Skipulagsauglýsing birt 14. mars 2024

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

1. Flóahreppur og Árborg; Selfosslína 1; Breytt lega loftlínu SE1; Aðalskipulagsbreyting – 2311074

Lögð er fram til kynningar tillaga að breyttu aðalskipulagi Flóahrepps er varðar breytta legu raflínu innan aðalskipulags Flóahrepps og Árborgar. Landsnet ráðgerir að Selfosslína 1 (66 kV) verði tekin niður á kaflanum frá núverandi tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 sem er norðan við Hellisskóg, norðan Ölfusár. Í staðinn verði lagður 132 kV jarðstrengur. Nýr jarðstrengur mun í megindráttum liggja um Larsensstræti og fylgja nýrri legu Suðurlandsvegar norðaustan við Selfoss og fara um nýja brú yfir Ölfusá, fylgir þaðan Ölfusá til norðurs. Áætluð lengd jarðstrengs frá tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 er um 3 km. Framkvæmdinni verður áfangaskipt. Í fyrsta áfanga verður línan tekin niður frá tengivirki að mastri nr. 114. Síðari áfangar byggja á tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá en línan verður hengd í brúna. Núverandi háspennulína og fyrirhugaður jarðstrengur liggja um Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp. Breytingin tekur því til dreifbýlis í Flóahreppi þar sem gert er ráð fyrir því að línan verði sett í jörð auk þess sem gert er breyting á aðalskipulagi Árborgar sem nær til þéttbýlis á Selfossi og dreifbýlis beggja vegna Ölfusár, norðan og austan við Selfoss. Samhliða eru sveitarfélagsmörk innan aðalskipulags Flóahrepps leiðrétt í takt við skilgreind mörk sveitarfélaganna innan aðalskipulags Árborgar.  Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar gildandi aðalskipulags. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar um matsskyldu, sbr. tl. 13.02 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnin matstilkynning og send til Skipulagsstofnunar.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

2. Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2304027

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7. febrúar 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningu nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli þar sem áætlað er að heimilt verði að útbúa manngerðan íshelli. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gert nýtt deiliskipulag þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, skilgreind lóð fyrir manngerðan íshelli sem verður nýttur til ferðaþjónustustarfsemi og vernd náttúru- og menningarminjar. Svæðið sem um ræðir fyrir íshellinn er innan þjóðlendu og er í um 1.100 m h.y.s. og er ofan jafnvægislínu í suðurhlíðum Langjökuls. Fyrirhugaður íshellir er alfarið utan hverfisverndaðs svæðis við Jarlhettur. Skipulagssvæðið er alfarið á jökli og er aðkoma að jöklinum eftir vegi F336 sem tengist vegi nr. 35, Kjalvegi, á Bláfellshálsi.

 GREINARGERÐ

Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

3. Hjálmholt lóð L211050; Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni; Deiliskipulag – 2402021

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til efnistökusvæðis E6, Hjálmholtsnámu, sem er staðsett í Merkurhrauni á lóð úr landi Hjálmholts (L211050) við Skeiða- og Hrunamannaveg, um tvo km ofan þjóðvegar 1. Efni hefur verið unnið í Hjálmholtsnámu frá því um 1980 og er núverandi stærð námunnar um 12 ha. Efni úr námunni er aðallega nýtt í húsgrunna og vegaframkvæmdir á Suðurlandsundirlendinu. Til stendur að vinna allt að 150.000 m3 á allt að 25 ha svæði í samræmi við gildandi aðalskipulag Flóahrepps.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

4. Nesjavellir L170925; Nesjavallavirkjun; Deiliskipulag – 2310056

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2024 að auglýsa skipulagstillögu sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi Nesjavallavirkjunar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Endurskoðunin er m.a. til komin vegna væntanlegrar fjölgunar á borholum og staðarvali fyrir niðurdælingu þar sem í gildandi deiliskipulagi er takmarkað svigrúm fyrir frekari viðhaldsboranir. Í tengslum við þessar breytingar er afmörkun skipulagssvæðisins endurskoðuð í samræmi við breytta afmörkun iðnaðarsvæðis og hverfisverndar í aðalskipulagi. Þá verða færð inn í deiliskipulagið þau mannvirki og lagnir sem byggð hafa verið á síðustu 10 árum ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tímabilinu.

HEILDARUPPDRÁTTUR

KJARNAUPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

5. Hraunkot; Hraunborgir; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2205021

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2024 að auglýsa skipulagstillögu sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi frístundasvæðis í Hraunkoti. Við gildistöku nýs deiliskipulags er gert ráð fyrri því að núverandi skipulag svæðisins falli úr gildi. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði auk þess sem þjónustuhús og golfvöllur svæðisins hafa verið tekin inn í skipulagið. Tillagan var áður auglýst 9.2.23 – 24.3.23 en sökum breytinga sem gerðar voru á skipulagstillögunni eftir auglýsingu tók sveitarstjórn ákvörðun um að auglýsa málið að nýju.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is  www.floahreppur.is og www.gogg.is

Mál 1 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 14. mars 2024 með athugasemdafresti til og með 4. apríl 2024.

Mál 2 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 14. mars 2024 með athugasemdafrest til og með 26. apríl 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU