22 jan Skipulagsauglýsing birt 22. janúar 2026
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð – Grímsnes- og Grafningshreppur
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting – 2412011
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember 2025, að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55,4 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 fm og á henni stendur 65 fm sumarhús.
- Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting – 2505090
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. janúar 2026, að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á tæplega 1.400 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem skapar timburnytjar og græðir upp raskað land.
Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:
- Efri-Ártunga L237796; Breytt afmörkun Efri-Ártungu 2 og 4 og fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2512045
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 5. janúar 2026, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Ártungu í Bláskógabyggð. Breytingin nær til Ártungu 2, 4 og 6 ásamt Efri-Ártungu. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er að breyta afmörkun Ártungu 2 L226435 og Ártungu 4 L193553, stofna þrjár nýjar lóðir úr landi Efri-Ártungu L237796 og bæta við hnitaskrá. Nýju lóðirnar úr Efri-Ártungu fá staðföngin Efri-Ártunga 1, 2 og 3. Aðkoma að lóðunum er um núverandi veg, Kristínarbraut. Heildarfjöldi lóða skipulagssvæðisins fer úr 3 í 6. Nýir byggingarreitir eru á Efri-Ártungu 1 og 2, með hámarks byggingarmagni 200 m á reit.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Mál 1. – 3. innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 22. janúar 2026 með athugasemdarfresti til og með 6. mars 2026.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Sigríður Kristjánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita