Skipulagsauglýsing sem birtist 9. janúar 2019

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

1. Deiliskipulag fyrir Reykholt í Biskupstungum, Bláskógabyggð.
Auglýst er tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir þéttbýli í Reykholti, Bláskógabyggð. Deiliskipulagið festir í sessi núverandi landnotkun á svæðinu og gerir ráð fyrir þéttingu byggðar þar sem því verður við komið. Markmið eru meðal annars þau að Reykholt verði áfram áhugaverður kostur fyrir búsetu og atvinnuuppbyggingu, að skapaðir verði möguleikar á þróun og vexti núverandi og nýrrar landbúnaðar-, þjónustu-, iðnaðar- og athafnastarfsemi auk þess að skipulagðar verði fjölbreyttar íbúðarlóðir sem nýtast til uppbyggingar næstu árin.

Greinargerð

Skipulagstillaga 1 af 2

Skipulagstillaga 2 af 2

2. Deiliskipulagsbreyting fyrir Minni-Borg lóð 4 L221537 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Auglýst er tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi Minni-Borga í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin felst í stækkun lóðar 4 en hún stækkar úr 2.250m2 í 3.954m2 og að byggingarreitur stækki úr 1.400m2 í 2.980m2. Heimilt verður að byggja allt að 800m2.

Skipulagstillaga

3. Deiliskipulag fyrir Hellatún L165286, Ásahreppur.
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir alls um 33 ha svæði úr landi Hellatúns L165286 í Ásahreppi. Um er að ræða 10 íbúðar- og landbúnaðarlóðir en svæðið er skilgreint sem 5 íbúðarlóðir Í6 og 5 landbúnaðarlóðir í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.

Greinargerð

Skipulagstillaga

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.
Skipulagstillaga nr. 1 – 3 er í auglýsingu frá 9. janúar – 20. febrúar 2019. Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 1 – 3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 20. febrúar 2019. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Rúnar Guðmundsson
Skipulagsfulltrúi
runar@utu.is