Skipulagsauglýsing sem birtist 3.mars 2021

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana.

  1. Eyjarland L167649 – Landbúnaðarland í iðnaðarlóð – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar 2021 að kynna skipulagslýsingu vegna breyttrar landnotkunar á landi Eyjarlands. Í breytingunni felst að landbúnaðarland á lóð Eyjarlands L167649 er breytt í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum.

Lýsing 

  1. Skálpanesvegur – Skilgreining tveggja náma – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. febrúar 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar tveggja nýrra efnistökusvæða við Skálpanesveg. Annars vegar E129 við Skálpanes þar sem áætlað magn efnistöku er allt að 20.000 m3 og hins vegar E130 við Geldingafell þar sem áætluð efnistaka er allt að 5.000 m3.

Greinargerð og uppdráttur 

  1. Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. febrúar 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna reiðleiðar. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem er fyrir í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg.

Greinargerð og uppdráttur 


Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana.

  1. Suðurhlið Langjökuls – Íshellir – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. febrúar 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellir geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins.

Greinargerð og uppdráttur 

  1. Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218 – Breytt landnotkun – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. febrúar að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar að Stekkatúni 1 og 5. Í tillögunni felst að hluta frístundasvæðis F73 er breytt í landbúnaðarland.

 Greinargerð og uppdráttur 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Sólheimar, byggðahverfi 2020-2025 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2021 að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til Sólheima í Grímsnesi. Í tillögunni felst endurskoðun núverandi deiliskipulags, skilgreining á lóðum innan svæðisins, byggingarreitum og byggingaskilmálum.

Uppdráttur 

  1. Syðri-Reykir 2 L167163 – Deiliskipulag – 2101037

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. febrúar 2021 að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til Syðri-Reykja 2. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gróðurhúsi, vélaskemmu og byggingar sem ætlaðar eru fyrir ferðaþjónustu.

Uppdráttur 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Stekkatún 1 L222637 og Stekkatún 5 L224218 – Skilmálar og fyrirhuguð uppbygging – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. febrúar 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar vegna lóðar Stekkjatúns 1 og 5.                         Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingaskilmála innan svæðisins.

Uppdráttur 

  1. Stórhólmi L211525 – Íbúðarhús, reiðhöll og hesthús – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags að Stórhólma L211525 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingareita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, reiðhöll og hesthúsi.

 Uppdráttur 

  1. Holt L192736 – Unnarholt land – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. febrúar 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags að Holti L192736 í Hrunamannahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining fjögurra byggingarreita, þriggja fyrir íbúðarhús og eins fyrir útihús.

Uppdráttur 

  1. Bergsstaðir L167201 – Vélaskemmur – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags í landi Bergsstaða, L167201. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreits fyrir 3 skemmur.

 Uppdráttur 

  1. Arnarbæli 1c, L228405 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags á lóð Arnarbælis 1c. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á 2.700 fm byggingarreit þar sem heimilað verður að byggja allt að 200 m2 íbúðarhús og 100 m2 skemmu/geymslu.

Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.gogg.is/ og https://www.fludir.is/

Skipulagstillögur og lýsingar mál nr. 1, 2, 3, 6 og 7 eru í kynningu frá 3. 3. 2021 til og með 24. 3. 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 24. 3. 2021. Aðalskipulagsbreytingar í liðum 4 og 5 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 3. 3. 2021 til og með 16. 4. 2021. Deiliskipulagstillögur í liðum 8, 9, 10, 11 og 12 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 3. 3. 2021 til og með 16. 4. 2021.

Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu berast eigi síðar en 16. 4. 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU