Skipulagsauglýsing sem birtist 19.febrúar 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagstillaga fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

  1. Efri-Reykir L167080. Bláskógabyggð. Varmaorkuver. Deiliskipulag.

Kynnt er nýtt deiliskipulag fyrir varmaorkuver til rafmagnsframleiðslu í tengslum við núverandi borholu á jörðinni Efri-Reykir, þar sem áætluð framleiðsla verði um 1200 kW.

Í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, undir kaflanum 2.4.8. Stakar framkvæmdir, er þess sérstaklega getið að: hitaveita í byggð og á hálendi er heimilt að virkja heitt vatn (borholur), allt að 2.500 kW.

Deiliskipulagsgreinargerð

Greinargerð

Uppdráttur 

———————————————————————————————————————————–

Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv. 3.mgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Deiliskipulag Kjarnholtum 3  í Bláskógabyggð.
Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 30.10.2019, til afgreiðslu og umsagnar.
Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við að sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi ekki rökstutt með nægjanlega ítarlegum hætti svör við athugasemdum sem bárust í kjölfar auglýsingar á deiliskipulagi fyrir Kjarnholt 3, í Bláskógabyggð.

Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 12. desember 2019:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bregst við umsögn Skipulagsstofnunar með eftirfarandi hætti:
Deiliskipulagið er í samræmi við staðfest Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027. Svæði þetta er skilgreint sem frístundasvæði, merkt F99, Kjarnholt 3 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins. Deiliskipulagið samræmist því markmiði í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar varðandi frístundabyggð, að ný hverfi skuli að jafnaði vera í tengslum við núverandi frístundabyggð og að á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu ½ – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03, (sbr. kafla 2.3.2 Frístundabyggð). Enn fremur er í aðalskipulagi gert ráð fyrir verslun- og þjónustu á deiliskipulagssvæðinu, merkt V17, Kjarnholt 3. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu þjónustu fyrir, s.s. gistihúsi, smáhýsum og tjaldstæði. Fyrirhugað deiliskipulag samræmist því markmiði aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, að stuðlað verði að nýjum atvinnutækifærum á sviði verslunar- og þjónustu og styrkari þjónusta við ferðamenn verði efld og afþreyingarmöguleikum fjölgað til að fjölga atvinnutækifærum og renna stoðum undir byggð, (sbr. kafla 2.4.3 Verslun og þjónusta). Reynt verður eftir bestu getu að minnka neikvæð umhverfisáhrif með því að mannvirki skuli falla sem mest að svipmóti lands og lita- og efnisval miðað við náttúrulega liti.

————————————————————————————————————————————-

Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

Reykjavegur. Syðri-Reykir 2. Bláskógabyggð. Ný aðkoma að lóðum. Aðalskipulagsbreyting.

Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 15. nóvember 2019.

Afgreiðsla/rökstuðningur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 23.1.2020:

Umsögn Vegagerðarinnar, dags. 3. desember 2019, var lögð fram. Þar kemur fram að Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur rétt að vinna formlega breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna vegtengingar við Reykjaveg í landi Syðri-Reykja 2, sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. nóvember s.l. Um er að ræða nýja tengingu við stofnveg og fjölgar þar með tengingum við veginn, þar sem aðkoma að landi og lóðum Syðri-Reykja 2 L137163 hefur til þessa farið um sömu tengingu og aðkoma að Syðri-Reykjum 1. Með breytingunni er því tryggð óheft umferð að landi Syðri-Reykja 2, sem áður hefur þurft að fara í gegnum hlaðið að Syðri-Reykjum 1. Sveitarstjórn telur breytinguna óverulega þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, breytingin tekur ekki til svæðis sem nýtur náttúruverndar, áhrif hennar taka til lítils svæðis og er breytingin ekki talin líklega til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila, aðra en þá sem eiga land Syðri-Reykja 2, L137163, en þeir hafa óskað eftir að breytingin yrði gerð. Breytingin er jákvæð fyrir eigendur Syðri-Reykja 1, þar sem umferð mun ekki lengur fara um hlaðið á Syðri-Reykjum 1.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna í samræmi við 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa UTU að senda Skipulagsstofnun rökstuðning sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

————————————————————————————————————————————– 

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögu á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélags:  https://www.blaskogabyggd.is

Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 19. febrúar til 11. mars 2020. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 þurfa að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 11. mars 2020.

Athugasemdir og ábendingar og skulu vera skriflegar.