Skipulagsauglýsing sem birtist 19. maí 2021

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Eyvindartunga L167632, stækkun Lönguhlíðarnámu E19 – Aðalskipulagsbreyting Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 29. mars 2021 að kynna lýsingu skipulagsbreytingar vegna mögulegrar stækkunar Lönguhlíðarnámu. Í breytingunni felst að náman, skilgreind E19 á aðalskipulagi, stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3.

Uppdráttur 

  1. Þórisstaðir land L220557. Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. maí 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Þórisstaða lands L220557. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan landeignarinnar. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum.

Uppdráttur 

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Skálpanesvegur – Tvær námur – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningu tveggja efnistökusvæða við Skálpanesveg. Í breytingunni felst að skilgreind eru tvö ný svæði, E129 við Skálpanes þar sem gert er ráð fyrir allt að 20.000 m3 efnistöku á um 1 ha svæði og E130 við Geldingafell þar sem gert er ráð fyrir allt að 5000 m3 efnistöku á um 0,5 ha svæði.

Greinargerð og uppdráttur 

  1. Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreininga á reiðleiðum. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem fyrir er í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg.

Greinargerð og uppdráttur 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Brautarholt – Færsla Vallarbrautar og þétting byggðar – Deiliskipulagsbreyting

    Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar að Brautarholti. Í breytingunni felst færsla á Vallarbraut til austurs og þétting byggðar.

Uppdráttur 

  1. Tjörn land L210675 (Hryggholt), lögbýli – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. maí 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til lands Tjarnar, L210675. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda og notkunar innan landsins. Gert verði ráð fyrir að á svæðinu verði byggð upp bæjartorfa með minniháttar búrekstri s.s. hrossarækt og ylrækt. Auk þess verði gert ráð fyrir ferðaþjónustu og skógrækt. Gert er ráð fyrir því að landeignin fái staðfangið Hryggholt.

Uppdráttur 

  1. Fæla L218840, lögbýli – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. maí 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til lands Fælu, L218840. Í deiliskipulaginu felst skilgreining framkvæmdaheimilda innan landsins fyrir íbúðarhúsi með bílskúr, tveimur minni húsum að 60 fm auk fjölnotahúss til atvinnureksturs og gripahúss.

Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.gogg.is/ , https://www.fludir.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Skipulagstillögur og lýsingar mál nr. 1 og 2 eru í kynningu frá 19. maí 2021 til og með 9. júní  2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 9. júní 2021. Aðalskipulagsbreytingar í liðum 3 og 4 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 19. maí 2021 til og með 2. júlí 2021. Deiliskipulagstillögur í liðum 5, 6 og 7 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 19. maí 2021 til og með 2. júlí 2021.

Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu berast eigi síðar en 2. júlí 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU