Skipulagsauglýsing sem birtist 27. mars 2019

 

Aðalskipulagsmál

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar skipulagslýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

1.     Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, Miðmundarholt 1-6.

Kynnt er skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.  Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun í Miðmundarholti, úr Í3 sem er íbúðarbyggð, í verslunar- og þjónustusvæði, þar sem gert er ráð fyrir gistingu í rekstrarflokki II.

Greinargerð

2.       Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, Bitra, þjónustumiðstöð.

Kynnt er skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að byggingarmagn á lóðinni fyrir verslunar- og þjónustureit Bitru (VÞ8) verði aukið úr 5.000 m2 í 8.500 m2 og gististarfsemi verði heimiluð á lóðinni.

Greinargerð

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar tillögur fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

3.       Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, Launrétt, Laugarási

Tillagan felur í sér að lóðinni er breytt úr samfélagsreit, í verslunar- og þjónustureit, þannig að heimilt verði að gefa út rekstraleyfi í fl. II á lóðinni til sölu gistingar í atvinnuskyni.

Greinargerð

Uppdráttur

4.       Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027,  Leynir Rimatjörn

Tillagan felur í sér að hluti frístundasvæðis, merkt F42 í aðalskipulagi, minnkar um 9 ha og þessum hluta svæðisins breytt í landbúnaðarsvæði.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

5.       Deiliskipulag, Þingvellir, Bratti í Botnsúlum, Bláskógabyggð

Kynnt er lýsing vegna nýs deiliskipulags sem tekur til Bratta í Súlnadal í Botnssúlum.  Á staðnum var lítill skáli sem hefur verið fjarlægður. Til stendur að reisa nýjan skála allt að 80m2 að stærð fyrir allt að 30 manns í gistingu.  Ekki er vegur að staðnum og ekki heimilt að aka að skálanum. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Lýsing,

6.       Deiliskipulag, Svartárbotnar (Gíslaskáli), Afréttur norðan vatna, Bláskógabyggð

Kynnt er lýsing vegna nýs deiliskipulags sem tekur til Svartárbotna (Gíslaskála) á Kili í Bláskógabyggð.  Á staðnum er gangnamannahús og aðstaða til að taka á móti hestahópum.  Þar er einnig rekin þjónusta við ferðamenn.  Í Gíslaskála er gistipláss fyrir 45-50 manns. Til stendur að stækka skálann fyrir allt að 70 manns í gistingu.  Einnig stendur til að bæta aðstöðu fyrir hesta.  Aðkoma er af Kjalvegi.  Á svæðinu er núverandi 270 m2 svefnskáli, 96 m2 hesthús og 20 m2 starfsmannahús. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Lýsing

7.       Deiliskipulag, Geldingafell, Framafréttur, Bláskógabyggð

Kynnt er lýsing vegna nýs deiliskipulags sem tekur til skálasvæðis í Geldingafelli á Kili vestan við Bláfell.  Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul.  Aðkoma er af Kjalvegi á um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 gesti.  Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul.  Stærð svæðisins er um 2 ha. Geldingafell er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði.

Lýsing

8.       Deiliskipulag, Árbúðir, Afréttur norðan vatna, Bláskógabyggð

Kynnt er lýsing vegna nýs deiliskipulags sem tekur til Árbúða sem eru við Svartá, skammt norðan við Hvítá á Kili og er aðkoma af Kjalvegi. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gisti- og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús.  Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 gesti. Stærð svæðis er um 2 ha. Árbúðir eru í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð.

Lýsing

9.       Deiliskipulag, Skálpanes, Framafréttur, Bláskógabyggð

Kynnt er lýsing vegna nýs deiliskipulags sem tekur til Skálpaness sem er við Langjökul, nokkuð vestan Geldingafells. Aðkoma er af Kjalvegi á um Skálpanesveg.  Á svæðinu eru alls 2 byggingar, ýmist fyrir ferðaþjónustu og starfsfólk. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha.  Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Lýsing

10.   Deiliskipulag,  Fremstaver, Framafréttur, Bláskógabyggð

Kynnt er lýsing vegna nýs deiliskipulags  sem tekur til Fremstavers sem er sunnan við Bláfell, vestan Hvítár. Aðkoma er af Kjalvegi. Nokkur gróður er umhverfis húsið og einnig hafa verið útbúin áningarhólf fyrir hesta. Á svæðinu eru alls 3 byggingar, ýmist fyrir ferðaþjónustu, salernishús og hesthús. Gistipláss er fyrir 30 manns. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 gesti og bæta aðstöðu reiðhópa. Stærð svæðis er um 2 ha. Fremstaver er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.

Lýsing

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

11.   Deiliskipulagsbreyting, Kálfholt 2 K2, L165296 í Ásahreppi.

Breytingin fellst í að í stað 5 smáhýsa á reit F1, verður heimilt að byggja allt að 120m2 hús ætlað ferðaþjónustu. Svæðið er í samræmi við aðalskipulag Ásahrepps 2010-2022 , skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.

Tillaga

12.   Deiliskipulag, Húsar 1 land, L165337 í Ásahreppi.

Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, hesthúss, skemmu og gestahúsa. Landeigandi hyggst byggja jörðina upp og hafa þar fasta búsetu. Aðkoma að jörðinni er af Kálfholtsvegi nr. 288 og um núverandi aðkomuveg. Í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 eru Húsar 1, skilgreindir sem landbúnaðarland en einnig sem frístundasvæði F4 og er gert ráð fyrir þeim þremur frístundahúsum sem eru á Húsa-jörðunum.

Greinargerð

Tillaga

13.   Deiliskipulagsbreyting, Dalbraut 6 og 8 á Laugarvatni, Bláskógabyggð.

Tillagan gerir ráð fyrir að sameina lóðir nr. 6 og 8 við Dalbraut og að byggingarreitur á Dalbraut 8 stækki til suðurs, austurs og vesturs. Einnig er óskað eftir að skilmálabreyting verði vegna þakforms þ.e. 10-30 gráður eða einhallandi þak. Ofangreindar breytingar eru skilgreindar í gildandi deiliskipulagi frá 2012 fyrir lóðirnar Dalbraut 6-12. Markmið breytingarinnar er að gera mögulega stækkun á núverandi verslunarhúsnæði ásamt öðrum smærri verslunar- og eða þjónusturekstri til viðbótar.

Tillaga

14.   Deiliskipulagsbreyting, Freyjustígur 13, Ásgarði,  í Grímsnes- og Grafningshreppi.   Breyting á gildandi deiliskipulagi gerir ráð fyrir breytingu á lið 3. í greinargerð/skilmálum undir grein um „Húsagerðir og byggingarlag“, að í stað kröfu um að byggingarefni húsa sé timburhús, verði byggingarefni húsa gefin frjáls.

Tillaga

15.   Deiliskipulag, Hellnaholt, Fossnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, hesthúss, átta frístundalóða og einnar landbúnaðarlóðar.  Aðkoma að jörðinni er af Gnúpverjavegi nr. 325 og um núverandi aðkomuveg að frístundahúsum norðan hans.

Greinargerð

Tillaga

16.   Endurskoðun deiliskipulags, Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýliskjarna í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Markmiðið með breytingunni er að laga skipulagsgrunninn til samræmis við raunveruleg lóðamörk skv. nýrri mælingu lóða og gatna innan þéttbýlisins í Árnesi ásamt fleiri breytingum s.s. skilmálabreytingum, breytingum á heitum ofl.

Tillaga

17.   Deiliskipulag, Götumelur úr landi Birkikinnar  í  Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Deiliskipulagið tekur til lóðarinnar Götumels úr landi Birkikinnar sem er 8.829 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir  að byggt verði allt að 160 m2 frístundahús, auk gestahúss og geymslu. Nýtingarhlutfall lóðar fari þó ekki yfir 0,03. Aðkoma að lóðinni er um Hælisveg (326)

Tillaga

18.   Deiliskipulag, Vorsabær 1  í  Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Deiliskipulagstillagan tekur til  afmörkunar tveggja lóða, annarsvegar fyrir hesthús ásamt reiðskemmu og hinsvegar fyrir frístundahús.  Aðkoma að lóðunum er af Vorsbæjarvegi (312). Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016.

Tillaga

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 1 – 10 eru í kynningu frá 27. mars 2019 til 17. apríl 2019, en tillögur nr. 11 – 18 frá 27. mars til 8. maí 2019.  Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 – 10 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 17. apríl  2019, en 8. maí 2019 fyrir tillögur nr. 11 – 18.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

Skipulagsfulltrúi

runar@utu.is