Skipulagsauglýsing sem birtist 27. október 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. september 2022 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna landsins Klif, L167134. Í breytingunni felst að hluti skilgreinds frístundasvæðis er breytt í landbúnaðarsvæði.

 Aðalskipulagsbreyting – greinargerð

  1. Úthlíð L167514; VÞ15 Breyttar heimildir; Aðalskipulagsbreyting – 2209074

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 5. október 2022 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Úthlíðar, L167514. Svæðið sem lýsingin tekur til nær yfir hluta jarðarinnar, norðvestan Laugarvatnsvegar (37) og beggja vegna vegar að Úthlíð. Í Úthlíð er verslunar- og þjónustusvæðið VÞ15. Þar er verslun, veitingastaður, sundlaug, tjaldsvæði, eldsneytissala, orlofshús, starfsmannahús, hestaleiga og afþreyingarferðir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu s.s. byggingu gistiheimilis/hótels fyrir allt að 180 gesti og stækkun sundlaugarsvæðis. Stærð svæðis er um 21 ha. Með breytingunni stækkar svæðið í u.þ.b. 25 ha, yfir svæði sem í dag er landbúnaðarsvæði. Hluta verslunar- og þjónustusvæðisins VÞ15 verður breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði þar sem heimild verður fyrir hjólhýsasvæði og tjaldsvæði. Stærð þess svæðis er u.þ.b. 5 ha. Í Úthlíð er mikil frístundabyggð og einnig ýmiss konar þjónustustarfsemi tengd henni. Markmiðið með breytingunni er að efla þjónustu á staðnum.

 Aðalskipulagsbreyting – lýsing

  1. Hólakot L166762; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2209063

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. október 2022 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar í landi Hólakots, L166762. Í breytingunni felst að landnotkun skika úr landi Hólakots verði breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð.

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

Aðalskipulagsbreyting – lýsing 

  1. Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015                                                                             

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júní 2022 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar í landi Austureyjar 1, L167622 og 3, L167623. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum.

Aðalskipulagsbreyting – greinargerð m.uppdrætti 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana: 

  1. Galdramýri L223808; Deiliskipulag – 2208076

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. október 2022 að auglýsa deiliskipulag sem tekur til lands Galdramýrar, L223808. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan landsins þar sem m.a. er gert ráð fyrir heimildum sem taka til íbúðarhús, skemmu og gestahúsa.

Deiliskipulag – uppdráttur

  1. Löngudælaholt frístundasvæði; Breyting og samræming deiliskipulags – 2104081

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. október 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis að Löngudælaholti. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum. Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytis vegna fjarlægða frá vegum, ám og vötnum.

Deiliskipulag – uppdráttur

  1. Neðan-Sogsvegar 41 L169422; Fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2210013

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19.  október að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til fjölgunar lóða og skilgreiningu byggingarreita innan lóðar Neðan-Sogsvegar 41. Lóðin er í dag skráð í óskiptri sameign en innan gildandi deiliskipulags er gert ráð fyrir fjórum sumarhúsum á tveimur byggingarreitum innan lóðarinnar sem er alls um 17.800 fm.

 Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur 

  1. Öndverðarnes, Kambshverfi, Hlíðarhólsbraut; Frístundabyggð; Stækkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2209106

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. október að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Hlíðarhólsbrautar innan Kambshverfis í landi Öndverðarnes. Í breytingunni felst að lóðir norðan Hlíðarhólsbrautar eru færðar nær götunni og er stækkun þeirra mismunandi. Þetta er gert til að svæði frá lóðunum að vegi verði ekki til vansa fyrir lóðarhafa og sem annars yrði óhirt í eigu Öndverðarness ehf.

 Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur

  1. Ásatúnsvallarland L218490; Deiliskipulag – 2206005

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. október 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi sem tekur til lands Ásatúnsvallarlands, L218490. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan landsins sem er skilgreint sem landbúnaðarland innan aðalskipulags Hrunamannahrepps. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss allt að 300 fm, hesthúss eða skemmu allt að 250 fm auk allt að 6 ferðaþjónustuhúsa innan hámarks byggingarmagns að 300 fm.

Deiliskipulag – uppdráttur

  1. Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júní 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Austureyjar 1 og 3, Eyrargötu 9 og Illósvegs 6, þar sem lóð Eyrargötu 9 er skilgreind sem lóð fyrir gistihús í stað frístundahúss auk þess sem breyting er gerð á legu lóðar og byggingarreitar Illósvegar 6 og skilgreindar byggingarheimildir.

Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur

____________

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blaskogabyggd.is, www.fludir.is, www.gogg.is , www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is

Mál nr. 1, 2 og 3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 27. október 2022 til og með 18. nóvember 2022.

Mál nr. 4 – 10 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 27. október 2022 með athugasemdafrest til og með 9. desember 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU bs.