15 maí Skipulagsauglýsing birt 15. maí 2025
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga:
- Hjálmholt L166235; Hvítárbyggð L238531; Breytt lega frístundasvæði F22; Aðalskipulagsbreyting – 2406056
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. maí 2025 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst skilgreining á breyttri legu frístundasvæðis Hvítárbyggðar L238531 (F22) sem áður var hluti jarðarinnar Hjálmholt. Breytingin tekur eingöngu til legu svæðisins, engar breytingar eru gerðar sem taka til skilmála.
- Hvammsvirkjun; Efnistökusvæði E26, aukin heimild; Aðalskipulagsbreyting – 2501068
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. maí 2025 breytingu á aðalskipulagi til kynningar er varðar auknar heimildir fyrir efnistöku úr námu E26 innan aðal- og deiliskipulagsáætlana. Samkvæmt núverandi stefnumörkun er gert ráð fyrir allt að 500.000 m3 efnistöku sem verður 950.000 m3 eftir breytingu. Efnið verður fengið innan framkvæmdasvæðis Hvammsvirkjunar sem styttir efnisflutninga verulega og minni akstur eykur umferðaröryggi. Efnið verður jafnframt tekið af svæði sem búið er að heimila að raska með því að sökkva því undir inntakslón Hvammsvirkjunar. Efnistökusvæðin verða því lítt sýnileg að framkvæmdum loknum svo engin breyting verður á ásýndaráhrifum frá því sem búið er að heimila. Framkvæmdaraðili telur ólíklegt að finna aðra valkosti í nágrenninu sem bjóða upp á sama efnismagn með minni umhverfisáhrif. Aðgengi að efnistökusvæðunum er gott og eru skipulagðir vegir eða vinnuvegir að þeim. Efnistökusvæðin munu leggjast af eftir að Hvammslón verður tekið í notkun. Samhliða eru mörk á milli sveitarfélaga samræmd.
- Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting – 2503016
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7. maí 2025 tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi innan þéttbýlisins í Reykholti. Í breyttu aðalskipulagi er iðnaðarsvæðið I24 stækkað yfir svæði fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting jarðhita, svæðið er afmarkað sem fláki á skipulagsuppdrætti í stað punkts. Íbúðarbyggð ÍB1 og opið svæði OP5 minnka samsvarandi. Stærð skipulagssvæðis er um 1,2 ha. Skipulagslýsing vegna breytingar var kynnt frá 27.03.25 – 19.04.25 og bárust umsagnir vegna hennar sem lagðar eru fram með afgreiðslu tillögunnar.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:
- Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2404070
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L177478. Um er að ræða alls um 16,3 ha sem tillagan tekur til. 11,3 ha svæði sunnan Biskupstungnabrautar sem verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði og 5 ha norðan Biskupstungnabrautar sem skiptist í 2,6 ha verslunar- og þjónustusvæði og 2,4 ha frístundasvæði. Innan breytingarinnar er gerð ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu hótels og bygginga því tengdu alls um 8.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu. Heildarbyggingarmagn slíkra húsa geti verið allt að 3.500 fm fyrir allt að 200 gesti. auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir allt að 12 íbúðar-, útleigu- og starfsmannahúsum á svæðinu norðan Biskupstungnabrautar. Ábendinga bárust frá Skipulagsstofnun við afgreiðslu tillögunnar fyrir auglýsingu og eru þær birtar samhliða auglýsingu ásamt uppfærðum gögnum.
Samkvæmt 41. og 43. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
- Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag – 2408104
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025, deiliskipulagið til auglýsingar, sem tekur til lands Fells L177478 (Engjaholt) sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Auk þess er á reitnum gert ráð fyrir heimild fyrir hóteli ásamt veitingarekstri og þjónustuhúsi á 3-4 hæðum í þremur samtengdum byggingum. Heildarbyggingarmagn hótels og byggingum því tengdu eru 8.500 fm. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 12 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Biskupstungnabraut til að mynda tengingu á milli svæðanna.
- Þinggerði 1 L215450; Björgunarmiðstöð; Deiliskipulagstillaga – 2504090
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. maí 2025 nýtt deiliskipulag til auglýsingar, þar sem áætlað er að byggja upp björgunarmiðstöð og eftir atvikum einnig aðstöðuhús fyrir björgunarsveit. Skipulagssvæðið nær yfir lóðina Þinggerði 1, tvo byggingarreiti og aðkomu. Samhliða gerð deiliskipulags verður unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 þar sem landnotkun svæðisins verður breytt úr verslunar- og þjónustusvæði í svæði fyrir samfélagsþjónustu og byggingarmagn aukið um 200 m2 úr 1.000 fm í 1.200 fm.
- Tungurimi 14 L234820, Reykholti, breytt nýtingarhlutfall, deiliskipulagsbreyting – 2504081
Sveitastjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 7. maí 2025 breytingu deiliskipulags til auglýsingar. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall allra parhúsalóða P1 innan deiliskipulagsins er hækkað úr 0,4 í 0,5.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi máls:
- Þinggerði 1 L215450; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2504089
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. maí 2025 að auglýsa niðurstöðu sveitarfélagsins á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar verslunar- og þjónustusvæði VÞ16 sem er breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu. Samhliða er heiti lóðar í aðalskipulagi breytt og stærð og byggingarskilmálar uppfærðir. Á svæðinu verður starfsemi slökkviliðs og björgunarmiðstöðvar. Markmið með breytingunni er að þeirri starfsemi verði tryggð heppileg staðsetning og viðunandi húsnæði með öryggi að leiðarljósi. Samhliða er lagt fram deiliskipulag sem tekur til lóðarinnar.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.
Mál 1 – 3 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 15. maí 2025 með athugasemdarfresti til og með 5. júní 2025.
Mál 4 – 7 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 15. maí 2025 með athugasemdarfresti til og með 27. júní 2025.
Mál nr. 8 innan auglýsingar er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita