Skipulagsauglýsing sem birtist 23. nóvember 2023

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur 

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

  1. Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2304027

Kynnt er tillaga aðalskipulagsbreytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 er varðar skilgreiningu nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt eru á svæðinu bjóða uppá jöklaferðir og vilja geta boðið upp á íshellaskoðun allt árið um kring með því að gera manngerða íshella í Langjökli. Nú þegar er eitt skilgreint svæði fyrir manngerðan íshelli á jöklinum. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gert nýtt deiliskipulag þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, skilgreind lóð fyrir manngerðan íshelli sem verður nýttur til ferðaþjónustustarfsemi og vernd náttúru- og menningarminjar. Svæðið sem um ræðir fyrir íshellinn er innan þjóðlendu og er í um 1.100 m h.y.s. og er ofan jafnvægislínu í suðurhlíðum Langjökuls. Fyrirhugaður íshellir er alfarið utan hverfisverndaðs svæðis við Jarlhettur. Skipulagssvæðið er alfarið á jökli og er aðkoma að jöklinum eftir vegi F336 sem tengist vegi nr. 35, Kjalvegi, á Bláfellshálsi.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga: 

  1. Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð F14; Deiliskipulag – 2310074

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. nóvember 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F14 í landi Úlfljótsvatns. Deiliskipulagið nær til alls 37 lóða. Svæðinu er áfangaskipt og er gert ráð fyrir að í uppbyggingu 1. áfanga verði 30 lóðir til uppbyggingar. Heildarbyggingarmagn innan hverrar lóðar er skilgreint allt að 200 m2 og innan hverrar lóðar má byggja tvö hús, frístundahús og gestahús/geymslu/gróðurhús. .

A. UPPDRÁTTUR

B. GREINARGERÐ

  1. Minni-Borg golfvöllur L208755; ÍÞ5 við Biskupstungnabraut og Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2310072

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. nóvember 2023 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi sem tekur til golfvallarsvæðis við Biskupstungnabraut og Sólheimaveg. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað 29,8 ha svæði fyrir níu holu golfvöll, ásamt golfskála, veitingasölu og aðstöðu til gistingar. Samhliða er unnið að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til sama svæðis þar sem einnig eru skilgreindar heimildir fyrir verslun og þjónustu innan svæðisins.

A. UPPDRÁTTUR

B. GREINARGERÐ

  1. Litlaland lóð L204654 og Litlaland L172908; Byggingarreitir og aðkoma; Deiliskipulag – 2310030

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. nóvember 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags fyrir Litlaland lóð L204654 og Litlaland L172908. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, hesthús, reiðhöll og gestahús. Tveir byggingarreitir eru skilgreindir og þar standa fyrir tvö hús auk þess skilgreindur er nýr aðkomuvegur að aðliggjandi sumarhúsi.

Skipulagssvæðið er um 2 ha að stærð og fyrirhugað að stækka lóð Litlalands lóð L204654 úr 7.688 m2 í 10.000 fm. Heildarbyggingarmagn er skilgreint 1.500 m2 fyrir Litlaland lóð og 550 m2 fyrir Litlaland.

 UPPDRÁTTUR

  1. Hraungerði L166237; Þinghús; Skilgreining lóðar og byggingarheimilda; Deiliskipulag – 2308032

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. nóvember 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til landskika úr landi Hraungerðis L166237. Deiliskipulag þetta tekur til nýrrar lóðar sem stofnuð verður úr jörðinni. Nýja lóðin kemur til með að bera heitið Þinghús, eftir gamalli þinghúsatóft sem er innan skipulagssvæðisins. Á svæðinu verður heimild til að byggja íbúðarhús, gestahús, bílskúr og/eða skemmu eða önnur útihús. Núverandi metangasstöð sem staðsett er í Hraungerði verður flutt vestur yfir Oddgeirshólaveg og verður starfrækt innan nýrrar lóðar Þinghúsa.

A. UPPDRÁTTUR

B. GREINARGERÐ

  1. Eystri-Loftsstaðir 10 L227155 og 12 L227157; Sameining lóða og byggingaskilmála; Deiliskipulag – 2308006

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. nóvember 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóða Eystri-Lofsstaða 10 og 12. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, gestahús, skemmu og hesthús. Jafnframt gerir skipulagið ráð fyrir að heimilt verði að sameina lóðirnar í eina lóð.

 UPPDRÁTTUR

  1. Reykholt; Skólavegur, Reykholtsbrekka, Tungurimi; Verslunar- og þjónustusvæði og breytt lega vegar og afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2306089

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. nóvember 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Reykholti. Á Skólavegi 1 er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Lega götunnar Tungurima hefur verið hönnuð og var gatan færð um 15 m til norðvesturs, lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá er gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr íbúðarlóð í verslunar- og þjónustulóð og settir skilmálar fyrir lóðina. Jafnframt er gert ráð fyrir mögulegri stækkun á leikskólanum Álfaborg til austurs.

A. UPPDRÁTTUR

B. GREINARGERÐ

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is  www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is og www.gogg.is

Mál 1 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 23. nóvember 2023 með athugasemdafrest til og með 15. desember 2023.

Mál 2-7 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 23. nóvember 2023 með athugasemdafrest til og með 5. janúar 2024.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málið er aðgengilegt á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU