Skipulagsauglýsing sem birtist 2. mars 2023

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð ,Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsáætlana og skipulagslýsinga: 

  1. Krækishólar; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2209025

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar 2023 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna Krækishóla. Í breytingunni felst breyting á landnotkun úr frístundasvæði í íbúðarsvæði.

Aðalskipulagsbreyting – uppdráttur

  1. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Aðalskipulagsbreyting – 2301064

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til Brjánsstaða lóð 4, L213014. Í breytingunni felst að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði á viðkomandi lóð.

 Aðalskipulagsbreyting – skipulagslýsing 

Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana : 

  1. Miðfell 7 L234761; Lögbýlislóð og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2212041

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Miðfells 7. Innan deiliskipulagsins er gert er ráð fyrir stofnun lögbýlis, ásamt byggingu íbúðarhúss, hesthúss og tengdra mannvirkja.

 Deiliskipulag – uppdráttur

  1. Brattholt L189012; Verslunar-og þjónustulóð; Deiliskipulag – 2211046

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til verslunar- og þjónustutengdrar starfsemi í landi Brattholts. Á svæðinu er fyrir 1.429 fm hótel. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir stækkun hótels í takt við heimildir aðalskipulags sem gera ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar sé 0,1 auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu 14 smáhýsa 40-60 fm að stærð innan svæðisins. Samanlagt hámarksbyggingarmagn innan deiliskipulagsins er 4.900 fm og gestafjöldi allt að 190 manns. .

Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

  1. Hvanngiljahöll á Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211043

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. desember 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hvanngiljahallar á Holtamannaafrétt. Með deiliskipulaginu er staðfest núverandi landnotkun svæðisins, auk þess sem gert er ráð fyrir byggingu nýrra skála í stað þeirra sem fyrir eru. Gisting getur verið fyrir allt að 30 gesti. Skipulagssvæðið er um 4,9 ha.

Deiliskipulag – greinargerð m. uppdrætti

  1. Lynghæð L196512; Lóðir L1-L7; Deiliskipulagsbreyting – 2206038

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Lynghæðar L196512. Í breytingunni felst ný skilgreining byggingarreita innan lóðar og uppfærsla á byggingarheimildum. Áður skilgreindum byggingarreitum fækkar um einn. Skilgreindir eru þrír nýir byggingarreitir fyrir gestahús neðan við núverandi skemmu og nýr reitur fyrir útihús suðvestan við núverandi skemmu.

Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur m. greinargerð

  1. Reykjabakki L166812; Reykjalaut; Lögbýli; Deiliskipulag – 2105039

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til  hluta lands Reykjabakka L166812. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gestahúsi og landbúnaðarhúsnæði.

Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð

  1. Norðurkot; Frístundabyggð, svæði 1-4; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2301079

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis í landi Norðurkots. Breytingin tekur til svæðisins í heild. Í breytingunni felst að heimildir er varða hámarksstærð aukahúss á lóð eru felldar út úr skilmálum deiliskipulagsins.

Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur 

Samkvæmt 32. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga. 

  1. Hlíð spilda 1 L221538; Landbúnaðarsvæði í skógræktar- og landgræðslusvæði og stækkun frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2109065

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 23. júní 2022 tillögu aðalskipulagsbreytingar sem að tekur til Hlíðar spildu 1 til gildistöku eftir auglýsingu. Á landinu Hlíð spilda 1 er um 13 ha frístundabyggð F1, það svæði verður stækkað og verður eftir stækkun um 23 ha. Einnig verður afmarkað allt að 65 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Í dag er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og telst ekki til úrvals ræktunarlands.

Aðalskipulagsbreyting – Greinargerð 

  1. Skálabrekka L170163; Færsla malarnámu E3; Óveruleg aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar 2023 óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem tekur til tilfærslu á námupunkti E3 í landi Skálabrekku.

Aðalskipulagsbreyting – uppdráttur m. greinargerð

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.

Mál 1-2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 2. mars 2023 með athugasemdafrest til og með 24. mars 2023.

Mál 3-8 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 2. mars 2023 með athugasemdafrest til og með 14. apríl 2023.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU