Skipulagsauglýsing sem birtist 18.ágúst 2021 – Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps

 

Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. júlí 2021 að auglýsa til kynningar heildar endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Framlögð gögn til kynningar eru greinargerð aðalskipulags, forsendu- og umhverfisskýrsla, sveitarfélagsuppdráttur, uppdráttur af Grímsnesafrétti og þéttbýlisuppdrættir ásamt skýringauppdráttum sem taka til vega í náttúru Íslands, flokkun landbúnaðarlands, vistgerðarkorta, verndarsvæða og minja. Kynningargögn má nálgast rafrænt á heimasíðu UTU og sveitarfélagsins.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.gogg.is

Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið í kynningu frá 14. 7. 2021 en er nú bætt við frest til að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna til og með 10. 9. 2021. Athugasemdum, ábendingum og umsögnum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is.

 

Kynningargögn 

Skipulagsgögn