Skipulagsauglýsing sem birtist 29. september 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur 

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1.  Lækjarholt 1 L231163; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2208025

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. september 2022 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Lækjarholts 1 L231163. Í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 er skipulagssvæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Í breytingunni felst að hluta landspildunnar verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem heimiluð verði ferðaþjónusta.

Skipulagslýsing

Greinargerð

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana: 

  1. Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Íbúðasvæði; Arnarstaðakot-Skálmholt; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2110027

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. júní 2022 að auglýsa tillögu breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingin snýr að skilmálum aðalskipulagsins er varðar íbúðarsvæði í sveitarfélaginu. Í henni felst breyting á skilmálum aðalskipulags á þann hátt að heimiluð verði ný íbúðarsvæði í dreifbýli vegna sýnds áhuga landeigenda og eftirspurnar eftir slíkum lóðum. Breytingin nær til þriggja nýrra íbúðarsvæða, Arnarstaðakots L166219 þar sem fyrirhuguð er uppbygging búgarðabyggðar, í landi Skálmholts land L186111 þar sem núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreint sem íbúðarsvæði og innan jarðarinnar Glóru á um 30 ha svæði.

Greinargerð og uppdráttur

 

  1. Laugarás; Aðalskipulagsbreyting – 2110095

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22. júní 2022 að auglýsa tillögu að breytingu sem tekur til aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu. Gert er grein fyrir helstu breytingum innan greinargerðar skipulagsbreytingar.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana: 

  1. Giljatunga 34 L213513; Ásgarðsland; Deiliskipulagsbreyting – 2208034

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. september 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi sem tekur til sumarhúsasvæðis í landi Ásagarðs. Í breytingunni felst að heimilað verði að byggja 40m2 aukahús á lóð í stað 25m2.

Skilmálabreyting

 

  1. Laugarás; Frístundabyggð vestan þéttbýlis; Deiliskipulag – 2203003

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22. Júní 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar vestan þéttbýlisins að Laugarás. Deiliskipulag fyrir frístundasvæðið var áður hluti af deiliskipulagi fyrir þéttbýlið. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að yfirfara og uppfæra byggingarskilmála frístundasvæðisins í samræmi við gildandi aðalskipulag. Frístundabyggðin er afmörkuð þannig að hún haldist samfelld, gerð verður grein fyrir uppbyggingu á lóðum innan svæðisins og settir skilmálar um landnotkun, byggingar og vernd náttúru- og menningarminja.

Greinargerð

 

  1. Laugarás; Þéttbýli; Endurskoðun deiliskipulags – 2108094

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22. Júní 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til þéttbýlisins að Laugarási. Stefna eldra deiliskipulags er yfirfarin og uppfærð. Fyrirkomulag nýrrar íbúðarbyggðar er endurskoðað og leitast er við að setja fram stefnu sem styrkir atvinnu og ný atvinnutækifæri. Byggð er þétt á nokkrum stöðum þar sem því verður við komið. Skilmálar fyrir lóðir eru yfirfarnir og eftir atvikum breytt. Götur eru í einhverjum tilfellum breikkaðar og breytt til að bæta umferðaröryggi og tekið frá svæði fyrir gangstéttar meðfram götum. Tekið er frá svæði fyrir nýja brú yfir Hvítá og veg að henni. Skipulagssvæðið er um 169 ha að stærð. Samhliða gerð deiliskipulagsins er gerð breyting á aðalskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð 2015-2027. 

Greinargerð

Deiliskipulag

 

  1. Reykholt í Þjórsárdal; Deiliskipulagsbreyting – 2208038

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. september 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Reykholts í Þjórsárdal.  Í breytingunum felst að hliðra til byggingarreit B1, breyta lóðarmörkum lítillega án þess þó að breyta lóðarstærð, uppfæra byggingarmagn á byggingarreitum og skilmála um lón og að bæta inn byggingarreit yfir borholu. Tilgangur breytinganna er að fella megi byggingar fyrirhugaðra fjallabaða betur að landinu.

Deiliskipulag

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is , www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is

Mál nr. 1 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 29. september 2022 til og með 21. október 2022.

Mál nr. 2 – 7 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 29. september 2022 með athugasemdafrest til og með 11. nóvember 2022.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU