Skipulagsauglýsing sem birtist 13.maí 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál.

 

Samkvæmt  1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi aðalskipulagsbreyting:

  1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Eyvindartunga. Bláskógabyggð.

Auglýst er skipulagstillaga sem nær til svæðis ofan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt. Frístundasvæðið F23 verður stækkað um 16 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði, um 15 ha. að stærð. Lýsing verkefnisins hefur verið kynnt og einnig tillagan sjálf.

Greinargerð

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  1. Efri-Reykir L167080 Varmaorkuver – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 16.apríl.2020, deiliskipulagstillögu sem tekur til skilgreining á lóðarafmörkun og byggingarheimildum innan lóðar Efri-Reykja. Innan byggingarreits verður heimild fyrir byggingu sem hýsir varmaeiningar, aðstöðuhúsi RARIK fyrir spenni auk dæluhúss sem er fyrir inna lóðarinnar. Heildar byggingarmagn innan lóðar má vera allt að 500 m2. Borholan sem svæðið nær til er skilgreind sem borhola E23 í aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Framkvæmdinni er ætlað að bæta nýtingu holunnar til raforkuframleiðslu en gert er ráð fyrir allt að 1200 kW raforkuframleiðslu.

Greinargerð

Greinargerð+uppdráttur

Uppdráttur 

  1. Arnarstaðakot L166219 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þann 20.apríl 2020, deiliskipulagstillögu að Arnarstaðakoti sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum innan svæðisins. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir núverandi byggingum auk nýs íbúðarhúss, aðstöðuhúss og reiðhallar. Skipulagssvæðið er um 2 ha.

Uppdráttur

  1. Lindarbær 1C L176845 Austurtún, íbúðar- og útihúsalóð – Deiliskipulag

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti þann 15.apríl 2020, deiliskipulagstillögu sem tekur til 6 ha. Svæðis ú landi Lindarbæjar 1C. Deiliskipulagið tekur til skilgreininga á byggingarheimilda fyrir m.a. íbúðarhús, hesthús og skemmu innan tveggja byggingarreita. Innan reits Í1 er gert ráð fyrir því að heimilt verði að reisa íbúðarhús auk bílageymslu, vinnustofu, gróðurhús og 2 gestahús. Á reit Ú1 er ger ráð fyrir að heimilt verði að reisa hesthús, vélageymslu og reiðskemmu.

Uppdráttur

 

Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv. 2.mgr.32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

  1. Efra-Langholt. Stækkun frístundasvæðisins F16 – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, sem tekur til stækkun frístundasvæðis F16 eftir auglýsingu þann 8.apríl 2020 þar sem eftirfarandi bókun var gerð:

„Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar, dags. 25. okt. 2019, um drög að deiliskipulagi sem sýnir vegtengingu að nýju frístundasvæði, sem er í samræmi við tillögu að breyttu aðalskipulagi. Skipulagsnefnd telur því ekki þörf á að færa vegtengingu, líkt og Vegagerðin hafði mælt með í umsögn sinni þann 25. sept. 2019. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki breytinguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til lokaafgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir aðalskiplagsbreytinguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til lokaafgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

 

  1. Sporðöldulón á Holtamannaafrétti. Náma – Aðalskipulagsbreyting

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti þann 15.apríl 2020 óverulega breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 í samræmi við 2.mgr.36.gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst skilgreining á námu innan skilgreinds iðnaðarsvæðis við Búðarhálsvirkjun á áður röskuðu svæði, efnistaka á svæðinu er ætluð til viðhalds og viðgerða á stíflum og Þjórsár og Tungnársvæði. Eftirfarandi bókun var gerð í Hreppsnefnd Ásahrepps vegna málsins:

„Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkir framlagða umsókn Landsvirkjunar dags. 23.3.2020, og tillögu dags. 25.2.2020 að breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er talin hafa lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar skv. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.“

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.blaskogabyggd.is; https://www.fludir.is; https://www.floahreppur.is; http://asahreppur.is/

 

Skipulagstillögur eru í  auglýsingu frá 13. Maí til og með 26. júní 2020.  Athugasemdir og ábendingar við tillögur skulu að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 26. júní 2020. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulagsfulltrúi UTU