Skipulagsauglýsing sem birtist 18.desember 2019

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál.

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Eyvindartunga í Bláskógabyggð.

Kynnt er skipulags- og matslýsing sem nær til svæðis ofan og neðan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt en samtímis frístundasvæðið F23 verður stækkað um 16 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði neðan Laugarvatnsvegar, um 15 ha að stærð.

Lýsing

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Árgil í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar2015-2027 vegna Árgils í Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að hluti verslunar- og þjónustusvæðis VÞ18 sem er um 11 ha að stærð, verður minnkað um 2 ha og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland.

Greinargerð 

 

Deiliskipulagsmál

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

 1. Deiliskipulag Efri-Reykir í Bláskógabyggð. Varmaorkuver
  Kynnt er deiliskipulagslýsing vegna nýs varmaorkuvers til rafmagnsframleiðslu í tengslum við núverandi borholu á jörðinni þar sem áætluð framleiðsla er um 1200 kW. Fyrirhuguð framkvæmd varðar uppsetningu varmaorkuvers til raforkuframleiðslu við borholu ER23 og er ætlunin að nýta hluta varma sem í dag er vannýttur.

Lýsing 

 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulagstillögur fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Fosslækur. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar á um 14 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból og vatnsleiðsla frá því að húsunum. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Greinargerð 

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Miklöldubotnar.  Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 5 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki og gerði fyrir fé/hross. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Gisting verður fyrir allt að 30 gesti. Einnig er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

 Greinargerð 

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Frægðarver. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 2 ha lóð umhverfis núverandi mannvirki. Á staðnum er torfkofi og er gert ráð fyrir viðhaldi og endurbótum á honum í samráði við Minjastofnun Íslands. Einungis verður um áningarstað að ræða en ekki gistingu. Ekki er gert ráð fyrir akstri að staðnum. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð 

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Rofshólar. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 1 ha lóð umhverfis núverandi mannvirki.

Á staðnum er torfkofi og er gert ráð fyrir viðhaldi og endurbótum á honum í samráði við Minjastofnun Íslands. Einungis verður um áningarstað að ræða en ekki gistingu. Ekki er gert ráð fyrir akstri að staðnum. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Heiðará. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 10 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki. Staðurinn er hugsaður sem áningarstaður á göngu- og reiðleið með Stóru-Laxá. Ekki er gisting á staðnum. Heimilar eru endurbætur/viðhald á núverandi mannvirki. Þá er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli.  Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Greinargerð 

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Helgaskáli. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 20 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði, vatnsból og fráveita. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Efri-Kisubotnar. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um rúmlega 4 ha lóð. Innan hennar er núverandi hús. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gert er ráð fyrir salerni í húsinu. Gerð verður grein fyrir fráveitu og vatnsbóli. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði

Greinargerð

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Grákollur. Fjallaskáli/fjallasel á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 8 ha lóð. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu, vatnsbóli og aðkomu. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Greinargerð 

 

 1. Kynning á deiliskipulagstillögu. Svínárnes. Fjallaskáli/skálasvæði á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið mun taka til afmörkunar á um 9 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki. Heimilt er að stækka/fjölga húsum fyrir gistingu, veitingasölu og vera með tjaldsvæði. Hámarks byggingamagn á svæðinu verður allt að 950 m2. Heimilt er að vera með gistingu fyrir 85 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu, vatnsbóli og aðkomu. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem skálasvæði á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

 

 1. Kynning á deiliskipulagsbreytingu í Kerlingafjöllum. Afmörkun lóðar við hesthús hjá hálendismiðstöð í Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagsbreytingin mun taka til afmörkunar á um 1 ha lóð fyrir núverandi hesthús en heimilt verður að stækka hesthúsið í allt að 150 m2.

Á staðnum er rekin ferðaþjónusta og eru mannvirki í eigu rekstraraðila fyrir utan hesthús sem er í eigu Hrunamannahrepps. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem hálendismiðstöð á afþreyingar og ferðamannasvæði.

 Uppdráttur

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

 1. Steinás í Ásahreppi.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti 20. nóvember 2019, tillögu að deiliskipulagi Steináss í Ásahreppi. Um er ræða 4,2 ha spildu með tveimur byggingareitum. Á reit R1 verður heimilt að byggja íbúðarhús, skemmu, gróðurhús og gestahús, samtals allt að 700 m2. Á reit R2 verður heimilt að byggja 4 gestahús allt að 45 m2 að stærð hvert um sig. Aðkoma að svæðinu er um Ásveg (nr. 275).

 Uppdráttur

 

 1. Iða 2 lóðir 1, 2, 3, 4, 6,7. Gunnubrekka 1-12. Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti 14. nóvember 2019 breytingar á gildandi deiliskipulagi í landi Iðu 2 lóðir. Deiliskipulagsbreytingarnar felast í að deiliskipulag er teiknað inn á hnitsettan loftmyndagrunn eftir mælingu Verkfræðistofunnar Eflu. Auk þess er gert ráð fyrir að gatan inn á svæðið verði kölluð Gunnubrekka og lóðanúmer breytast í samræmi við það. Breytingar á stærð og legu lóða ná yfir Gunnubrekku nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Breytingar verða á röðun lóða þannig að núverandi lóðir nr. 8, 9, 10, 11, 12 og 13 verða Gunnubrekka 1, 3, 5, 7, 8 og 9.

 Uppdráttur

 

 1. Deiliskipulag fyrir Nýjadal á Sprengisandsleið, L165352, Ásahreppi.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti 5.desember 2019 að auglýsa deiliskipulagstillögu, greinargerð/umhverfisskýrslu og uppdrátt fyrir Nýjadal á Sprengisandsleið, nánar tiltekið á Holtamannaafrétti. Skálasvæðið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs við mynni Nýjadals sunnan Fjórðungskvíslar. Þá er skálasvæðið innan þjóðlendu. Svæðið sem deiliskipulagstillagan nær yfir er um 6 ha að stærð og í um 800m hæð. Samkvæmt aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Helstu stefnumið deiliskipulagsins eru að staðfesta lóðarmörk og ákvarða byggingarreiti og leyfilegt byggingarmagn fyrir starfsmannahús, gistiskála og aðra þjónustu fyrir ferðamenn.

Uppdráttur

Greinargerð 

 


Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010

Reykjavegur. Syðri-Reykir 2. Ný aðkoma að lóðum. Aðalskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 1. október 2019 óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin kemur til vegna nýrrar vegtengingar/aðkomu að lóðum/landi Syðri Reykja 2. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir dags. 3. desember 2019.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu Eflu dags. 20. ágúst 2019 að breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn telur að tillagan hafi lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulagsfulltrúa er falið senda Skipulagsstofnun tillöguna til meðferðar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Laugardælur. Stækkun íbúðasvæðis ÍB1. Aðalskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti 3. desember 2019 óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2019. Breytingin fellst í að stækka reit ÍB1 um 0,5 ha sem verður eftir breytingu 8,5 ha að stærð og að heimilt verði að byggja tvö íbúðarhús til viðbótar við þau 8 sem eru tilgreind í gildandi aðalskipulagi.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir framlagða tillögu dags. 18. október að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017 – 2029 skv. 2 mgr.36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er talin hafa lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu.

———————————————————————————————————————————–

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Ofangreindar skipulagslýsingar/skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast lýsingar og tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.blaskogabyggd.is; https://www.gogg.is; https://www.fludir.is;

https://skeidgnup.is; https://www.floahreppur.is; http://asahreppur.is/

 

Skipulagslýsingar og tillögur nr. 1 – 13 eru í kynningu frá 18. desember 2019 til  8. janúar 2020, en tillögur nr. 14, 15 og 16 eru í auglýsingu frá 18. desember 2019 til 31. janúar 2020.

Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 1 – 13 þurfa að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en

 1. janúar 2020, en fyrir tillögur nr. 14, 15 og 16, eigi síðar en 31. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar og skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

runar@utu.is