Skipulagsauglýsing sem birtist 22. maí 2019

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

 

 1. Breyting á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, Vatnsleysa land B L188581.

Kynnt er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 þar sem lóðin Vatnsleysa land B L188581, sem nú er skilgreind sem frístundalóð, verður breytt í landbúnaðarland og fyrirhugað er að stofna lögbýli.  Lóðin er innan frístundasvæðis F67.  Lóðin er rétt rúmir 2 ha að stærð en áætlað er að hún verði sameinuð aðliggjandi 4ra ha landbúnaðarspildu.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

 

 1. Aðalskipulagsbreyting, Lindarbraut 8 L167841 (Ösp), breytt landnotkun á lóð.

Breyting á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, fellst í að landnotkun lóðarinnar við Lindarbraut 8 á Laugarvatni verði breytt úr íbúðabyggð í samfélagsþjónustu. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður gerð samsvarandi breyting á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis á Laugarvatni vegna Lindarbrautar 8.

Uppdráttur

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum: 

 1. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, Grafarbakki II spilda 1.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, þar sem fyrirhuguð er breyting á nýtingu lóðarinnar Grafarbakki II spildu 1 í Hrunamannahreppi.  Breytingin felur í sér að norðurhluti lóðarinnar, um 2,6 ha, verði skilgreindur sem afþreyingar- og ferðamannasvæði en lóðin er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Greinargerð

 

 1. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, ný íbúðarsvæði á Flúðum. Sandskarð, Hrafnkelsstaðir og Garðastígur.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, þar sem fyrirhugað er að um 4 ha landbúnaðarlandi innan þéttbýlisins á Flúðum yrði breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð. Um er að ræða þrjú svæði, 1,3 ha svæði Sandskarðs, sem liggur að íbúðarbyggðinni ÍB3 við Vesturbrún, um 2,5 ha svæði úr landi Hrafnkelsstaða 2 og um 1 ha svæði við Garðastíg.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Deiliskipulagsmál

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulags- og matslýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

 

 1. Lýsing deiliskipulags. Einiholt 3, Skógarholt í Bláskógabyggð. Lögbýli og skógræktarbýli.

Kynnt er lýsing vegna nýs deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bílskúrs, skemmu/hesthúss, skemmu, geymslu/gróðurhúsi og tveimur gestahúsum á afmörkuðum lóðum. Alls er gert ráð fyrir að byggingarmagn geti orðið allt að 790 m2.

Lýsing

 1. Lýsing deiliskipulags. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum frá Haki að Leirum.

Svæðið sem deiliskipulagið nær til er vestan megin í þjóðgarðinum og nær svæðið yfir meginaðkomusvæði ferðamanna, þinghelgina og þjónustusvæði frá Haki að Leirum. Skipulagssvæðið er 4,2 km2. Vegna síaukinnar ásóknar ferðamanna er þörf á að bæta aðstöðu ferðamanna á Þingvöllum. Í deiliskipulagi verður nýrri þjónustumiðstöð fundinn staður og útfært hvernig flæði ferðmanna um þjóðgarðinn er best háttað til framtíðar.

Stefna Þingvallanefndar um vernd, uppbyggingu og rekstur Þjóðgarðsins á Þingvöllum 2018-2038 er höfð að leiðarljósi í vinnu við deiliskipulag en skv. henni er mikilvægt að vernda náttúru, sögusvið og minjar í þjóðgarðinum til framtíðar en búa jafnframt í haginn fyrir mikinn fjölda gesta.

Lýsing

 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulagstillögur fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 

 1. Deiliskipulag, Þingvellir, Bratti í Botnsúlum í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Bratta í Súlnadal í Botnssúlum.  Á staðnum var lítill skáli sem hefur verið fjarlægður. Til stendur að reisa nýjan skála allt að 80m2 að stærð fyrir allt að 30 manns í gistingu.  Ekki er vegur að staðnum og ekki heimilt að aka að skálanum. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð 

Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag, Svartárbotnar (Gíslaskáli), afréttur norðan vatna í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Svartárbotna (Gíslaskála) á Kili í Bláskógabyggð.  Á staðnum er rekin þjónusta við ferðamenn þar er einnig gangnamannahús og aðstaða til að taka á móti hestahópum.  .  Í Gíslaskála er gistipláss fyrir 45-50 manns. Til stendur að stækka skálann fyrir allt að 70 manns í gistingu.  Einnig stendur til að bæta aðstöðu fyrir hesta.  Aðkoma er af Kjalvegi.  Á svæðinu er núverandi 270 m2 svefnskáli, 96 m2 hesthús og 20 m2 starfsmannahús. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag, Geldingafell, framafréttur í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til skálasvæðis í Geldingafelli á Kili vestan við Bláfell.  Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul.  Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns.  Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul.  Stærð svæðisins er um 2 ha. Geldingafell er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag, Árbúðir, afréttur norðan vatna í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Árbúða sem eru við Svartá, skammt norðan við Hvítá á Kili, og er aðkoma af Kjalvegi. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gisti- og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús.  Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 manns. Stærð svæðis er um 2 ha. Árbúðir eru í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag, Skálpanes, framafréttur í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Skálpaness sem er við Langjökul, nokkuð vestan Geldingafells. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg.  Á svæðinu eru alls 2 byggingar, fyrir ferðaþjónustu og starfsfólk. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha.  Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag, Fremstaver, framafréttur í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags  sem tekur til Fremstavers sem er sunnan við Bláfell, vestan Hvítár. Aðkoma er af Kjalvegi. Nokkur gróður er umhverfis húsið og einnig hafa verið útbúin áningarhólf fyrir hesta. Á svæðinu eru alls 3 byggingar, ýmist fyrir ferðaþjónustu, salernishús og hesthús. Gistipláss er fyrir 30 manns. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns og bæta aðstöðu reiðhópa. Stærð svæðis er um 2 ha. Fremstaver er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag fyrir Kjarnholt Ferðaþjónustu, frístundabyggð og íbúðarhús.

Kynnt er tillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð auk gisti- og ferðaþjónustu. Um er að ræða 20 ha svæði á jörðinni Kjarnholt í Bláskógabyggð. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum undir þjónustu og gistihús, einni lóð undir íbúðarhús, 11 lóðum undir frístundabyggð og 14 lóðum undir smáhýsi.

Uppdráttur

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

 

 1. Deiliskipulag nýs lögbýlis. Hrafnshagi úr landi Arabæjar í Flóahreppi.

Auglýst er  tillaga að deiliskipulagi fyrir nýbýlið Hrafnshaga úr landi Arabæjar í Flóahreppi. Landspildan er 45,3 ha að stærð. Gert er ráð fyrir að á 16.898 m2 byggingarreit innan spildunnar verði heimilt að byggja íbúðarhús, hesthús og reiðhöll.

Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Holtslóð í landi Neðra-Dals í Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð á Holtslóð í landi Neðra-Dals. Gert er ráð fyrir að fjölga lóðum úr 33 í 40 auk þess sem heiti og afmörkun nokkurra núverandi lóða breytist.  Einnig er ráðgert að stærð aukahúsa stækki úr 25 m2 í 40 m2 svo fremi að nýtingarhlutfall lóða 0,03 sé virt.

 

Uppdráttur

 

 1. Stekkjarlundur frístundabyggð í Bláskógabyggð. .

Breytingin fellst í að afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir lóðir við Asparstekk 2, 4, 6, 1, 3 og 5a, Birkistekk 1, 3 og 5, Arnarstekk 2, 4, 6, 8 og 10, Lóustekk 1, 3, 5, 7 og 9.
Þá er gerð breyting á skilmálum og greinargerð er varðar gr. 3.10. Frárennsli, gr. 4.6. Gróður, gr. 5.2 Stærð húsa, gr. 5.6 Hæð sökkla og gr. 5.11 Fornleifar.

Uppdráttur

 

 1. Brúarhvammur lóð 1 í Bláskógabyggð.

Breytingartillagan nær til lóðanna Brúarhvammur 1, lnr. 167225 og lóð 2, lnr. 174434. Breytingin á lóð 1 snýst um að stækka byggingarreit og auka byggingarmagn, þ.e. aukið byggingarmang úr 40-80 m2 hús í allt að 140 m2 sumarhús. Einnig er aukin hámarkshæð húss úr 5,5 m í 6,0 m. Ekki er gerð breyting á lóð 2 að öðru leyti en aðkoma er breytt. Umferðaréttur að lóð 1 er um  lóð 2.

Uppdráttur

 

 1. Áshildarvegur oddatölunúmer 1-45 í landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. .

Breytingin felur í sér að hluta byggðarinnar er breytt úr frístundabyggð í íbúðarhúsalóðir. Breytingin nær til vestasta hluta svæðisins og tekur til oddatölunúmera lóða 1-45. Lóðirnar sem um ræðir voru 20, en fækkar í 18 vegna innbyrðis breytinga og sameiningu fáeinna lóða. Deiliskipulagsbreytingin er i samræmi við nýsamþykkta breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 og einnig í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða og Gnúpverjahrepps 2017-2029 sem er í skipulagsferli.

Uppdráttur

 

 1. Austurey 1 og 3 í Bláskógabyggð. Eyrargata 9og skilmálabreyting frístundasvæða.

Deiliskipulagstillagan felur í sér skilmálabreytingu heildar svæðisins varðandi heildarnýtingarhlutfall lóðar sem breytist í 0,03. Heimilt er að reisa eitt frístundahús og eitt smáhýsi/aukahús. Jafnframt að lóðin Eyrargata 9 er stækkuð úr 5444 m2 í 7179 m2. Samhliða er gert ráð fyrir 5 m belti fyrir göngustíg milli lóðanna Eyrargötu 7 og 9 í framhaldi af aðkomuvegi.

Uppdráttur

Uppdráttur

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 1-2 og 5-13 eru í kynningu frá 22. maí  til 12. júní 2019 en tillögur nr. 3-4 og 14-19 eru í auglýsingu frá 22. maí  til 5. júlí 2019. Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr.  1-2 og 5-13 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 12. júní 2019 en 5. júlí. 2019 fyrir tillögur nr. 3-4 og 14-19.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

Skipulagsfulltrúi

runar@utu.is