Skipulagsauglýsing sem birtist 30.júní 2021

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

1. Eyjarland L167649 – Landbúnaðarland í iðnaðarlóð – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundum sínum þann 24. júní 2021 að kynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að landbúnaðarland á lóð Eyjarlands er breytt í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum.

Uppdráttur og greinargerð

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

2. Skálabrekka Eystri og Skálabrekka Miðhluti, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundum sínum þann 6. maí 2021 að auglýsa breytingar á aðalskipulagi sem tekur til Skálabrekku Eystri og Skálabrekku Miðhluta. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan Skálabrekku Miðhluta, L170163 breytist í frístundasvæði og ný skilgreining frístundabyggðar innan jarðar Skálabrekku Eystri, L224848 þar sem flákar innan jarðarinnar eru sameinaðir í eitt samfellt svæði, stærð svæðisins helst óbreytt. Leitað var samþykkis Skipulagsstofnunnar fyrir auglýsingu breytinganna sem voru settar fram í tveimur aðskildum tillögum. Stofnunin gerði ekki athugasemd við auglýsingu skipulagsbreytinganna með fyrirvara um að málin væru sameinuð undir eina aðalskipulagsbreytingu. Brugðist var við umsögn Skipulagsstofnunnar fyrir auglýsingu.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:

3. Hrosshagi 5 L228433 – Hrosshagi 5b, smábýli – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundum sínum þann 24. júní 2021 að kynna tillögu að deiliskipulagi sem tekur til Hrosshaga 5. Í deiliskipulaginu felst að landinu er skipt upp í tvær landeignir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsum, útihúsum, hesthúsum og gestahúsum.

Uppdráttur

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

4. Krækishólar lóð L166421; Stækkun skipulagsreits; Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2021 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Krækishóla lóð, L166421. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðisins sem skal taka til spildunnar í heild sinni. Svæðið er skilgreint sem frístundabyggð í aðalskipulagi. Eftir breytingu verða 13 frístundalóðir innan deiliskipulagsins. Á hverri lóð er heimilt að reisa eitt sumarhús á allt að tveimur hæðum og 1 gestahús, samanlagt allt að 160 fm. Þar af er gestahús að hámarki 40 fm. Hámarkshæð sumarhúss í mæni er 6 metrar frá gólfplötu og 4 metrar á gestahúsi. Mænisstefna er frjáls og þakhalli á bilinu 0-45°.

Uppdráttur

5. Vælugerðiskot L166404 og Þingdalur land L209949 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Vælugerðiskots og Þingdals. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, gestahúss, reiðskemmu og vélaskemmu.

Uppdráttur

6. Sviðugarðar land L210074; Deiliskipulag
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Sviðugarða, L210074. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarreit innan landsins þar sem gert er ráð fyrir allt að 100 fm sumarhúsi, 40 fm gestahúsi og 25 fm geymslu.

Uppdráttur

7.Ás 1 spilda 5 L204636, Ásgarður – Deiliskipulag
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. júní 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Áss 1 spildu 5, L204636.  Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu 200 fm frístundahúss, 70 fm gestahúss og 30 fm geymslu.

Uppdráttur

8. Ártangi L168272 – Ný lóð og stækkun byggingarreits – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. júní 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Ártanga, L168272. Í breytingunni felst skilgreining á nýrri lóð og stækkun á byggingarreit.

Uppdráttur

9. Stóranefsgata 4 L167678 – Breyting á þakhalla – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundum sínum þann 24. júní 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til deiliskipulags frístundabyggðar í landi Austureyjar I og III. Í breytingunni felst að rýmkaðar eru heimildir er varðar þakhalla innan svæðisins. Núverandi skilmálar gera ráð fyrir að þakhalli skuli vera á bilinu 14-60°. Eftir breytingu verði þakhalli innan svæðisins heimilaður 0-60°.

Skilmálabreyting

10. Lækjarhvammur, Lóðir 4 og 5 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til lóða Lækjarhvamms 4 og 5 innan frístundasvæðis F20. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda innan lóðanna þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu sumarhúss, gestahúss að 40 fm og geymslu allt að 15 fm, innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bókaði að óska ætti eftir endurnýjun á umsögn ráðuneytisins frá 2009 er varðar heimildir vegna fjarlægðar frá Grafará.

Uppdráttur

11. Skálabrekka L170163, frístundasvæði – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Skálabrekku miðhluta, L170163. Í deiliskipulaginu felst m.a. að gert er ráð fyrir um 27 nýjum frístundalóðum á um 25 ha svæði auk þess sem skilgreindir eru byggingarreitir og byggingarheimildir innan svæðisins.

Uppdráttur

12. Skálabrekka-Eystri L224848, frístundasvæði F10 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. maí 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Skálabrekku-Eystri, L224848. Svæðið sem um ræðir er um 38,6 ha að stærð. Í deiliskipulaginu felst m.a. að gert er ráð fyrir 28 frístundalóðum innan svæðisins, nýtingarhlutfall lóða má ekki vera hærra en 0,03 en hámarks heildarbyggingarmagn húsa á lóðum má ekki fara umfram 300 fm. Innan lóða er heimilt að reisa auk frístundahúss, geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 fm.

Uppdráttur

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.asahreppur.is/ , https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.floahreppur.is/ og https://www.gogg.is/

Aðalskipulagsbreytingar mál nr. 1 er kynnt frá 30. júní 2021 til og með 23. júlí 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 23. júlí 2021. Aðalskipulagsbreyting í lið 2 er auglýst með athugasemdafresti frá 30. júní 2021 til og með 13. ágúst 2021. Deiliskipulagstillaga í lið 3 er kynnt frá 30. júní 2021 til og með 23. júlí 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 23. júlí 2021. Deiliskipulagsmál í liðum
4 – 12 eru auglýst með athugasemdafresti frá 30. júní 2021 til og með 13. ágúst 2021. Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu berast eigi síðar en 13. ágúst 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU