Skipulagsauglýsing sem birtist 17. október 2018

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.     Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.   Garðyrkjulóðin Laugargerði í Laugarási.

Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna breytingar á notkun lóðarinnar Laugargerðis í Laugarási en breytingin felur í sér að lóðin verður verslunar- og þjónustulóð í stað landbúnaðarsvæði/garðyrkjulóð.  Hyggst lóðareigandi vera með verslun- og veitingarekstur á lóðinni auk garðyrkjustarfsemi.

Lýsing

 

2.     Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.   Frístundasvæði merkt F23 og skógræktarsvæði í Eyvindartungu.

Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna breytinga á frístundasvæði F23 og skógræktarsvæðis í Eyvindartungu..  Breytingin felur í sér að stærð frístundasvæðis F23 stækkar úr 32 ha í 38 ha. Austan við F23 er skógræktarsvæði sem hefur verið hluti af Suðurlandsskógum frá árinu 1998 og er óskað eftir að svæðið, um 15 ha verði afmarkað inn á aðalskipulagsuppdrátt. Heildarskógræktarsvæði Eyvindatungu SL4 verði því samtals um 150 ha.

Lýsing

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

3.     Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.  Frístundasvæði merkt F65 landi Fells í Biskupstungum

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 þar sem farið er frá á að breyta lögun og stærð frístundasvæðisins F65  í landi Fells í Biskupstungum.  Stækkunin er um 6 ha og verður svæðið eftir breytingu 35 ha.

Tillaga

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

4.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Frístundasvæði merkt F4 í Áshildarmýri.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem fyrirhugað er að breyta hluta frístundasvæðisins í Áshildarmýri, merkt F4, í íbúðarsvæði.  Forsendur eru þær að með þessu er verið að koma til móts við óskir eigenda frístundahúsa um fasta búsetu á svæðinu.  Tillagan er í samræmi við lýsingu að endurskoðun aðalskipulags sem kynnt var í mars/apríl 2017.

Greinargerð

Uppdráttur

 

5.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Frístundasvæði í landi Kálfhóls.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem fyrirhugað er að breyta frístundasvæðis í landi Kálfhóls í íbúðarsvæði og landbúnaðarsvæði.   Forsendur eru þær að með þessu er verið að koma til móts við óskir eigenda frístundahúsa um fasta búsetu á svæðinu.  Tillagan er í samræmi við lýsingu að endurskoðun aðalskipulags sem kynnt var í mars/apríl 2017.

Greinargerð

Uppdráttur

 

6.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016.  Frístundasvæði og opið svæði merkt F17/O22 í Sandholti.

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem fyrirhugað er að breyta svæði merkt F17/O22 í Sandholti úr blandaðri landnotkun frístundasvæðis og opins svæðis til sérstakra nota í íbúðarsvæði.  Forsendur eru þær að með þessu er verið að koma til móts við óskir eigenda frístundahúsa um fasta búsetu á svæðinu.  Tillagan er í samræmi við lýsingu að endurskoðun aðalskipulags sem kynnt var í mars/apríl 2017.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Deiliskipulagsmál

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

7.     Deiliskipulag fyrir miðsvæði og garðyrkjulóðir á Flúðum í Hrunamannahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna stofnunar tveggja lóða á opnu svæði sunnan við félagsheimili og vestan við Ungmennafélagsgarð.  Um er að ræða annars vegar lóð fyrir spennistöð og hins vegar fyrir rotþró/hreinsistöð en breytingin er hluti vinnu við uppbyggingu fráveitukerfis sveitarfélagsins innan Flúða.

Tillaga

 

8.     Deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Hests í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggðina en breytingin felur í sér að þakhalli verði gefinn fráls en einnig að veggjahæð upp á efri brún sperru verði hækkuð úr 2.7m frá gólfi upp í 3.4m.

Skilmálabreyting

 

9.     Deiliskipulag fyrir Sandskeið, frístundabyggð úr landi Miðfells  í Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir Sandskeið úr landi Miðfells þar sem gert verður ráð fyrir 100 frístundalóðum.  Lóðirnar eru um 2.700 – 11.500m2 að stærð.  Markmið deiliskipulagsins er m.a. að koma til móts við eftirspurn í stærri hús en áður var heimilað og sömuleiðis til móts við aukna þörf fyrir endurnýjun og uppbyggingu eldri lóða

Greinargerð

Tillaga

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 1-3 er í kynningu frá 17. október – 7. nóvember 2018 en tillögur nr. 4-9 eru í auglýsingu frá 17. október – 30. nóvember 2018.  Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1-3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 7. nóvember 2018 en 30. nóvember fyrir tillögur nr. 4 – 9.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

Skipulagsfulltrúi

runar@utu.is