Skipulagsauglýsing sem birtist 1. ágúst 2018

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.     Breyting á aðalskipulagi fyrir frístundasvæðið Fossnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir frístundasvæðið í Fossnesi en verið er að minnka frístundasvæði og skilgreina landið sem landbúnaðarsvæði.  Um er að ræða allt að 10 ha svæði beggja vegna Gnúpverjarvegar nr. 325.

Greinargerð, aðalskipulag

Uppdráttur, aðalskipulag

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsing að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

2.     Deiliskipulag fyrir Vatnsholt 2 L166398, Hrútsholt, í Flóahreppi.

Kynnt er lýsing á deiliskipulagi fyrir Vatnsholt 2, Hrútsholt, þar sem gert er ráð fyrir 10-15 íbúðarhúsalóðum af stærðinni 5.820m2 og 6.154m2 þar sem heimilt verður að byggja allt að 350 m2 íbúðarhús og allt að 100m2 útihús.  Einnig eru skilgreindir tveir byggingarreitir fyrir annarsvegar íbúðarhús og geymslu/bílskúr, byggingarreitur 1, og hins vegar hesthús og geymslu/skemmu, byggingarreitur 2.

Lýsing

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

3.     Deiliskipulag fyrir Sandskeið úr landi Miðfells við Þingvallavatn, Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir Sandskeið úr landi Miðfells þar sem gert verður ráð fyrir 100 frístundalóðum.  Lóðirnar eru um 2.700 – 11.500m2 að stærð.  Markmið deiliskipulagsins er m.a. að koma til móts við eftirspurn í stærri hús en áður var heimilað og sömuleiðis til móts við aukna þörf fyrir endurnýjun og uppbyggingu eldri lóða.

Greinargerð, skipulagstillaga

Uppdráttur, skipulagstillaga

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

4.     Deiliskipulag fyrir frístundahúsalóð í landi Heiðarbæjar (L170196) í Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir 5.847m2 frístundahúsalóð í landi Heiðarbæjar, L170196, þar sem heimilt verður að byggja nýtt frístundahús í stað eldra húss og allt að 40m2 geymslu/gestahús/gróðurhús.

Skipulagstillaga

5.     Deiliskipulag fyrir Steinhóla (Skálmholt land F L199346) í Flóahreppi.  Bygging íbúðarhúss, gestahúss og útihúss.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til hluta lands sem í dag heitir Skálmholt land F.  Fyrirhugað er að landið fái heitið Steinhólar og tekur til þriggja byggingarreita þar sem heimilt verður að byggja 2 íbúðarhús, útihús, geymslu og vélageymslur. Aðkoma er af Skeiða- og Hrunamannavegi er rétt norðaustan vegtengingar við Suðurlandsveg.

Greinargerð, skipulagstillaga

Uppdráttur, skipulagstillaga

6.     Deiliskipulag fyrir tvær íbúðarhúsalóðir úr landi Langholts 2 í Flóahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir tvær íbúðarhúsalóðir á um 4 ha lands úr landi Langholts 2. austan við núverandi bæjartorfu, þar sem heimilt verður að byggja á hvorri lóð, íbúðarhús, bílskúr og hesthús/skemmu.

Greinargerð, skipulagstillaga

Uppdráttur, skipulagstillaga

7.     Deiliskipulag fyrir Sólbrekku, frístundabyggð úr landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir Sólbrekku, frístundahúsasvæði úr landi Syðri-Brúar, sem í aðalskipulagi er merkt sem F14a.  Þar kemur m.a. fram að um er að ræða deiliskipulag svæðis sem er um 36 ha að stærð og byggðist upp að mestu á 8. og 9. áratung síðustu aldar.  Helstu markmið deiliskipulagsins eru m.a. að staðfesta lóðamörk innan svæðisins, setja samræmda byggingarskilmála auk þess sem gert er ráð fyrir að bæta við 10 nýjum lóðum.

Skipulagstillaga

8.     Deiliskipulag fyrir nýja frístundalóð, Hrafnaklettur 4, úr landi Skarðs 2 L166595 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir nýja 7.020m2 frístundalóð, Hrafnaklettur 4, úr landi Skarðs 2.  Lóðin er staðsett um 650m norðaustan bæjartofunnar í Skarði.  Aðkoma að lóðinni er af Skeiða- og Hrunamannavegi nr. 30, heimreiðinni að Skarði nr. 3312, 3309, um uppbyggðan línuveg og svo til norðurs undir vesturhlíðum Skyggnis.  Sá aðkomuvegur fær heitið Hrafnaklettur og fær aðliggjandi lóð, Skarð 2 – lóð 3, heitið Hrafnaklettur 2.  Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 160m2 frístundahús og 40m2 aukahús á lóðinni.

Skipulagstillaga

9.     Deiliskipulag fyrir Álfsstaði II L215788 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfsstaði II L215788, 98.500m2 lóð þar sem gert er ráð fyrir 2 byggingarreitum, reit 1 fyrir allt að 350m2 íbúðarhúsi og reit 2 fyrir hesthúsi og geymslu/skemmu samtals allt að 500m2.

Skipulagstillaga

10.  Deiliskipulag fyrir Hólaskóg á Gnúpverjaafrétti í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir landspildu á Gnúpverjaafrétti sem er innan þjóðlendu.  Tillagan tekur til afmörkunar á fjórum lóðum og er markmið skipulagsins að staðfesta núverandi mannvirki, stuðla að bættri aðstöðu fyrir starfsmenn og ferðamenn á svæðinu og stuðla að viðhaldi og endurnýjun mannvirkja.

Skipulagstillaga

11.  Deiliskipulag fyrir Neðan-Sogsvegar 14 og 14B L169341, Norðurkoti, í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Neðan-Sogsvegar 14 og 14B í Norðurkoti en hún felur í sér að lóð 14 stækkar úr 13.800m2 í 14.795,5m2 og lóð 14B stækkar úr 18.000m2 í 37.864,5m2.  Bætt er byggingarreiti inn á lóð 14 en hann er ekki til staðar í gildandi deiliskipulagi.

Skipulagstillaga

12.  Deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Holtslóð í landi Neðra-Dals í Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð á Holtslóð í landi Neðra-Dals. Gert er ráð fyrir að fjölga lóðum úr 33 í 40 auk þess sem heiti og afmörkun nokkurra núverandi lóða breytist.  Einnig er ráðgert að stærð aukahúsa stækki úr 25m2 í 40m2 svo fremi að nýtingarhlutfall lóða, 0,03, sé virt.

Skipulagstillaga

Skipulagstillaga 2

13.  Deiliskipulag fyrir Sjónarhól L198871 í Ásahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Sjónarhól í Ásahreppi.  Felur hún í sér að land Sjónarhóls er stækkað úr 2,8 ha í 5,0 ha auk þess sem byggingarreitur fyrir skemmu, B1, er stækkaður til norðurs og aukið við leyfilegt byggingarmagn á reitnum um 800m2.  Þá er aukið við byggingarmagn um 100m2 á byggingarreit B2 sem er reitur íbúðarhúss.

Skipulagstillaga

14.  Deiliskipulag fyrir Lækjartún L165306 í Ásahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Lækjartún í Ásahreppi  en þar er gert ráð fyrir nýrri 3,44 ha lóð þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, skemmu, gróðurhús og  gestahús.

Skipulagstillaga

15.  Breyting á gildandi deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Iðu við Vörðufell.

Breytinging felur í sér að gerð verði skilmálabreyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem rýmkaðar verða heimildir til byggingarmagns á lóðum á þann hátt að nýtingarhlutfall lóðar verði 0,03 og gert ráð fyrir aukahús/gestahús geti verið allt að 40m2 að stærð. Eldri skilmálar gerðu ráð fyrir 40-60m2 sumarhúsum og engum aukahúsum.

Skipulagstillaga

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 2 og 3 eru í kynningu frá 1.-17. ágúst 2018 en tillögur nr. 1 og 4 – 15 eru í auglýsingu frá 1. ágúst til 12. september 2018.   Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 og 4 – 15 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 12. september en 17. ágúst fyrir tillögur nr. 2 og 3.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

runar@utu.is