (Kerið) í landi Snæfoksstaða. Í fyrirhuguðu deiliskipulagi sem tekur til um 35 ha svæðis, er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut.

Lýsing 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulagstillögur fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

  1. Kringla 4, L227914, Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð.

Kynnt er tillaga deiliskipulags sem tekur til um 22.6 ha svæði á jörðinni Kringlu 4, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Gert er ráð fyrir 32 nýjum frístundahúsalóðum frá 5.000-8.753 m2 að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Sólheimaveg og inn Árveg. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. og hefur skilgreiningu sem  frístundasvæði (F52b).

 Uppdráttur 

  1. Breyting deiliskipulags svæði D. Snæfoksstaðir frístundabyggð. Grímsnes- og Grafningshreppi.

Kynnt er deiliskipulagsbreyting sem nær yfir svæði fyrir frístundabyggð, merkt F20c í greinargerð aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. Svæðið sem breytingin nær yfir er um 70 ha að stærð og er merkt sem svæði D í deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða.

Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að fjölga frístundalóðum  úr 47 lóðum í 53 lóðir. Þar af eru 49 frístundalóðir byggðar og 4 óbyggðar. Enn fremur er innan svæðisins gert ráð fyrir einni landbúnaðarlóð (Nautavakavegi nr. 2) sem tengist starfsemi skógræktarinnar á Snæfoksstöðum. Lóðirnar eru frá 6.980 m2 til 17.678 m2 að stærð.

Uppdráttur

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

  1. Miðmundarholt. Ásahreppi.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti þann 18. september 2019, að auglýsa tillögu/uppdrátt og greinargerð, þ.m.t. umhverfisskýrslu, að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarhúsasvæðis Miðmundarholts  í Ásahreppi. Á svæðinu eru 7 íbúðarhúsalóðir, þar sem landnotkun verður breytt í verslunar- og þjónustulóðir, og verður við breytinguna heimilt að gefa út rekstrarleyfi í fl.II á lóðunum. Samhliða er auglýst samsvarandi breyting á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps.

Greinargerð og uppdráttur

  1. Gullfoss 1-2, L167192. Reitur M3. Bláskógabyggð.
    Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 7. nóvember 2019 að auglýsa tillögu, uppdrátt og greinargerð, vegna breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir svæði M3 (neðra útsýnissvæði) við Gullfoss, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að ítarlegri grein er gerð fyrir bílastæðum svæðisins, þar með talið rafhleðslustöðvum. Settur verður út byggingarreitur fyrir sand og verkfærageymslu við aðkomuplan. Þá verða gerðar breytingar á göngustígum.Greinargerð
    Uppdráttur 
  2. Mosaskyggnir 18 – 22. Bláskógabyggð.
    Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 7. nóvember 2019 að auglýsa tillögu, uppdrátt og greinargerð, vegna breytingar á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úthlíðar í Bláskógabyggð. Upprunalegt deiliskipulag öðlaðist gildi 1993 og var gerð breyting á þessum hluta 2006 „svæði vestan Skarðsvegar“ Breytingin tekur til vegstæðis við lóðirnar Mosaskyggnir 18, 20 og 22. Í breytingunni felst að lóðarmörk Mosaskyggnis 20 breytast vegna breyttrar legu vegar fram hjá lóðinni. Samhliða breyttri legu Mosaskyggnis 20 breytast mörk aðliggjandi lóða Mosaskyggnis 18 og Mosaskyggnis 22 auk þess sem mörk á milli Mosaskyggnis 18 og 20 breytast.
    Uppdráttur 
  3. Vaðlækjarvegur 8, L169070 (Miðengi L168261). Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 6. nóvember 2019 að auglýsa tillögu, að breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í Miðengi, vegna lóðarinnar Vaðlækjarvegur 8, L169070. Breytingin felst í tilfærslu á spildu sem á er götuslóði upp að lóð 8 sem aðskilur lóðirnar 6 og 10 við Vaðlækjarveg. Spildan sem um ræðir er hluti af landareign Miðengis, L168261, en bætist við lóðina Vaðlækjarveg 8 sem stækkar úr núverandi skráningu 7.700 m2 í 8.352 m2. Með stækkuninni er tryggt aðgengi að lóðinni til framtíðar. Skilmálar í gildandi skipulagi verða óbreyttir.

Uppdráttur 

  1. Bjarkarlækur L224049. Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 6. nóvember 2019 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir spilduna Bjarkarlæk í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagssvæðið tekur til alls lands Bjarkalækjar sem er um 9,5 ha að stærð. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum undir íbúðarhús, bílskúr og gestahús auk skemmu og hesthúss með aðkomu af Biskupstungnabraut um Bjarkarveg. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, þar sem landið er skilgreint sem landbúnaðarland.

Uppdráttur 

  1. Deiliskipulagsbreyting . Ölvisholt L207869. Kúlutjöld og þjónustusvæði. Flóahreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þann 5. nóvember 2019, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi spildu úr landi Ölvisholts, L207869, fyrir kúlutjöld og þjónustubyggingar. Breytingin fellst í að fjölga kúlutjöldum úr 6 í 15, fjölgun byggingarreita fyrir þjónustuhús úr 2 í 5 og stofnun tveggja nýrra lóða innan spildunnar fyrir stærri þjónustubyggingar og bílastæði.

 Uppdráttur 

  1. Deiliskipulag Miklaholtshellis 2, L223302. Flóahreppi.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þann 5. nóvember 2019, tillögu að deiliskipulagi, uppdrátt og greinargerð vegna stækkunar á alifuglabúi að Miklaholtshelli 2, L223302. Með fyrirhuguðu deiliskipulagi er áætlað að heimiluð verði bygging tveggja 1.500 m² húsa sem gætu hýst allt að 18.000 fugla. Heildarfjöldi alifugla á svæðinu yrði þá samtals 49.000 fuglar. Með stækkuninni er verið að efla og styðja við núverandi framleiðslu á lífrænum eggjum að Miklaholtshelli 2 á vegum Nesbúeggja ehf.

Greinargerð 

Uppdráttur 

Ofangreindar skipulagslýsingar/skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast lýsingar og tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.blaskogabyggd.is; https://www.gogg.is; https://www.fludir.is; https://skeidgnup.is; https://www.floahreppur.is; http://asahreppur.is/

Skipulagslýsingar og tillögur nr. 1 – 2 og 4 – 9 eru í kynningu frá 27. nóvember til 18. desember 2019, en tillögur nr. 3 og 10 – 16 eru í auglýsingu frá 27. nóvember til  10. janúar 2020.  Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 1 – 2 og 4 – 9 þurfa að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 18. desember 2019, en fyrir tillögur nr. 3 og 10 – 16, eigi síðar en 10. janúar 2020.

Athugasemdir og ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa UTU og vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

runar@utu.is