Skipulagsauglýsing birt 28. ágúst 2025

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Birkibyggð; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2503056

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. ágúst 2025 að kynna breytingu aðalskipulags sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Birkibyggð sem er hluti af frístundabyggðinni F9 Kjóabyggð/Álftabyggð. Í breytingunni felst að Birkibyggð verður breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð. Einnig eru settir fram almennir skilmálar og heimildir fyrir íbúðarbyggð í dreifbýli.

GREINARGERÐ

  1. Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 20. ágúst 2025 var samþykkt að kynna breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha.

GREINARGERÐ

  1. Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 20. ágúst 2025, var samþykkt að kynna breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. Gistingin getur verið í ýmiskonar húsum og tjöldum.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlunar:

  1. Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting – 2503016

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. júní 2025 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sem tekur til þéttbýlisins í Reykholti. Í breyttu aðalskipulagi er iðnaðarsvæðið I24 stækkað yfir svæði fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting jarðhita, svæðið er afmarkað sem fláki á skipulagsuppdrætti í stað punkts. Íbúðarbyggð ÍB1 og opið svæði OP5 minnka samsvarandi. Stærð skipulagssvæðis er um 1,2 ha.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:

  1. Reykholt; Hreinsistöð og nýting jarðhita; Deiliskipulagsbreyting – 2506026

Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar dags. 18. júní 2025 var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til þéttbýlisins í Reykholti. Suðaustan við íbúðarbyggðina við Tungurima hefur verið reist hreinsistöð fyrir fráveitu og borað eftir heitu vatni. Sveitarfélagið hyggst nýta vatnið fyrir ört stækkandi byggð í Reykholti og mögulega bora fleiri holur í framtíðinni ef þörf verður á meira af heitu vatni. Í breyttu deiliskipulagi er núverandi lóð fyrir hreinsivirkið stækkuð og heimilað að nýta jarðhita innan hennar og vera með þau mannvirki sem þarf í tengslum við þá vinnslu.

GREINARGERР

  1. Heiðargerði 9-18; Athafnasvæði; Deiliskipulag – 2412025

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 19. ágúst 2025 var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til athafnasvæðis AT1 við Heiðargerði. Innan deiliskipulagsins eru afmarkaðar 10 lóðir sem ætlaðar eru til uppbyggingar hreinlegrar atvinnustarfsemi. Auk þess er gert ráð fyrir geymslu- og gámasvæði.

GREINARGERÐ

  1. Ærhúsbakki L235706; Skilgreining svæðis; Deiliskipulag – 2507018

Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar dags. 20. ágúst 2025 var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Ærhúsbakka L235706 í Bláskógabyggð. Í tillögunni felst m.a. skilgreining þriggja byggingarreita. Heimilt er að reisa íbúðarhús á byggingarreit nr. 1 og 2 en á byggingarreit nr. 3 er heimilt að byggja við núverandi fjárhús eða reisa útihús s.s. gróðurhús, gripahús, skemmu/vélageymslu.

UPPDRÁTTUR

  1. Einholt L180119; Skilgreining lóða; Einholt 1 og Einholt 2; Deiliskipulag – 2506106

Á fundi hreppsnefndar Ásahrepps dags. 20. ágúst 2025 var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Einholts L180119 í Ásahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining tveggja lóða og byggingarreita innan þeirra fyrir íbúðarhús og bílskúr.

UPPDRÁTTUR

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi máls:

  1. Syðra-Langholt; Breyttir skilmálar efnistökusvæðis E31; Aðalskipulagsbreyting – 2505033

Á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps dags. 21. ágúst 2025 var samþykkt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem tekur til grjótnámu á Syðra-Langholti L172619 í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst stækkun á efnistökusvæði E31 úr 0,9 ha í 2,4 ha þar sem leyfileg efnistaka verður 138.000 m3 í stað 45.000 m3.

GREINARGERÐ

MATSSKYLDA

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Mál 1 – 3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 28. ágúst 2025 með athugasemdarfresti til og með 19. september 2025.

Mál 4 – 8 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 28. ágúst 2025 með athugasemdarfresti til og með  10. október 2025.

Mál 9 innan auglýsingar er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita