Skipulagsauglýsing sem birtist 27. apríl 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

 1. Búðanáma E13; Aukið umfang efnistöku; Aðalskipulagsbreyting – 2203049

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2022  að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna efnistökusvæðis E13. Í breytingunni felst stækkun á fyrrgreindu efnistökusvæði E13 merk Búðarnáma á aðalskipulagi. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er stærð námunnar allt að 50.000 m3. Með breyttu aðalskipulagi verði efnismagn námunnar allt að 125.000 m3.

 Skipulagslýsing 


Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

 1. Ásabyggð 32-42; Deiliskipulagsbreyting – 2111051

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis að Ásabyggð. Breytingin nær til lóða nr. 32-42 ásamt nýrri göngu- og hjólaleið við suðurenda skipulagsreitsins sem nýtist jafnframt sem flóttaleið. Svæðið er um 5,0 ha að stærð. Öll hús innan þessa svæðis eru í eigu Kennarasambands Íslands (KÍ) og eru þau leigð út sem orlofshús til félagsmanna. Markmið breytingarinnar er að leiðrétta staðsetningu þegar byggðra húsa sem eru ekki öll innan byggingareits ásamt því að fjölga um 3 orlofshús og byggja eitt hús sem sinnir umsýslu og viðhaldi á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir frekari sameiningu lóða. Jafnframt er gert ráð fyrir heimild lagningu vegar að nýjum orlofshúsum

Uppdráttur 

 1. Áskot L165263; Deiliskipulag – 2204011

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl 2022 að kynna tillögu deiliskipulags sem tekur til Áskots, L165263. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda sem taka m.a. til vélaskemmu, reiðhallar og hesthúss, viðbyggingar við núverandi skemmu og reitar fyrir gistihús og tækjaskúr.

 Uppdráttur 


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

 1. Krókur L166363; 9 lóðir; Deiliskipulag – 2203010

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til lóða innan lands Króks, L166363. Deiliskipulagið tekur til 3,9 ha landspildu innan skilgreinds landbúnaðarlands. Gert er ráð fyrir að skipta spildunni í níu lóðir. Skipting landsins byggir á þinglýstri skiptingu þess á milli skráðra eigenda jarðarinnar. Af þessum níu lóðum eru byggingar á fjórum og gert ráð fyrir byggingum á tveim til viðbótar. Skipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi og aukahúsi á hverjum byggingarreit að byggingarreit 8 undanskildum, en þar er skemma og er nýtingarhlutfall þess reitar fullnýtt nú þegar

Uppdráttur 

 1. Brautarholt; Færsla Vallarbrautar og þétting byggðar; Deiliskipulagsbreyting – 2104010

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Brautarholti.  Í breytingunni felst m.a. að gatan Vallarbraut færist um 10-12 m til austurs og suðurs. Bætt er við gönguleiðum, útivistarsvæði og leiksvæði bæði vestan við byggðina og eins sunnan við núverandi borholu hitaveitunnar auk þess sem skilgreint er svæði fyrir grenndargámasvæði norðan sundlaugar.

Uppdráttur 

 1. Brúarhlöð L166757; Land Hauksholts 1; Móttaka ferðamanna; Deiliskipulag – 2010064

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Brúarhlaða í landi Haukholts. Deiliskipulagið tekur til um 6 ha svæðis á austurbakka Hvítár við Brúarhlöð þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn.

Greinargerð

Uppdráttur 

 1. Nesjar L170877 og L170890 (Litla-Hestvík 1 og 2) og Kleifakot L170903; Deiliskipulag – 2204007

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til lands Nesja, Litlu-Hestvík 1 og 2 og Kleifakots. Í skipulaginu felst m.a. að heimilt verði að reisa ný sumarhús eða stækka þau sem fyrir eru. Ennfremur er heimilt að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 fm ef engir skúrar eða aukahús eru þar fyrir.

Uppdráttur 

 1. Bíldsfell III L170818; Deiliskipulag – 2204008
  Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Bíldsfells III. Í deiliskipulaginu felst skilgreining 5 lóða og byggingarreita þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa.

Uppdráttur 

 1. Þórisstaðir land L220557; Ferðaþjónustusvæði; Deiliskipulag – 2002002

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Þórisstaða lands, L220557. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda fyrir gistihús á um 2,1 ha svæði innan jarðarinnar. Heimilt verður að byggja allt að 15 smáhýsi, þ.e. gistihús undir 40 fm að stærð, ásamt þjónustuhúsi allt að 40 fm. Skilgreindur er einn byggingarreitur fyrir uppbygginguna í heild sinni.

Uppdráttur 

 1. Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð; Skilgreining lóða og byggingarreita; Heildarendurskoðun deiliskipulags – 2202007

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar við Úlfljótsvatn, L170830. Fyrir er í gildi deiliskipulag frístundabyggðar við Úlfljótsvatn, dagsett 16.6.1993. Á því skipulagi var gert ráð fyrir alls 26 húsum, 25 sumarhúsum og Úlfljótsskála sem áður var þjónustumiðstöð. Við gildistöku þessa skipulags fellur úr gildi eldra skipulag og uppdrættir. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu allt að 29 bygginga, frístundahús og þjónustuhús auk leiksvæða og aðstöðu fyrir tjaldsvæði

Greinargerð og teikning

 

——————

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is,  og www.fludir.is.

Mál nr. 1-3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 27. apríl 2022 til og með 18. maí 2022.

Mál nr. 4-10 innan auglýsingar eru auglýst frá 27. apríl 2022 til og með 10. júní 2022.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU