Skipulagsauglýsing sem birtist 14. nóvember 2018

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsmál :

1.     Endurskoðað Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2018 tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Flóahrepps fyrir tímabilið 2016-2028. Tillagan var auglýst frá 18. apríl 2018 með athugasemdafrest til 31. maí 2018. Sveitarstjórnin samþykkti aðalskipulagið fyrst á fundi 4. júlí 2018 með nokkrum breytingum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.  Síðan þá hafa verið gerðar viðbótarbreytingar til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar og var tillagan endanlega samþykkt á fundi 7. nóvember 2018.

(Greinargerð)

(Uppdráttur)

(Umhverfisskýrsla)

(Svör við athugasemdum)

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2.     Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Uppbygging baðstaðar, hótels og veitingastaðar við Reykholt í Þjórsárdal.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2018 breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna verslunar- og þjónustusvæðis í Reykholti, Þjórsárdal.  Tillagan var auglýst þann 18. apríl 2018 með athugasemdafrest til 31. maí 2018.   Athugasemdir bárust ásamt umsögnum og ábendingum sem brugðist hefur verið við.  Samhliða aðalskipulagsbreytingunni var deiliskipulagstillaga auglýst fyrir svæðið.

(Greinargerð og uppdráttur)

3.     Breyting á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytt landnotkun hluta svæðis F42 í landi Leynis.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2018 breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 þar sem verið er að breyta 26 ha frístundasvæði í landi Leynis L207855 í landbúnaðarsvæði.  Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða þar sem hún er í samræmi við núverandi landnotkun svæðisins.

(Skipulagstillaga)

4.     Breyting á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.  Stækkun frístundasvæðis merkt F10 í landi Skálabrekkugötu 3 í Þingvallasveit.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2018 breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 þar sem verið er að stækka frístundasvæði merkt F10 um 2 ha yfir svæði sem var landbúnaðarland.  Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða.

(Skipulagstillaga)

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

5.     Deiliskipulag fyrir Efra-Sel, ferðaþjónusta. Hrunamannahreppur.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 2,8 ha svæðis á Efra-Seli, sem afmarkast af landmörkum milli Syðra-Sels og Efra Sels til vesturs. Innan reitsins er gert ráð fyrir uppbyggingu hótels en fyrir er golfskáli með veitingasal, tvær skemmur og fjögur íbúðarhús.

(Skipulagstillaga)

6.     Deiliskipulag fyrir Reykholt í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Kynnt er endurskoðað deiliskipulag fyrir þéttbýli í Reykholti, Bláskógabyggð.  Deiliskipulagið festir í sessi núverandi landnotkun á svæðinu og gerir ráð fyrir þéttingu byggðar þar sem því verður við komið.  Markmið eru meðal annars þau að Reykholt verði áfram áhugaverður kostur fyrir búsetu og atvinnuuppbyggingu, að skapaðir verði möguleikar á þróun og vexti núverandi og nýrrar landbúnaðar-, þjónustu-, iðnaðar- og athafnastarfsemi auk þess að skipulagðar verði fjölbreyttar íbúðarlóðir sem nýtast til uppbyggingar næstu árin.

(Greinargerð)

(Uppdráttur 1 af 2)

(Uppdráttur 2 af 2)

(Uppdráttur)

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

7.     Deiliskipulag fyrir blandaða byggð á miðsvæði Flúða, Gröf og Laxárhlíð, Hrunamannahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Gröf og Laxárhlíð sem eru á miðsvæði Flúða,  reit merktum M2 í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032.  M2 er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði en einnig er gert ráð fyrir íbúðum.  Markmiðið er að hefja uppbyggingu á blandaðri byggð þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð ásamt safna- og ferðatengdri starfsemi, hreinlegri atvinnustarfsemi o.s.frv.  Byggðin er áætluð lágreist og gert er ráð fyrir 30-50 íbúðum í fjölbreyttu íbúðaformi.  Gert er ráð fyrir göngubrú yfir Litlu-Laxá sem liggja mun að skóla og þjónustusvæði á Flúðum.

(Skipulagstillaga)

(Skýringamynd)

8.     Deiliskipulag fyrir bæjartofu Berghyls í Hrunamannahreppi.

Auglýst er breytt tillaga að deiliskipulagi sem nær til bæjartorfu Berghyls í Hrunamannahreppi.  Er á deiliskiipulaginu nú gert ráð fyrir allt að 4 húsum til gistingar hvert allt að 98m2 að stærð auk lóða undir íbúðarhús, vélageymslu og gripahús

(Skipulagstillaga)

9.     Deiliskipulagsbreyting fyrir Ásgarð, Ásabraut 1-40 og Lokastíg 1-10, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem nær til Ásabrautar 1-40 og Lokastígs 1-10 í Ásgarði, Grímsnes- og Grafningshreppi.  Með breytingunni er verið að hnitsetja allar lóðir og fá þannig fram raunstærð þeirra auk þess sem breyting verður á mörkum stakra lóða.  Breytingin hefur verið grenndarkynnt og hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem bárust í kjölfar þeirra.

(Greinargerð)

(Uppdráttur)

10.  Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis fyrir hótel og baðlón á spildu í landi Efri-Reykja, Bláskógabyggð, ásamt umhverfisskýrslu.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis fyrir hótel og baðlón í landi Efri-Reykja ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið er um 30 ha að stærð og afmarkast af Brúará til vesturs, Laugarvatnsvegi til norðurs og Reykjavegi til austurs. Er þar gert ráð fyrir uppbyggingu baðlóns ásamt tilheyrandi þjónustubyggingum auk allt að 100-200 herbergja hótels sem byggt verður í áföngum. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu húsnæðis fyrir starfsmenn. Hámarksbyggingarmagn hótels og þjónustubygginga er allt að 15.000 fm

(Skipulagstillaga)

(Umhverfisskýrsla)

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillaga nr. 5 – 6 er í kynningu frá 14. – 28. nóvember 2018 en tillögur nr. 7 – 10 eru auglýstar frá 14. nóvember til 29. desember 2018.  Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 5 – 6 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. nóvember 2018 en 29. desember 2018 fyrir tillögur nr. 7 – 10.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

Skipulagsfulltrúi

runar@utu.si