Nýjar gjaldskrár UTU bs.

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. hefur gefið út tvær nýjar gjaldskrár vegna þjónustu embættisins.  Í stað einnar gjaldskrár áður hefur henni nú verið skipt upp í tvennt, annars vegar vegna þjónustu byggingarfulltrúa og hins vegar vegna þjónustu skipulagsfulltrúa. Hvor gjaldskrá um sig er nokkru ítarlegri en gjaldskráin sem þær leysa af hólmi.

Nýju gjaldskrárnar fengu birtingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 1. september 2021 og öðluðust við það gildi – en áður höfðu þær verið samþykktar í stjórn UTU bs. og af öllum sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna. Gildistaka gjaldskráanna þýðir að öll afgreiðsla mála sem embættið veitir frá og með 2. september 2021 mun verða innheimt samkvæmt þessum nýju gjaldskrám.

Vinsamlegast kynnið ykkur nýjar gjaldskrár UTU bs.