Skipulagsauglýsing sem birtist 9. febrúar 2023

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur

 Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana :

  1. Borg þéttbýli; Verslunar-, þjónustu- og íbúðalóðir við Miðtún; Deiliskipulag – 2210039

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2023 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Um er að ræða 6 nýjar verslunar- og þjónustulóðir þar sem á fjórum er heimild fyrir íbúðum á efri hæð. Í skilgreiningu á miðsvæði kemur fram að gera megi ráð fyrir blöndu af verslun og þjónustu og einnig íbúðum, aðallega á efri hæðum húsa. Æskilegt er að atvinnustarfsemi geti þróast innan svæðisins í bland við íbúðabyggð. Starfsemi á lóðunum getur verið af ýmsum toga og skal horft til skilgreiningar á miðsvæði og markmiða þessa skipulags þegar mat er lagt á það hvaða starfsemi hentar innan reitsins. Má þar nefna gistiheimili, veitinga- og menningartengdan rekstur, litlar verslanir með áherslu á framleiðslu úr héraði, handverksiðnað, smærri verkstæði, gallerí o.fl.  Einnig er gert ráð fyrir eldsneytissölu og hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Uppdráttur – Miðtún deiliskipulag

Greinargerð – Miðtún deiliskipulag

  1. Hraunkot; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2205021

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum 19. desember 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu er varðar deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti eftir kynningu. Málið var kynnt sem breyting á deiliskipulagi. Eftir kynningu var tekin ákvörðun um að leggja fram tillögu sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi svæðisins. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Innan nýs deiliskipulags er m.a. gert ráð fyrir fjölgun lóða auk þess sem heimildir er varðar stærðir aðalhúss, geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði innan nýs deiliskipulags.

Hraunkot – Frístundasvæði – Deiliskipulagstillaga

  1. Kerhraun svæði A, B og C; Frístundabyggð; Skilmálabreyting byggingarheimilda; Deiliskipulagsbreyting – 2301054

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum 1. febrúar 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi er varðar Kerhraun svæði A, B og C. Í breytingunni felst að stærð aukahúsa innan lóða verði gefin frjáls innan skilgreinds hámarksnýtingarhlutfalls lóða.

Kerhraun svæði A, B og C; Frístundabyggð; Skilmálabreyting byggingarheimilda

  1. Hrauntröð 10 L225329; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2301040

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum 1. febrúar 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi er varðar deiliskipulag frístundabyggðar í Vaðnesi. Í breytingunni felst að skilmálar er varðar aukahús á lóð væru felldir út úr skipulagi í takt við heimildir aðalskipulags sveitarfélagsins.

Vaðnes frístundabyggð 3. áfangi- Breyttir skilmálar

 5. Vaðstígur 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912; Breyting úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 22. apríl 2020 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Vaðstígs 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912. Í breytingunni felst að lóðirnar breytast úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Stærðir lóðanna eru óbreyttar en lega þeirra sem og byggingareitir breytast vegna nákvæmari mælinga. Gert er ráð fyrir að íbúðarhúsin geti vera allt að 350 m2 og auk þess verði heimilt að reisa allt að 60 m2 aukahús á lóð.

Vaðstígur 1,3 og 5 deiliskipulagsbreyting

Samkvæmt 32. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar.

 6. Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Íbúðarsvæði; Arnarstaðakot-Skálmholt-Glóra; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 30. Nóvember 2022 breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingin snýr að skilmálum aðalskipulagsins er varðar íbúðarsvæði í sveitarfélaginu. Breytingin nær til þriggja nýrra íbúðarsvæða, Arnarstaðakots L166219 þar sem fyrirhugað er uppbygging búgarðabyggðar, í landi Skálmholts land L186111 þar sem núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreint sem íbúðarsvæði og innan jarðarinnar Glóru á um 30 ha svæði.

Aðalskipulagsbreyting – Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029 – íbúðasvæði, Arnarstaðakot-Skálmholt-Glóra

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, , www.floahreppur.is  og www.gogg.is.

Mál innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 9. febrúar 2023 með athugasemdafrest til og með 24. mars 2023.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU