09 okt Skipulagsauglýsing birt 9. október 2025
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur.
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Biskupstungnabraut og Þingvallavegur; Hjólastígar; Aðalskipulagsbreyting – 2509014
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. september 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst gerð nýrra göngu- og hjólreiðastíga meðfram helstu vegum í sveitarfélaginu. Markmiðið er að bæta möguleika á vistvænum samgöngum, öryggi vegfarenda og heilsu íbúa og gesta, samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar þjónustu í sveitarfélaginu.
- Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í L3; Aðalskipulagsbreyting – 2507019
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. október 2025, að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Brúarholt II L196050. Í breytingunni felst að landbúnaðarlandi L2 er breytt í L3 þar sem landeigandi hyggst byggja upp litlar landspildur ca 1 – 1,2 ha að stærð til fastrar búsetu. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 30 ha.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Laugarvatn L224243; Nýtt iðnaðarsvæði vegna jarðhita; Aðalskipulagsbreyting – 2505072
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. september 2025 að auglýsa skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í þéttbýlinu á Laugarvatni. Norðvestan við Menntaskólann að Laugarvatni hefur verið borað eftir heitu vatni sem sveitarfélagið hyggst nýta. Í breyttu aðalskipulagi verður sett inn nýtt iðnaðarsvæðið fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting hans. Stærð svæðis er 0,2 ha. Umrætt svæði er í dag skilgreint sem samfélagsþjónusta.
- Hrafnabjörg; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212038
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2025 að auglýsa skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps í landi Hrafnabjarga. Innan frístundahúsareits F20 verður landsvæði Hrafnabjarga leiðrétt með því að færa frístundahúsasvæðið út af núverandi skógræktarsvæði og yfir í klapparholt þar sem ræktunarskilyrði eru óhentug m.t.t. landbúnaðar. Skógræktarsvæði verður sýnt þar sem frístundabyggð er sýnd í landi Hrafnabjarga á reit F20 í gildandi aðalskipulagi. Í breytingunni felst því tilfærsla á landbúnaðarsvæði yfir í frístundasvæði og frístundasvæði yfir í skógræktarsvæði.
Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
- Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi; Vesturbyggð, 2. áfangi; Ný byggð á reit ÍB2; Deiliskipulag – 2509032
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. október 2025, að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til annars áfanga nýs íbúðarsvæðis að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skipulagssvæðið afmarkast af íbúðarbyggð í suðri og austan þess er tjaldsvæði. Mörk svæðisins til vesturs liggja að ræktuðu landi innan marka landeigna í eigu sveitarfélagsins en norðan svæðisins er óræktað land. Svæðið er innan íbúðarbyggðar (ÍB2) í Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið er óbyggt og á því eru engin mannvirki. Aðkoma að svæðinu er um Skólabraut eða Borgarveg og fyrirhuguð er vegtenging að hverfinu.
- Laugarvatn L224243; Ný iðnaðarlóð vegna jarðhita; Deiliskipulagsbreyting – 2506031
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. júlí 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar úr landi L224243 vegna skilgreiningar á nýju iðnaðarsvæði.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Mál 1 – 2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 9. október 2025 með athugasemdarfresti til og með 31. október 2025.
Mál 3 – 6 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 9. október 2025 með athugasemdarfresti til og með 21. nóvember 2025.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Sigríður Kristjánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita