Skipulagsauglýsing birt 1. febrúar 2024

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga: 

  1. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi – 2309040

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar 2023 að kynna tillögu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Viðfangsefni breytingarinnar er þríþætt og tengist uppbyggingu innviða innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í fyrsta lagi er um að ræða stækkun á verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ2 þar sem gert er ráð fyrir byggingu tveggja nýrra þjónustumiðstöðva og öðrum innviðum, s.s. 550 – 700 bílastæðum. Í öðru lagi er um að ræða skilgreiningu tveggja nýrra vatnsbóla og ásamt tilheyrandi vatnsverndarsvæðum (brunn-, fjar- og grannsvæða). Í þriðja lagi er um að ræða nýtt verslunar- og þjónustusvæði við Valhallarstíg, sunnan við Kúatorfu (Valhallarstígur Nyrðri 8).

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

  1. Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212016

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar 2023 að kynna tillögu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Mýrarskógar og Eyjavegar. Breytingin nær til þess hluta af frístundasvæði F21 sem er innan Úteyjar 2 L167648 auk nýrra svæða austan Laugarvatnsvegar. Reitur F21 nær yfir nokkrar jarðir, innan framlagðrar breytingartillögu er eingöngu lagt til að breyta þeirri landnotkun sem er innan Úteyjar 2. Í henni felst tilfærsla á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og öfugt.

 GREINARGERÐ

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar: 

  1. Reykholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2306088

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. desember 2023 að auglýsa tillögu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan þéttbýlisins í Reykholti. Í breytingunni felst m.a. heimild til stækkunar á hóteli að Skólavegi 1 úr 40 gistirýma hóteli á 1-2 hæðum í 120 gistirýma hótel á allt að þremur hæðum.  Gatan Tungurimi hefur verið hönnuð og er færð um 15 m til norðvesturs, landnotkun og lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar innan breytingarinnar. Þá verður gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr samfélagsþjónustu í verslunar- og þjónustusvæði auk þess sem byggingarheimild við núverandi leikskóla er aukin.

 GREINARGERР

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana. 

  1. Apavatn 2 lóð L167670; Byggingarskilmálar; Deiliskipulag – 2401015

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar 24 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Apavatns2 lóð, L167670. Í skipulaginu felst heimild til viðbyggingar við núverandi sumarhús innan lóðarinnar auk 40 fm gestahúss og 15 fm geymslu innan nýtingarhlutfall 0,03.

 UPPDRÁTTUR

  1. Myrkholt L217197; Verslunar- og þjónustulóð; Deiliskipulag – 2401013

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis VÞ25 í landi Myrkholts 1.  Í deiliskipulaginu fellst heimild til stækkunar á núverandi húsi um allt að 600 fm. Ennfremur er gert ráð fyrir byggingum ætlaðar fyrir ferðaþjónustu og henni tengdri s.s. nýtt gistihús, smáhýsi og starfsmannahús. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara yfir 2.300 fm, fjöldi gistirúma má vera allt að 80.

 UPPDRÁTTUR

  1. Efra-Apavatn 1B L226188; Skilgreining frístundalóðar; Deiliskipulag – 2311089

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Efra-Apavatns 1B L226188. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir því að heimilt verði að reisa frístundahús allt að 250 fm auk bílskúrs/skemmu að 100 fm.

 UPPDRÁTTUR

  1. Minni-Núpur L166583; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2309099

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. janúar 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis í landi Minna-Núps L166583. Í tillögunni felst skilgreining byggingarreitar og byggingarheimildar á 8.760 fm lóð þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á frístundahúsi ásamt tveimur gestahúsum.

UPPDRÁTTUR

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blaskogabyggd.is  og www.skeidgnup.is  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar skipulagsgatt.is/.

Mál 1 – 2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 1. febrúar 2024 með athugasemdafresti til og með 22. febrúar 2024.

Mál 3 – 7 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 1. febrúar 2024 með athugasemdafrest til og með 15. mars 2024.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU