Skipulagsauglýsing birt 11. september 2025

AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur      

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

  1. Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting – 2505090

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 3. sept. 2025 var samþykkt að kynna breytingu aðalskipulags sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á tæplega 1400 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem skapar timburnytjar og græðir upp raskað land.

GREINARGERÐ M. UPPDRÆTTI

 

Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:

  1. Minni-Borg lóð B L198597; Breytt stærð húsa; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2507064

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 20. ágúst 2025 var samþykkt að auglýsa  breytingu á deiliskipulagi  sem tekur til Minni-Borgar lóðar B L198597 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir á lóðum 5-26 aukast.

SKILMÁLABREYTING

  1. Merkurlaut 1 L193162; Axarhólsbraut 3; Deiliskipulag – 2507020

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps  dags. 19. ágúst 2025 var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Merkurlautar 1 L193162 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst afmörkun þriggja nýrra frístundalóða úr Merkurlaut 1 þ.e. Axarhólsbraut 2, 3 og 5. Byggingarreitir eru skilgreindir innan lóðanna þar sem heimilt verður að byggja frístundahús með bílskúr, gestahús og geymslu.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi mála:

  1. Suðurbakki 13, 15 og 17, Ásgarði; Úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2508048

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 3. september 2025 var samþykkt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Lóðirnar Suðurbakki 13, 15 og 17 voru innan frístundabyggðar í eldra aðalskipulagi og eru skráðar sem frístundalóðir. Í gildi er deiliskipulag fyrir frístundabyggðina frá því í mars 2005 og þar eru lóðirnar frístundalóðir. Í gildandi aðalskipulagi eru lóðirnar á landbúnaðarsvæði L2. Í breyttu skipulagi verða þær hluti af frístundabyggðinni F25. Um er að ræða leiðréttingu á landnotkun þar sem lóðirnar eru rangt skilgreindar í gildandi skipulagi.

GREINARGERÐ M. UPPDRÆTTI

  1. Krókur L219678 Grafningi; Breytt afmörkun Landbúnaðarlands og óbyggðs svæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2508047

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 3. september 2025 var samþykkt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Svæðið sem breytingin nær til er land Króks L219678. Í gildandi aðalskipulagi er bæjartorfa Króks og næsta nágrenni skilgreind sem óbyggt svæði. Í eldra aðalskipulagi var svæðið skilgreint sem landbúnaðarland og þar er nú unnið að endurbyggingu íbúðarhúss. Með breytingunni er landnotkun leiðrétt og verður landbúnaðarsvæði.

GREINARGERÐ M. UPPDRÆTTI

  1. Heiðargerði 9-18; Athafnasvæði; Deiliskipulag – 2412025

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir að taka auglýsingu úr birtingu og fellur frá fyrri bókun um auglýsingu ofangreinds deiliskipulags þar sem það var auglýst dagana 09.01.2025-21.02.2025.

   

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Mál 1 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 11. september 2025 með athugasemdarfresti til og með 3. október 2025.

Mál 2 – 3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 11. september 2025 með athugasemdarfresti til og með 24. október 2025.

Mál 4 – 5 innan auglýsingar eru tilkynningar um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.

Mál 6 innan auglýsingar er leiðrétt auglýsing sem er hér með talið lokið.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Sigríður Kristjánsdóttir
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita