Skipulagsauglýsing sem birtist 18. maí 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til jarðar Austurey 1 og 3. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum

 Greinargerð og uppdráttur 


Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Flóaskóli og Þjórsárver; Skólasvæði og félagsheimili; Deiliskipulag – 2204025

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2022 að kynna tillögu er varðar heildar endurskoðun deiliskipulags sem tekur til Flóaskóla og Þjórsárvers. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar heimildir fyrir framtíðaruppbyggingu innan svæðisins.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Heiðarbær Stórholt L166345, Heiðarbær Litlaholt L204983 og Smáholt L208386; Deiliskipulag – 1907022

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2022 að kynna tillögu deiliskipulags vegna smábýlalóða í landi Heiðarbæjar/Stórholts. Alls er gert ráð fyrir 11 lóðum innan skipulagssvæðisins þar sem heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús og útihús eða vélageymslu.

Uppdráttur 

  1. Athafnasvæði við Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2204019

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. maí 2022 að kynna tillögu deiliskipulags er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg. Skipulagssvæðið skiptist upp í 52 lóðir og gilda sérskilmálar fyrir hverja lóð. Gert er ráð fyrir að heimila hreinlegan léttan iðnað og athafnastarfsemi á svæðinu. Skipulagssvæðinu mun verða skipt upp í framkvæmdaráfanga til að stuðla að hagkvæmni og heildstæðu yfirbragði byggðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu á 15 lóðum, 11 í öðrum áfanga, 13 í þriðja og 12 í fjórða. Lóðirnar eru á bilinu 1.575 m2 til 2.400 m2 að stærð.

Uppdráttur 

Greinargerð 

  1. Loftsstaðir-Vestri; verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2204020

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsáætlunar innan jarðar Loftsstaða-Vestri. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir heimildum er varðar uppbyggingu á allt að 11 gistihúsum 40-75 fm að stærð hvert auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustuhúss allt að 120 fm að stærð. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir uppsetningu tjalda til útleigu fyrir gistingu.

Greinargerð 

Uppdráttur 


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. apríl 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Bergsstaða L167060. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda á lóðum Kringlubraut 1 og 3.

Uppdráttur 

  1. Þingborg íbúðarbyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2204026

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2022 að auglýsa tillögu er varðar heildar endurskoðun deiliskipulags vegna íbúðarsvæðis við Þingborg. Deiliskipulagið nær til um 8 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði.

Greinargerð 

Uppdráttur 

  1. Haukholt 2 L166759; Deiliskipulag – 2204009

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. maí 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Haukholts 2. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreits fyrir íbúðarhús og bílskúr.

Uppdráttur 

  1. Hlíð spilda 1 L221538; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2008063

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. maí 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Hlíðar spildu 1, L221538. Deiliskipulagið tekur til skiptingu landsins, skilgreiningu byggingarreita og byggingarheimilda innan svæðisins. Við gildistöku skipulagsins fellur núverandi deiliskipulags svæðisins úr gildi.

Greinargerð

 Uppdráttur 

  1. Kjóastaðir 1 land 2 L220934; Skjól; Deiliskipulagsbreyting – 2112037

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að Kjóastöðum 1, land 2.  Í breytingunni felst skilgreining á nýjum byggingarreit B3. Innan byggingarreits verði heimilt að byggja allt að þrjú 150 fm hús.

Uppdráttur 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is,  og www.fludir.is.

Mál nr. 1-5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 18. maí 2022 til og með 10. júní 2022.

Mál nr. 6-10 innan auglýsingar eru auglýst frá 18. maí 2022 til og með 29. júní 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU