Skipulagsauglýsing sem birtist 26. júní 2019

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Hrafnaklettar L166387. Súluholt.

Kynnt er skipulagslýsing  vegna breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem felur í sér að landspildan Hrafnaklettar, L166387, 2 ha að stærð verður breytt úr frístundasvæði (F44) í landbúnaðarland. Fyrir eru 2 sumarhús á spildunni.

Lýsing

————————————————————————————————————————————-

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

 1. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. HEILDARENDURSKOÐUN

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps  hefur samþykkt dags. 28.11.2018, að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029  skv. 31. gr. laga nr. 123/2010.

Gildandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 var staðfest af ráðherra 6. apríl 2006. Við gildistöku nýs aðalskipulags 2017-2029, mun gildandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 falla úr gildi. Með nýrri aðalskipulagstillögu liggja fyrir forsendur, umhverfisskýrsla og greinargerð, auk uppdrátta fyrir hálendi, afrétt og byggðar á láglendi.

Forsendur og umhverfisskýrsla

Greinargerð

Uppdráttur, byggðin

Uppdráttur, afréttur

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi, og á skrifstofu skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita, Dalbraut 12 á Laugarvatni, og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, www.utu.is og á heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. www.skeidgnup.is

Tillagan er í auglýsingu frá 26. júní til 7. ágúst 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 7. ágúst 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða á netfangið  runar@utu.is

————————————————————————————————————————————

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum: 

 1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Apavatn 2 L167621 Presthólar, malarnámur.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin fellst í að færð verður inn í aðalskipulagsuppdrátt Bláskógabyggðar 4.91 ha merking í landi Apavatns 2, fyrir malarnámu sem væri allt að 50.000 m3 að stærð. Náman fengi heitið E129.

Uppdráttur

 1. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, landbúnaðarsvæði í Efra-Langholti.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, þar sem breyta á nýtingu 10 ha spildu á skilgreindu landbúnaðarsvæði í Efra-Langholti, Hrunamannahreppi. Spildan liggur að skipulögðu frístundasvæði úr landi Efra-Langholts, Sunnuholti og Lindarseli, merkt F16.  Breytingin felur í sér að spildunni verði breytt í frístundasvæði og þar með mynda samfellu með frístundasvæðinu merkt F16.

Uppdráttur

 1. Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, Miðmundarholt 1-6.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.

Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun í Miðmundarholti, úr Í3 sem er íbúðarbyggð, í verslunar- og þjónustusvæði, þar sem gert er ráð fyrir gistingu í rekstrarflokki II.

Greinargerð

Uppdráttur

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt eftirfarandi skipulagstillaga: 

 1. Deiliskipulag, Einiholt 3 L192608. Skógarholt. Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bílskúrs, skemmu/hesthúss, skemmu, geymslu/gróðurhúsi og tveimur gestahúsum á afmörkuðum lóðum. Alls er gert ráð fyrir að byggingarmagn geti orðið allt að 790 m2.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

 1. Kerið 1 L172724. Gestastofa og bílastæði. Grímsnes- og Grafningshreppi.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Kerfélagsins ehf. til norð- og suðausturs og miðlínu Biskupstungnabrautar til norðvesturs. Deiliskipulagssvæðið er um 27 ha að stærð. Gert er ráð fyrir að afmarkaðar verði tvær lóðir austast á svæðinu undir gestastofu, bílastæði og þjónustubyggingar. Þá er gert ráð fyrir einni lóð norð-vestur af Kerinu undir þjónustubyggingu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri aðkomu austast á svæðinu og mun núverandi aðkomu að Kerinu verða lokað.

Greinargerð

Uppdráttur

 1. Deiliskipulag Sauðholt 2 lóð L220917 í Ásahreppi.

Deiliskipulagið tekur til 8978m2 sumarhúsalóðar í landi Sauðholts í Ásahreppi. Heimilt verður að byggja sumarhús allt að 80m2, gestahús allt að 25m2 og geymslu allt að 15m2. Hámarks nýtingarhlutfall lóðar verður 0,03.

Uppdráttur

 1. Deiliskipulag Hlemmiskeið 2F. L227089 (Hraunsnef). Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Deiliskipulagstillagan tekur til 11,3 ha landspildu í Hraunsnefi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (Hlemmiskeið 2F). Ætlunin er að byggja upp lögbýli með landbúnaðartengda starfsemi. Heimilt verði að byggja allt að 800 m² íbúðarhúsnæði (þrjú hús) og 4400 m² húsnæði tengt búrekstri. Þar er m.a. um að ræða 500m² gripahús, 1000m² reiðhöll og 1000m2 fjölnota skemmu/gripahús.

Uppdráttur

 1. Leynir 2. hluti. Giljalönd 1-3. Bláskógabyggð.

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér í stað nokkurra smærri byggingareita á lóð verði einn byggingareitur og innan hans megi reisa 5 stk. 30 m2 smáhýsi og 1 þjónustuhús allt að 72 m2 að stærð.

Uppdráttur

 1. Öndverðarnes I. Frístundabyggð. Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að leyft verði að byggja allt að 40 m2 gestahús/geymslu/gróðurhús á lóðum sem eru 4.000 m2 og stærri. í stað 25 m2 í gildandi skipulagi. Á lóðum sem eru minni en 4.000 m2 skuli notast við gildandi skilmála, þ.e. 25 m2.

Þá fellur út ákvæði um hámarksstærð húsa sem er 250 m2 í gildandi skilmálum þar sem það fer yfir nýtingarhlutfallið 0,03 vegna stærðar lóða innan skipulagssvæðisins.

Skilmálabreyting

 

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst niðurstaða sveitarstjórna fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 1. Deiliskipulag Svarfhólsvöllur lnr. 166322 Golfvöllur, Flóahreppi.

Auglýst er niðurstaða sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 4.6.2019, vegna deiliskipulags fyrir Svarfhólsvöll í Flóahreppi. Um er ræða 70 ha svæði 18 holu golfvallar Golfklúbbs Selfoss.

Athugasemdir bárust frá landeigendum Laugardæla.

Bókun sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn Flóahrepps beinir því til umsækjenda að gera lagfæringar á greinargerð og uppdrætti til þess að koma til móts við athugasemdir landeigenda í Laugardælum. Skipulagsfulltrúa falið að senda lagfærða tillögu til Skipulagsstofnunar.

Gerðar hafa verið lagfæringar á gögnum og komið til móts við athugasemdir landeigenda Laugardæla og hefur skipulagsfulltrúi sent Skipulagsstofnun deiliskipulagið til afgreiðslu.

Uppdráttur

 1. Torfastaðaheiði frístundabyggð. Bláskógabyggð.

Auglýst er niðurstaða sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við tillögu að deiliskipulagsbreytingu  2. áfanga frístundabyggðar (F63) í Torfastaðaheiði, Bláskógabyggð.

Breyting á gildandi deiliskipulagi felst í að, inn í skilmála var bætt við ákvæði/texta sem heimilar útleigu frístundahúsa á svæðinu í atvinnuskyni, fyrir allt að 10 manns á hverri lóð.

Skipulagsstofnun telur að með slíkri breytingu á deiliskipulagi og heimild fyrir allt svæðið til útleigu húsa í atvinnuskyni, eigi betur við að landnotkun sé skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bókaði á fundi sínum 20.6.2019:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingartillöguna í B-deild Stjórnartíðinda. Sveitarstjórn telur að þess sé getið í greinargerð Aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, að „komi fram ósk um atvinnurekstur,t.d. gistingu, þarf að skoða aðstæður á hverjum stað. Áður en starfsemi er heimiluð þarf að liggja fyrir samþykki eigenda sumarhúsa á svæðinu.“
Fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa á svæðinu fyrir áformum um heimild til að leyfa gistingu í atvinnuskyni í frístundabyggðinni.

Greinargerð

 1. Deiliskipulag frístundabyggðar Sandskeiðs úr landi Miðfells Bláskógabyggð.

Auglýst er niðurstaða sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar Íslands við tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í Sandskeiði í landi Miðfells í Bláskógabyggð.

Breytingar í kjölfar athugasemda umsagnaraðila og eftir auglýsingu gera ráð fyrir að skerpt er á skilmálum og greinargerð er varðar gr. 3.10. Frárennsli, gr. 4.6. Gróður, gr. 5.2 Stærð húsa, gr. 5.6 Hæð sökkla og gr. 5.11 Fornleifar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bókaði á fundi sínum 9.5.2019:

Varðandi umsagnir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þá telur skipulagsnefnd að þar sem um er að ræða eitt elsta sumarhúsahverfi á Íslandi, þá sé óraunhæft að gera kröfur um sameiginlegt frárennsli á svæðinu, en gerir þess í stað kröfu um að hreinsibúnaður verði bættur með ítarlegri hreinsun, þ.e. meira en tveggja þrepa hreinsun. Þá skuli stefnt að því að afla neysluvatns úr vatnsbóli sem geti annað vatnsþörf svæðisins í heild. Vegna umsagnar Umhverfisstofnunar hefur verið skerpt á ákvæðum er varða gróður og plöntun trjáa á deiliskipulagssvæðinu. Ekki verður orðið við ábendingum vegna fjarlægðar byggingarreita

frá vegi. Tekið hefur verið tillit til umsagna og ábendinga Minjastofnunar Íslands. Þá hafa verið gerðar breytingar á skilmálum og uppdrætti í kjölfar ábendinga Skipulagsstofnunar. Tekið skal fram að lagfærð og uppfærð gögn hafa verið send umsagnaraðilum og ekki komið viðbrögð við þeim. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu um niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi gr. 5.7.1 skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagalag nr. 123/2010 og birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 1 og 6 eru í kynningu frá 26. júní  til 10. júlí 2019 en tillögur nr. 2-5 og 7-11 eru í auglýsingu frá 26. júní  til 7. ágúst 2019.  Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 1 og 6 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 10. júlí 2019 en 7. ágúst 2019 fyrir tillögur nr. 2-5 og 7-11.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Ath.

Tillaga nr. 2  verður til sýnis á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi á skrifstofu skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita, Dalbraut 12 á Laugarvatni og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, www.utu.is og á heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. www.skeidgnup.is

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

runar@utu.is