Skipulagsauglýsing sem birtist 14. júlí 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna samþykktar á tillögu aðalskipulags:

 1. Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 – 1506033

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2022 gildistöku nýs aðalskipulags sveitarfélagsins eftir auglýsingu. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma sem sveitarstjórn telur að búið sé að bregðast við og svara með fullnægjandi hætti innan greinargerðar skipulagsins. Niðurstaða hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps er tilkynnt hér með.

Gögn eru hér

 

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

 1. Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting – 2206010

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15.06.2022 að auglýsa lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bæjarás, veiðihús í Laxárdal við Stóru-Laxá. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi að lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags og skipulagsuppdrætti.

Skipulagslýsing

 

 1. Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7.4.2022 að vinna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til jarðarinnar Klif, 167134. Í breytingunni felst að notkun landsins er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis.

Skipulagslýsing

Uppdráttur

 

 

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi skipulagslýsingar og deiliskipulagsáætlana:

 1. Gatfellsskáli, Skjaldborg og Lambahlíðar; Skipulagslýsing; Deiliskipulag – 2206049

Sveitarstjórnir Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar samþykktu á fundum sínum þann 6.7.2022 og 29.06.2022 skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til deiliskipulagstillagna fyrir fjallaselin Gatfellsskála, Skjaldborg og Lambahlíðar. Gatfellsskáli er í Bláskógabyggð en í eigu Grímsnes- og Grafningshrepps, Skjaldborg er í Bláskógabyggð og þar eru skálar í eigu beggja sveitarfélaga. Lambahlíðar eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og eru skálar þar í einkaeigu. Með gerð deiliskipulags verður settur rammi um starfsemi og framkvæmdir á hverju svæði fyrir sig.

Skipulagslýsing

 

 1. Skálar á Holtamannaafrétt; Skipulagslýsing; Deiliskipulag – 2206044

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 29.6.2022 skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til deiliskipulagningar 4 skálasvæða á Holtamannaafrétti. Skálarnir eru Hald, Hvanngiljahöll, Versalir og Gásagustur. Með gerð deiliskipulags verður settur rammi um starfsemi og framkvæmdir á hverju skálasvæði fyrir sig.

Skipulagslýsing

 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

 1. Stóra-Hof L203207; Deiliskipulagsbreyting – 2205041

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15.6.2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Stóra-Hofs, L203207. Gerðar eru breytingar á uppdrætti og greinargerð skipulagsins.

Uppdráttur

 

 1. Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2206013

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 29.6.2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðarinnar Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 1. Áskot L165263; Deiliskipulag – 2204011

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 29.6.2022 að auglýsa deiliskipulag sem tekur til jarðarinnar Ásakots. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda sem taka m.a. til vélaskemmu, reiðhallar og hesthúss, viðbyggingar við núverandi skemmu og reitar fyrir gistihús og tækjaskúr.

Uppdráttur

 

 1. Flóaskóli og Þjórsárver; Skólasvæði og félagsheimili; Deiliskipulag – 2204025

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.7.2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til svæðisins við Flóaskóla og Þjórsárver. Innan deiliskipulagstillögu eru skilgreindar heimildir fyrir framtíðaruppbyggingu innan svæðisins.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 1. Heiðarbær Stórholt L166345, Heiðarbær Litlaholt L204983 og Smáholt L208386; Deiliskipulag – 1907022

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.7.2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til smábýlalóða í landi Heiðarbæjar. Alls er gert ráð fyrir 11 lóðum innan skipulagssvæðisins þar sem heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús og útihús eða vélageymslu.

Skipulagslýsing

Uppdráttur

 

 1. Loftsstaðir-Vestri; verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2204020

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.7.2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Loftstaða-Vestri. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir heimildum er varðar uppbyggingu á allt að 11 gistihúsum 40-75 fm að stærð hvert auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustuhúss allt að 120 fm að stærð. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir uppsetningu tjalda til útleigu fyrir gistingu.

Greinargerð

Uppdráttur

 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.asahreppur.is , www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is , www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is

Mál nr. 2 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 14. júlí 2022 til og með 5. ágúst 2022.

Mál nr. 6 – 11 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 14. júlí 2022 með athugasemdafrest til og með 26. ágúst 2022.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU