Skipulagsauglýsing sem birtist 21. desember 2023

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur ,Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

  1. Vestur-Meðalholt L165513; Ný Íbúðarbyggð í dreifbýli; Aðalskipulagsbreyting – 2302029

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. desember 2023 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar er varðar nýtt íbúðarsvæði í landi Vestur- Meðalholts, Í breytingunni felst breytt skilgreining landbúnaðarlands í íbúðarbyggð. Alls er um allt að 20 hektara svæði að ræða fyrir allt að 20 íbúðarlóðir. Lóðirnar geta hver um sig verið 1 til 3 ha og gert verður ráð fyrir rúmum byggingarheimildum. Innan lóða er gert ráð fyrir heimildum til garðræktar, skógræktar, kolefnisbindingar, takmarkaðs búfjárhalds eða minni háttar atvinnustarfsemi, þ.e.a.s. vinnustofur, gallerí eða gisting í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar: 

  1. Hrunamannaafréttur: Kerlingarfjöll; Landvarðaskáli, Deiliskipulag – 2110001

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. desember 2023 að kynna tillögu nýs deiliskipulags auk óverulegrar breytingar á eldra deiliskipulagi Kerlingafjalla. Skipulagstillagan tekur til skilgreiningar lóðar fyrir landvarðarskála í Kerlingarfjöllum. Innan lóðar verður heimilt að byggja allt að 150 m2 skálahús á einni til tveimur hæðum. Samhliða gildistöku þessa skipulags verður svæði fellt úr gildandi skipulagi svæðisins frá 2014.

UPPDRÁTTUR – BREYTT MÖRK

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar: 

  1. Hagi 2 L166551; Náma og aðkoma; Aðalskipulagsbreyting – 2306043

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 22. nóvember 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á námusvæði í landi Haga 2 L166551 eftir kynningu. Með breytingunni verður sett inn 1,5 ha efnistökusvæði þar sem heimilt er að vinna allt að 45 þús. m3 af efni. Markmið með breytingunni er að heimila meiri efnistöku en getur fallið undir að vera til eigin nota og er því skilgreint sem efnistökusvæði.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga: 

  1. Tildra L235690; Landbúnaðarland og frístundabyggð; Deiliskipulag – 2311005

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. desember 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Tildru, L235590. Í skipulaginu felst m.a. skilgreining frístunda- og landbúnaðarlóða auk byggingarheimilda innan þeirra. Nýtingarhlutfall er að hámarki 0,03 fyrir frístundalóðir. Á landbúnaðarlóðum er heimilt að byggja íbúðarhús auk útihúsa. Innan byggingarreita B1 er heimilt að byggja frístundahús ásamt gestahúsi/geymslu. Innan byggingarreita B2 er heimilt að byggja íbúðarhús ásamt útihúsum og geymslu.

 UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

  1. Hlauphólar L219058; Gisting flokkur I og II; Deiliskipulagsbreyting – 2312005

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. desember 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Hlauphóla L219058. Í breytingunni felst að veitt verði heimild til rekstrarleyfisskyldrar starfsemi í formi útleigu á frístundahúsum innan skipulagssvæðisins.

UPPDRÁTTUR

  1. Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2206013

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. desember 2023 að auglýsa að nýju tillögu deiliskipulags sem tekur til  frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Skipulagið var áður auglýst frá 14.7.22 til 26.8.22. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulaginu frá fyrri auglýsingu auk þess sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur vegna fyrri auglýsingar rann út og er því  tillagan auglýst að nýju.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

Samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórna vegna eftirfarandi óverulegrar aðalskipulagsbreytingar. 

  1. Borg í Grímsnesi; Skilmálabreyting VÞ15; Aðalskipulag – 2311009

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. nóvember 2023 óverulega breytingu á aðalskipulag sveitarfélagsins er varðar heimildir innan landnotkunarflokks VÞ15 í þéttbýlinu á Borg. Í breytingunni felst að heimild verði fyrir íbúðum til fastrar búsetu innan reitsins. Samhliða var unnin breyting á deiliskipulagi svæðisins. Málin voru grenndarkynnt 17.11 – 18.12 2023, engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.

UPPDRÁTTUR

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blaskogabyggd.is  www.floahreppur.is www.fludir.is, www.gogg.is  og www.skeidgnup.is

Mál 1 og 2 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 21. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 12. janúar 2024.

Mál 3 – 6 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 21. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 2. febrúar 2024.

Mál 7 innan auglýsingar er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU