08 jan Skipulagsauglýsing birt 8. janúar 2026
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Lindarbær 1A L165304, skilgreining svæðis, sólarsellugarður og gróðurbelti, aðalskipulagsbreyting – 2510003
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. nóvember 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Lindarbær 1A L165304. Áætlað er að land verði áfram skilgreint sem landbúnaður með heimild til orkuvinnslu. Búfé verður beitt á lífrænt vottað land og að landbúnaður sé ríkjandi landnotkun. Auk þess verður heimilt að nýta landið til uppsetningar á sólsellum (ljósrafhlöðum) til raforkuframleiðslu og framleiða allt að 2,4 MW. Stefnt er að því að raforkan verður seld inn á dreifikerfi Rarik.
- Hverabraut 7, 9, 11 og 16 til 18.; Breytt skilgreining; Uppbygging hótels verslun og þjónusta; Aðalskipulagsbreyting – 2512023
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 og breytinga á deiliskipulagi. Svæðið sem breytingin nær til er Hverabraut 7, 9, 11 og 16 til 18. Í breytingunni felst að heimilt verður að vera með hótel með 160 herbergjum, veitingasal og leiksvæði á lóðunum.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur skipulagslýsinga eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Lindarbær 1A L165304, skilgreining svæðis, sólarsellugarður og gróðurbelti, deiliskipulagsbreyting – 2510004
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. nóvember 2025, að kynna skipulagslýsingu er varðar nýtt deiliskipulag fyrir Lindarbæ 1A L165304. Áætlað er að land verði áfram skilgreint sem landbúnaður með heimild til orkuvinnslu. Búfé verður beitt á lífrænt vottað land og að landbúnaður sé ríkjandi landnotkun. Auk þess verður heimilt að nýta landið til uppsetningar á sólsellum (ljósrafhlöðum) til raforkuframleiðslu og framleiða allt að 2,4 MW. Stefnt er að því að raforkan verður seld inn á dreifikerfi Rarik. Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir fyrirkomulagi mannvirkja innan jarðarinnar ásamt aðkomu,
plönum og nánar gerð grein fyrir framkvæmdum.
- Klausturhólar L177600; Uppskipting námusvæðis í tvo hluta; Deiliskipulag – 2511042
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. desember 2025, að kynna skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags sem tekur til Klausturhóla L177600 í Grímsnes- og Grafningshreppi, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta námusvæðis Klausturhólar (E17) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Efnistökusvæðið er um 18 ha að stærð, þar er heimiluð malarnáma fyrir allt að 200.000 m3 ásamt efnislosun. Fyrirhugað er að skipta efnistökusvæðinu í tvennt og verða um 13-15 ha af land innan deiliskipulagssvæðis. Deiliskipulagið mun taka til nýtingu svæðisins og frágangi þess til næstu 15 ára en áætlað er að loka svæðinu 2040. Áætlað er að vinna allt að 150.000 m3 af efni úr námunni, samhliða vinnslunni verður unnið að landmótun og frágangi svæðisins. Gerð verður minniháttar breyting á aðalskipulagi þar sem efnistökusvæðinu E17 verður skipt upp í tvennt og verður nýtt svæði skilgreint fyrir norðurhlutann, eða þess hluta svæðis sem nú er innan E17 og innan upprunalands Klausturhóla í Grímsnesi (L168258). Innan þess svæðis verður heimiluð efnistaka fyrir allt að 50.000 m3 og verður fyrir utan fyrirhugaða afmörkun á deiliskipulagssvæði. Skilmálar E17 verða því lítt breyttir, umfram það að svæðinu verður skipt upp.
- Einiholt 2 L180525; Skilgreining svæðis, íbúðar- og atvinnuhús; Deiliskipulag – 2512017
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember 2025, skipulagslýsingu til kynningar vegna deiliskipulags fyrir íbúðar- og útihús og atvinnustarfsemi á jörðinni Einiholt 2 L180525 í Bláskógabyggð. Á jörðinni er íbúðarhús og útihús þar sem stundað er kjúklingaeldi og einnig er þar flugbraut. Landeigandi hyggst byggja nýtt íbúðarhús með bílskúr, 5 gestahús, hesthús með reiðhöll, flugskýli og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Á núverandi bæjatorfu er fyrirhugað að byggja 2 hús til viðbótar fyrir kjúklingaeldi. Í aðalskipulagi er jörðin skilgreind sem landbúnaðarsvæði og flugbraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi á jörðinni.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:
- Melar L166840: Staðfesting lóðarmarka, sameining byggingarreita, vegleið felld niður; Deiliskipulagsbreyting – 2512004
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. desember 2025, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Mela L166840 í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að lóðamörk eru uppfærð til samræmis við samþykkt lóðarblöð, tveir byggingarreitir fyrir gróðurhús eru sameinaðir í einn og vegur sem áður lá milli Mela og Hrafnkelsstaða 2A verður lokaður og ný vegtenging fyrirhuguð vestan við lóð Mela.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Mál 1. og 3. innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 8. janúar 2026 með athugasemdarfresti til og með 6. febrúar 2026.
Mál 2. 4. og 5. innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 8. janúar 2026 með athugasemdarfresti til og með 30. janúar 2026.
Mál 6. innan auglýsingar er skipulagsmál í auglýsingu frá 8. janúar 2026 með athugasemdarfresti til og með 20. febrúar 2026.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Sigríður Kristjánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita