Skipulagsauglýsing sem birtist 9. maí 2018

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

 

1.       Deiliskipulag fyrir landið Steinhólar (Skálmholt land F lnr. 199346) í Flóahreppi. Bygging íbúðarhúss, gestahúss og útihúss.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem nær til hluta lands sem í dag heitir Skálmholt land F lnr 199346. Fyrirhugað er að landið fái heitið Steinhólar og að á því verði heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús, geymslu og fjölnotahús. Aðkoma að landinu er af Skeiða- og Hrunamannavegi rétt norðaustan vegtengingar við Suðurlandsveg.

(Skipulagstillaga greinarg)

(Skipulagstillaga uppdr)

2.       Deiliskipulag fyrir tvær íbúðarhúsalóðir úr landi Langholts 2 í Flóahreppi.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir tvær íbúðarhúsalóðir á um 4 ha lands úr landi Langholts 2 austan við núverandi bæjartorfu þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, bílskúr og hesthús/skemmu.

(Skipulagstillaga greinarg)

(Skipulagstillaga uppdr)

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

3.       Deiliskipulag fyrir Sandamýri úr landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð. Íbúðar- og aðstöðuhús á landbúnaðarlandi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir 10,36 ha spildu úr landi Einiholts 1 sem kallast Sandamýri (lnr. 223807). Liggur spildan upp að landi Gígjarhólskots 2, milli Einiholtslækjar og Einiholtsvegar. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á landinu og byggja þar íbúðarhús og aðstöðuhús fyrir dýralækningar.

(Skipulagstillaga)

4.       Deiliskipulag fyrir 15,7 ha landbúnaðarspildu úr landi Einiholts í Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 15,7 ha spildu (lnr. 222396) úr landi Einiholts í Bláskógabyggð. Landið er norðan bæjartorfu Einiholts og liggur milli Einiholtslækjar og Einiholtsvegar. Gert er ráð fyrir að stofnað verði lögbýli á spildunni og að þar verði heimilt að byggja íbúðarhús, landbúnaðarbyggingar og lítil gestahús.

(Skipulagstillaga)

5.       Deiliskipulag Kjóastaðir 2, í Biskupstungum í Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð undir ferðaþjónustu bænda í landi Kjóastaða 2 í Biskupstungnahreppi. Um er að ræða 0,94 ha land þar sem heimilt verði að reisa 10 tjöld til útleigu. Flatarmál hvers tjald er um 30 fm. Á lóðinni er afmarkaður 100fm byggingarreitur þar sem heimilt er að reisa allt að 50 fm hús undir salernisaðstöðu og sturtur sem þjóna munu öllum tjöldunum. Aðkoma að svæðinu er frá Kjóastaðarvegi og gert er ráð fyrir bílastæðum syðst á lóðinni.

(Skipulagstillaga)

6.       Deiliskipulag nýbýlisins Hrafnshagi úr landi Arabæjar í Flóahreppi. Íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar.

Skipulagið nær til nýbýlisins Hrafnshagi sem er 45,3 ha að stærð úr landi Arabæjar. Gert er ráð fyrir að á svæði ofan við Villingaholtsveg nr. 305 verði afmarkaður byggingarreitur þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar (t.d. hesthús, reiðhöll), samtals allt að 5.000 fm.

(Skipulagstillaga)

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita, Dalbraut 12, Laugarvatni, frá kl. 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á heimasíðu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr 1-2 eru í kynningu frá 9. maí til 25. maí 2018 en tillögur nr. 3 – 6 frá 9. maí til 22. júní 2018.  Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 – 2 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 25. maí 2018 en 22. júní fyrir tillögur nr. 3 – 6  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Berglind Sigurðardóttir

Skipulagsfulltrúi

berglind@utu.is