Skipulagsauglýsing sem birtist 15.janúar 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi og Flóahreppi

 

Aðalskipulagsmál.

Samkvæmt  1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi aðalskipulagsbreyting:

 

  1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Hrafnaklettar úr landi Súluholts.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti  þann 5. nóvember 2019 að auglýsa tillögu/uppdrátt og greinargerð, að breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, vegna breytingar á landnotkun í Hrafnaklettum. Breytingin fellst í að landspildan Hrafnaklettar, L166387, 2 ha að stærð, verður breytt úr frístundasvæði(F44) í landbúnaðarland. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er auglýst deiliskipulagstillaga fyrir svæðið.

Greinargerð

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi deiliskipulagstillaga: 

  1. Kynning á deiliskipulagi fyrir Fjallaskála/fjallasel í Leppistungum á Hrunamannaafrétti.

Deiliskipulagið tekur til um 5 ha svæðis. Á staðnum er 70 m2 hús sem byggt var árið 1987 og 55 m2 hús sem byggt var árið 2007. Einnig er þar gamalt leitarmannahús. Þessi hús eru notuð sem leitar­mannahús og fyrir ferðafólk á sumrin. Einnig er á staðnum 36 m2 hesthús og hestagerði við það. Gisting er fyrir um 24 gesti. Aðkoma er af vegslóða sem liggur um Hrunamannaafrétt. Mannvirki eru í eigu Hrunamanna­hrepps. Starfsemi er aðallega yfir sumartímann. Innan lóðar/afmörkunar svæðis eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból. Heimilt verður að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 eða byggja nýtt hús. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamanna­svæði.

Greinargerð

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

  1. Hrafnaklettar. Bygging íbúðarhúsa og skemmu. Flóahreppi

Sveitarstjórn  Flóahrepps samþykkti þann 1. október 2019 tillögu að deiliskipulagi  á um 2 ha svæðis í Hrafnaklettum úr landi Súluholts. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúsa og skemmu á tveimur byggingarreitum. Innan byggingareits B1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús og allt að 300 m2 skemmu. Innan byggingarreits B2 er núverandi frístundahús, sem verður gert að íbúðarhúsi og það stækkað í allt að 80 m2. Aðkoma að Hrafnaklettum er af Önundarholtsvegi (nr. 311) og núverandi aðkomuvegi að landinu.

Greinargerð

Uppdráttur 

————————————————————————————————————————————-

Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv.  2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Vatnsleysa land B L188581. Bláskógabyggð. Breytt notkun lands innan frístundasvæðis F67. Aðalskipulagsbreyting.

Lögð fram umsögn umhverfisstofnunar 27.9.2019 til afgreiðslu og umfjöllunar. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að land það sem breyta á í landbúnaðarland, njóti sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 12. desember 2019:

Sveitarstjórn áréttar að uppbygging á svæðinu mun einungis ná yfir svæði sem er afmarkað sem byggingarreitur. Ekki verður um framkvæmdir að ræða á vesturhluta svæðis þar sem um er að ræða birkikjarr sem nýtur verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Gerð hefur verið breyting á greinargerð tillögunnar, þar sem ofangreint er áréttað. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Valgerður Sævarsdóttir, varaoddviti tók við stjórn fundarins.

————————————————————————————————————————————-

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Ofangreindar skipulagslýsingar/skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.floahreppur.is; https://www.fludir.is; https://www.blaskogabyggd.is

Skipulagstillaga nr. 2 er í kynningu frá 15. janúar til 5. febrúar 2020, en tillögur nr. 1 og 3 eru í auglýsingu frá 15. janúar til  28. febrúar 2020.  Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 2 þurfa að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 5. febrúar 2020, en fyrir tillögur nr. 1 og 3  eigi síðar en 28.febrúar 2020.

Athugasemdir og ábendingar og skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

runar@utu.is