Skipulagsauglýsing sem birtist 1. desember 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

  Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt tillaga aðalskipulagsbreytingar, tillögur nýrra deiliskipulagsáætlana og skipulagslýsing eftirfarandi skipulagsáætlana: 

  1. Selhöfðar í Þjórsárdal; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2106076

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði í mynni Þjórsárdals. Innan svæðisins er gert ráð fyrir uppbyggingu á þjónustumiðstöð. Samhliða er lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til svæðisins. í breytingunni felst að sett er inn nýtt verslunar- og þjónustusvæði VÞ26 og skógræktar- og landgræðslusvæðið SL17 minnkað samsvarandi. Felld er út aðkoma að Selfit og verður hún sameiginleg með aðkomu að þjónustumiðstöð við Selhöfða. Settur er inn nýr vegur frá þjónustumiðstöð að hóteli í Reykholti. Reiðleið er færð nær Þjórsárdalsvegi á kafla en að öðru leyti er hún aðlöguð að nýjum vegi að Reykholti. Gert er ráð fyrir gönguleið frá afþreyingar- og ferðamannasvæði í Sandártungu (AF9) yfir VÞ26 og að afþreyingar- og ferðamannasvæði í Selfit (AF10).

Aðalskipulagsbreyting – greinargerð 

Aðalskipulagsbreyting – lýsing

  1. Selhöfðar í Þjórsárdal; Þjónustumiðstöð; Deiliskipulag – 2110091

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að kynna tillögu er varðar nýtt deiliskipulag að Selhöfðum í Þjórsárdal. Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til ferðamannasvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal á um 52 ha svæði þar sem m.a. gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð sem þjóna muni öllum Þjórsárdal. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þjónustumiðstöð, gistihúsi/smáhúsi, aðstöðuhúsi auk salernishúsa og spennistöðvar.

Deiliskipulag – uppdráttur 

Deiliskipulag – greinargerð 

  1. Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Ný byggð á reit ÍB2, I14 OG I15; Deiliskipulag – 2210061

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember að kynna skipulagslýsingu sem tekur til deiliskipulagningar á reitum ÍB2, I14 og I15 innan þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Deiliskipulagssvæðið tekur til svæðis vestan Skólabrautar á Borg og er um 16 ha að stærð. Skipulagssvæðið afmarkast af Biskupstungnabraut og fyrirhuguðu miðsvæði í suðri og suðaustri, tjaldsvæði og Skólabraut í austri og opnu svæði í norðri. Mörk svæðisins til vesturs ráðast af mörkum landeigna í eigu sveitarfélagsins.

Deiliskipulag – lýsing 

  1. Borg þéttbýli; Verslunar-, þjónustu- og íbúðalóðir við Miðtún; Deiliskipulag – 2210039

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Um er að ræða 6 nýjar verslunar- og þjónustulóðir þar sem á fjórum er heimild fyrir íbúðum á efri hæð. Í skilgreiningu á miðsvæði kemur fram að gera megi ráð fyrir blöndu af verslun og þjónustu og einnig íbúðum, aðallega á efri hæðum húsa. Æskilegt er að atvinnustarfsemi geti þróast innan svæðisins í bland við íbúðabyggð. Starfsemi á lóðunum getur verið af ýmsum toga og skal horft til skilgreiningar á miðsvæði og markmiða þessa skipulags þegar mat er lagt á það hvaða starfsemi hentar innan reitsins. Má þar nefna gistiheimili, veitinga- og menningartengdan rekstur, litlar verslanir með áherslu á framleiðslu úr héraði, handverksiðnað, smærri verkstæði, gallerí o.fl. Einnig er gert ráð fyrir eldsneytissölu og hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Deiliskipulag – uppdráttur

Deiliskipulag – greinargerð 

  1. Borg í Grímsnesi; Borgarteigur; Íbúðarbyggð og hesthúsahverfi; Deiliskipulag – 2210030

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til Borgarteigar, landbúnaðarsvæðis við Minni-Borg golfvöll, Móaflöt 1 og Móaflöt 2-11. Svæðið er staðsett sunnan Biskupstungnabrautar og austan Sólheimavegar. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað svæði fyrir 12 íbúðalóðir og hesthúsahverfi. Íbúðalóðir eru með rúmum byggingarheimildum og er heimilt að stunda þar léttan iðnað, skógrækt og húsdýrahald. Áhersla er lögð á góðar göngutengingar innan svæðisins og að helstu þjónustum sem þéttbýlið á Borg hefur upp á að bjóða. Gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda verður tryggt með hjóla- og göngustíg samhliða Sólheimavegi, milli Borgar og Sólheima.

Deiliskipulag – uppdráttur

Deiliskipulag – greinargerð

Samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér tilkynnt um óverulega breytingu á aðalskipulagi: 

  1. Skyggnir L197781; Breytt landnotkun; óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2208057

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem skilgreindur er verslunar- og þjónustureitur innan lands Skyggnis. Skipulagsstofnun hefur veitt samþykki fyrir málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. Skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi þar sem viðkomandi heimildir fara að óverulegu leiti umfram núverandi heimildir vegna verslunar- og þjónustutengdrar starfsemi á landbúnaðarlandi.

Aðalskipulagsbreyting (óveruleg) – uppdráttur

Aðalskipulagsbreyting – greinargerð  

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: 

  1. Lækjartún II L215415; Tengivirki; Deiliskipulagsbreyting – 2209081

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í landi Lækjartúns II L215145. Með deiliskipulagsbreytingunni verður bætt við 5 lóðum austan við lóð tengivirkis. Á nýjum lóðum er heimilt að byggja upp hreinlegan orkufrekan iðnað. Með breytingunni stækkar skipulagssvæðið úr ríflega 2 ha í um 8 ha.

Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur

Deiliskipulagsbreyting – greinargerð

  1. Vaðnes; Frístundabyggð; 3. áfangi; Deiliskipulag – 2204055

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi sem tekur til hluta frístundasvæðis F26 innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 65 sumarhúsalóðum á 54 hektara svæði.

Deiliskipulag – uppdráttur

  1. Bíldsfell 1 L170812; Frístundasvæði F20; Deiliskipulag – 2202010

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags í landi Bíldfells 1. Í deiliskipulaginu fellst skilgreining 30 frístundalóða á um 24,5 ha svæði merkt F20 innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Deiliskipulag – uppdráttur

  1. Skjaldborg og Kerling; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211018

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi sem tekur til  fjallaselsins Skjaldborgar og Kerlingar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst staðfesting á núverandi landnotkun, auk þess að gera ráð fyrir stækkun núverandi skála og/eða byggingu nýs húss. Gisting getur verið fyrir allt að 40 gesti. Skipulagssvæðið er um tæpur 1,2 ha. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 en þar er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF8.

Deiliskipulag – greinargerð m. uppdrætti

  1. Gatfellsskáli; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211017

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi sem tekur til fjallaselsins Gatfellsskála í Bláskógabyggð. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst staðfesting á núverandi landnotkun, auk þess að gera ráð fyrir stækkun núverandi skála og/eða byggingu nýs húss. Gisting getur verið fyrir allt að 20 gesti. Skipulagssvæðið er um tæpur 1 ha. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 en þar er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, AF8

Deiliskipulag – greinargerð m. uppdrætti

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is, www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.

Mál nr. 1 -6  innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 1. desember 2022 til og með 22. desember 2022.

Mál nr. 7- 11 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 1. desember 2022 með athugasemdafrest til og með 13. janúar 2023.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU