Skipulagsauglýsing sem birtist 25. ágúst 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi. 

 

  1. Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og 2 við Stóru-Laxá (svæði AF4); Aðalskipulagsbreyting – 2206009

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem tekur til veiðihúss við Stóru-Laxá. Í breytingunni felst leiðrétting á skráningu svæðisins AF4 innan greinargerðar aðalskipulags auk þess sem heimilaður fjöldi gistirýma innan svæðisins er aukinn. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með. Skipulagsstofnun hefur staðfest niðurstöðu sveitarstjórnar.

Aðalskipulagsbreyting

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

 

  1. Hnaus, Hnaus 2; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2207019

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. ágúst 2022 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breyttrar landnotkunar innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Breytingin nær til frístundasvæða F16 og F16D sem skilgreint verður sem landbúnaðarland og mun eftir atvikum hafa áhrif á skógræktar- og landgræðslusvæði, SL6. Um er að ræða svæði sem tilheyra lóðunum Hnaus L166347, Hnaus lóð L178934, Hnaus lóð L178933, Hnaus land 1 L213872 og Mosató 4 L230715

Skipulagslýsing

 

  1. Hnaus 2, Mosató 3 L225233; Stækkun hótels; Aðalskipulagsbreyting – 2207020

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. ágúst 2022 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til aukinna heimilda vegna hótels á lóð Mosató 3. Í breytingunni felst að reiknað er með auknu umfangi og heimildum fyrir uppbyggingu á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi á lóð Mosató 3 L225233. Gerð verður breyting á töflu í kafla 2.4.1 um verslun og þjónustu. Gerð verður grein fyrir auknu umfangi hótels með gistiplássi fyrir allt að 60 manns. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn á lóð hótelsins, heimilt er að byggja hæð ofan á hótelið þannig að byggingin verði 2 hæðir, án kjallara. Heildarbyggingarmagn innan lóðar eykst úr 2.000 m² í 2.300 m² og hámarksfjöldi herbergja eykst úr 20 herbergjum í 27 herbergi.

Skipulagslýsing

 

  1. Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. ágúst 2022 að kynna skipulagslýsinu vegna fyrirhugaðrar breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst breyting á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti með það að markmiði að auka heimildir innan svæðanna. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfilt (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521).

Skipulagslýsing

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

 

  1. Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108051

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2022 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis. Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 hektara, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.

Greinargerð

 

  1. Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2108054

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2022 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergstaða í Bláskógabyggð. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis. Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 hektara, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.

Greinargerð

 

  1. Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22. júní 2022 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1, land 1. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði.

Aðalskipulagsbreyting

 

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi skipulagslýsingar og deiliskipulagsáætlana :

 

  1. Ásatúnsvallarland L218490; Deiliskipulag – 2206005

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykktir á fundi sínum þann 23. júní 2022 að kynna tillögu deiliskipulags sem tekur til Ásatúnsvallalands. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan landsins sem er skilgreint sem landbúnaðarland innan aðalskipulags Hrunamannahrepps.

Deiliskipulagstillaga

 

  1. Vaðnes; Frístundabyggð; 3. áfangi; Deiliskipulag – 2204055

Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. ágúst 2022 að kynna tillögu sem tekur til deiliskipulagningar nýs frístundasvæðis í landi Vaðnes sem er innan skilgreinds frístundasvæðis F26 skv. aðalskipulagi. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 65 sumarhúsalóðum á 54 hektara svæði.

Deiliskipulagstillaga

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

 

  1. Athafnasvæði við Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2204019

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. júlí 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg. Skipulagssvæðið skiptist upp í 52 lóðir og gilda sérskilmálar fyrir hverja lóð. Gert er ráð fyrir heimild fyrir hreinlegan léttan iðnað og athafnastarfsemi á svæðinu. Skipulagssvæðinu mun verða skipt upp í framkvæmdaráfanga til að stuðla að hagkvæmni og heildstæðu yfirbragði byggðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu á 12 lóðum, 15 í öðrum áfanga, 13 í þriðja og 12 í fjórða. Lóðir er á bilinu 1.575 m² til 2.400 m².

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð

 

  1. Vatnsholt 2 L166398; Tjaldstæði; Deiliskipulag – 2106162

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. ágúst 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til tjaldsvæðis að Vatnsholti 2. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á svæði fyrir tjaldsvæði innan jarðarinnar ásamt byggingarheimildum fyrir 100 m². húsi tengt rekstri tjaldsvæðis. Auk þess er gert grein fyrir núverandi byggingum innan svæðisins og nýrri aðkomu.

Deiliskipulagstillaga

 

  1. Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og Skarð 2; Deiliskipulag – 2202036

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur lóðar Strands veiðihúss. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að byggja veiðihús allt að 400 m² á einni hæð. Auk þess er heimilt viðhald og stækkun núverandi húss um allt að 30 m². Mænishæð húsa skal ekki yfirstíga 6,0 m frá gólfplötu. Nýtingarhlutfall lóðar verði mest 0,2. Ekki skal byggja nær lóðamörkum en í tveggja metra fjarlægð. Gólfkóti húsa skal taka mið af flóðahættu vegna nálægðar við Stóru-Laxá og skal ákveðinn í samráði við byggingarfulltrúa.

Deiliskipulagstillaga

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.asahreppur.is , www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is , www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is

Mál nr. 1 – 4 og 8 – 9  innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 25. ágúst 2022 til og með 16. september 2022.

Mál nr. 5 – 7 og 10 – 12 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 25. ágúst 2022 með athugasemdafrest til og með 7. október 2022.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU